Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 „Ég er búinn að vera hér síðan vor- ið 2005. Mitt hlutverk er að hafa daglega umsjón með héraðsbóka- safninu hér í Borgarnesi. Í því felst að sjá um innkaup, frágang bóka og þjónustu svo sem afgreiðslu og annað. Þetta skarast svo við önnur söfn Safnahúss Borgarfjarðar. Við vinnum auðvitað saman, svo sem í tengslum við sýningar og annað,“ segir Sævar Ingi Jónsson héraðs- bókavörður Safnahúss Borgarfjarð- ar. Auk þess að sinna bókavörslu hefur hann um árabil setið sem stjórnarmaður í Sögufélagi Borg- arfjarðar og á einnig sæti í ritnefnd þess merka félags. Það var því ekki úr vegi að taka spjall við Sævar einn fagran haustdag í liðinni viku. Ánægjuleg safnastörf Sævar segist hafa mikla ánægju af störfum sínum í Safnahúsi Borg- arfjarðar. „Það er mjög skemmti- legt að starfa sem bókavörður. Hér er gott samstarfsfólk og góðir gest- ir sem koma og nota safnið. Auk notkunar almennings má segja að það séu ein fjögur skólastig á okk- ar svæði hér í Borgarbyggð. Tveir háskólar, einn menntaskóli, grunn- skólar og leikskólar. Notkunin á bókasafninu hér er því bæði lifandi og fjölbreytt í samræmi við þetta. Síðan erum við sem störfum hér í safnahúsinu í sameiginlegum verk- efnum. Ég hef til að mynda tölu- vert verið að grúska í borgfirskum höfundum. Við reynum að halda utan um þeirra verk gegnum tíð- ina, minnumst þeirra á heimasíðu safnahússins (safnahus.is), setjum upp litlar sýningar og fleira. Þetta á við mig. Safnahúsið er með margar sýningar á hverju ári.“ Við hlið okkar þar sem við sitj- um og spjöllum í safninu er einmitt nýbúið að opna eina slíka sýningu. Hún er hin áhugaverðasta og er um Bjarna Helgason á Laugalandi. Þar má skoða marga muni úr hans eigu, svo sem ljósmyndabúnað og gamlar ljósmyndir. Eldri sýning um Guð- mund Böðvarsson skáld frá því í sumar minnir einnig á sig því lesa má tilvitnanir í ljóð hans á veggj- um. Sævar útskýrir að fimm söfn séu í húsinu og Guðrún Jónsdóttir starfi sem forstöðumaður yfir öllu. Söfnin eru héraðsskjalasafn, bóka- safn, byggðasafn, náttúrugripasafn og listasafn. Innan skjalasafns er svo ljósmyndasafn, að sama skapi er hið merka einkabókasafn Páls Jóns- sonar frá Örnólfsdal hluti af Hér- aðsbókasafninu en þó skýrt afmark- að í sérrými. Fer með strætó á milli Sævar Ingi er frá bænum Ásfelli í Hvalfjarðarsveit sem stendur skammt innan við Akranes og býr hann þar í dag. Þar á hann nokkr- ar kindur og unir sér vel í því stússi. Hann ferðast til og frá vinnu í Borg- arnesi dag hvern og tekur oftast strætisvagninn kvölds og morgna. Það sé góður og hagkvæmur ferða- máti. Aðspurður um hjúskaparstöðu brosir Sævar út í annað og segir að leit standi enn yfir að kvonfangi. Þegar hann hóf störf sem héraðs- bókavörður í Borgarnesi stóð hann á ákveðnum tímamótum. „Ég hafði lokið BA-námi í ís- lensku frá Háskóla Íslands en vissi ekki alveg hvaða starfsvettvang mig langaði til að vinna á. Mig lang- aði um tíma til að vinna við fjöl- miðla en eftir því sem lengra dró á íslenskunámið þá fjaraði áhug- inn á því svolítið út. Námið opn- aði ný áhugasvið. Ég tók ársnám í kennslufræði að loknu íslensku- náminu en fann á miðjum vetri að mig langaði ekki til að verða kenn- ari, fann ekki neistann. Þá datt mér í hug að skipta yfir í bókasafnsfræði en lét þó ekki verða af því. Þegar ég lít um öxl þá sé ég að mér hefur allt- af þótt gaman að grúski og heim- ildaleit. Það er einmitt hluti af því sem maður er að fást við hér á safn- inu. Eftir að hafa unnið um skeið að loknu námi þá var mér bent á aug- lýsingu um stöðu bókavarðar hér í Borgarnesi. Mér fannst þetta smell- passa fyrir mitt áhugasvið, sótti um og fékk starfið og hef verið hér síð- an. Það er svo í kollinum að bæta við mig menntuninni í bókasafns- fræðinni í framtíðinni.“ Sérfræðingur í hjómsveitanöfnum „Íslenskunámið skiptist gróft séð í málfræðinám og bókmenntanám. Ég er meira bókmenntalega þenkj- andi heldur en málfræðilega. Þeg- ar leið á íslenskunámið og maður gat farið að velja úr kúrsum þá var ég svolítið að velja hitt og þetta svo sem merkingarfræði orða og nafn- fræði. Ég skrifaði svo lokaritgerð- ina mína um íslensk hljómsveita- nöfn.“ „Hljómsveitanöfn?“, hváir blaða- maður við. „Já, um það fjallar BA- ritgerðin mín í íslensku,“ svara Sævar. „Þú ert þá sérfræðingur í ís- lenskum hjómsveitanöfnum?“ „Ja, ég hef dálítið mikinn áhuga á tón- list og hef t.d sungið í kór Saur- bæjarprestakalls undanfarin ár. Ég grúska svolítið mikið í tónlist, mest þó fyrir skúffuna og mig. Oft er það efni sem ber ekki mest á. Ég hef voða gaman af því að draga saman upplýsingar og búa til grunna eða lista t.d. um hjómsveitir sem fara kannski ekki mikinn. Þetta er svona hobbí hjá mér. Fyrir nokkrum árum fór ég svo að safna íslensk- um vínylplötum með dægurtónlist og stúdera ýmislegt í kringum þær. Það er mjög gaman að þessu og líka ánægjulegt að sjá að tónlistarfólk er aftur farið að senda frá sér nýtt efni á þessu formi sem er gamla vínyl- platan.“ Snorri Þorsteinsson skilaði miklu starfi Þegar við hittum Sævar er Borg- firðingabók - Ársrit Sögufélags Borgfirðinga 2014 nýkomin út. Ritið hefur komið út reglulega á hverju ári mörg undanfarin ár. Það er hið myndarlegasta. Útgáfa árs- ins er 255 síður. Bókin inniheld- ur fjölbreyttar ritgerðir af ýmsum toga um sögu, mannlíf og menn- ingu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og er prýdd fjölda ljósmynda. Sæv- ar er einn þriggja í ritnefnd. Hver voru tildrög þess að hann hóf þetta starf? „Snorri heitinn Þorsteinsson, sem lést 9. júlí síðastliðinn, var for- maður Sögufélagsins og ritnefnd- ar Borgfirðingabókar. Hann kom oft hingað á safnið. Eitt sinn þegar við vorum að ræða saman þá spurði hann mig hvort ég hefði áhuga á að koma í stjórnina. Ég sagði bara já og stuttu síðar spurði hann aftur og þá hvort ég vildi taka sæti í ritnefnd Borgfirðingabókar. Því játti ég einnig og hef verið í hvorutveggja síðan. Nýjasta Borgfirðingabókin fyrir 2014 er sú fimmta sem ég kem að sem ritnefndarmaður og reynd- ar sem stjórnarmaður í Sögufélagi Borgarfjarðar einnig.“ Sævar minnist Snorra af hlýhug og virðingu. „Fræðimannstaugin var sterk í Snorra. Hann var mjög farsæll í sínum störfum fyrir Sögu- félagið. Alltaf leitandi og sístarf- andi. Mér er það minnisstætt að svo seint sem nú um páskana fór ég með gömul Stjórnartíðindi til hans þar sem hann lá á sjúkrahúsinu á Akranesi. Þá var hann að ljúka við eina af ritgerðum sínum og vant- aði að leita í heimildum. Hann hélt áfram á meðan kraftar leyfðu.“ Borgfirðingabókin kemur áfram út Árleg útgáfa Borgfirðingabókar er afrek út af fyrir sig. Það er mikið starf hjá áhugamönnum að halda utan um slíkt. Ásamt Sævari eru þau Ingjbjörg Daníelsdóttir á Fróða- stöðum og Guðmundur Brynjúlfs- son í Borgarnesi í ritnefnd bókar- innar. Höfundar efnis koma svo víða að og gefa allir vinnu sína. „Umsvifin við þetta hafa verið að aukast. Það er mjög gaman að fá efni Borgfirðingabókar í hendur og vera í sambandi við höfunda þess við vinnslu bókarinnar. Á köflum er þetta krefjandi því sjálf bókin hef- ur verið unnin á skömmum tíma. Kannski byrjað á henni eftir áramót og svo kemur hún út með vorinu. Sú sem er nýútkomin í ár á sér hins vegar aðeins aðra sögu vegna þess að veikindin sóttu að Snorra í vor og hann féll svo frá í sumar. Eins og gefur að skilja þá hægði það á starf- seminni. Hann vann að þessari bók alveg fram í andlátið. Það eru rit- gerðir eftir hann í henni. Eins lagði hann drög að greinum sem munu birtast í næstu bókum.“ Sævar segir að stefnt sé hik- laust að því að halda útgáfu Borg- firðingabókar áfram og leita jafn- framt leiða til að efla Sögufélagið enn frekar. „Við í ritnefndinni ætl- um að hittast fljótlega og leggja lín- urnar fyrir næstu bók. Útgáfan hef- ur gengið þokkalega þó þetta skili varla neinum hagnaði. Þó eru milli 350 til 400 áskrifendur. Sögufélag- ið á sjóð ef á þarf að halda og hef- ur gefið út meira. Margir þekkja Íbúatölin á þess vegum og þau hafa selst vel. Borgfirskar æviskrár sem hafa komið út á löngum tíma hafa einnig staðið undir sér. Það sem háir kannski Borgfirðingabókinni nú að mér finnst, er að yngra fólk- ið veit ekki almennilega af henni. Við þurfum að fjölga áskrifendum, fá inn nýliðun ef svo má segja. Það er reynt að haga efnistökum þannig að þau séu fjölbreytt og sem víðast úr héraðinu en kannski þarf líka að hugsa meira um að ná til yngri ald- urshópanna.“ Æviskrárnar geyma mikinn fróðleik Starfsemi Sögufélagsins snýr þó ekki eingöngu að Borgfirðingabók. Eins og fram hefur komið þá hefur félagið staðið fyrir ýmiss konar út- gáfu gegnum árin. Ein sú þekktasta eru Borgfirskar æviskrár, stórvirki í 13 bindum sem geyma upplýsingar um 13 þúsund manns. Fyrsta bindið kom út 1969 og nú eru æviskrárnar komnar á enda stafrófsins. „Fyrir nokkrum árum var haft samband við Guðmund Sigurð Jó- hannsson ættfræðing á Sauðár- króki og hann beðinn um að vinna leiðréttingar við þessi bindi. Það er sitthvað sem betur mátti fara. Bæði slæddust með villur og það vantar fólk sem hefði átt að vera með í bókunum. Guðmundur fór yfir hluta af verkinu og hefur skil- að þeirri vinnu. Nú liggur fyrir að ákveða hvernig þeim leiðréttingum verður komið á framfæri. Þar eru ýmsir möguleikar. Bæði með hefð- bundnum hætti og svo rafrænt með tölvutækninni,“ segir Sævar. Það þurfi að hans mati að skoða hvern- ig Sögufélagið geti breikkað starfs- svið sitt. Félagið þurfi ekki endi- lega að vera útgáfufélag eingöngu heldur gæti það gert meira af því að standa fyrir t.d. málþingum og þess háttar. mþh Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður í Safnahúsi Borgarfjarðar: Hefur alltaf þótt gaman að grúski og heimildaleit Sævar Ingi minnist Snorra Þorsteins- sonar með hlýhug og virðingu. Snorri stóð um margra ára bil vaktina sem formaður Sögufélagsins og formaður ritnefndar Borgfirðingabókar. Hann var fæddur að Hvassafelli 31. júlí 1930 en lést 9. júlí 2014. Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður í húsakynnum Safnahúss Borgarfjarðar. Á borðinu fyrir framan sig er hann með nýútkomna Borgfirðingabók – Ársrit Sögufélags Borgarfjarðar 2014. Starf bókavarðar í Safnahúsinu er fjöl- breytt og felur í sér allt frá afgreiðslu til fræðagrúsks. Hér afgreiðir Sævar bækur til viðskiptavina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.