Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Hópur sextán ungmenna víðsveg- ar að úr Evrópu sótti fimm daga námskeið á Akranesi í síðustu viku. Hópurinn kom á vegum Evrópu unga fólksins, ásamt tveimur ís- lenskum leiðbeinendum, og gisti á Akranes Hostel á meðan á dvölinni stóð. „Þetta eru ungmenni á aldrin- um 18 - 29 ára sem er hingað kom- in sem sjálfboðaliðar til að vinna að ólíkum verkefnum um allt land í 7 - 12 mánuði. Þau koma hing- að í gegnum Evrópsku sjálfboða- liðaþjónustuna. Þetta námskeið var svokallað „On arrival training“ og miðar að því að hjálpa þessum ungmennum að kynnast íslenskri menningu og aðlögun en mark- miðið fyrir þennan hóp var einn- ig að þau gætu myndað tengslanet sín á milli,“ sagði Elísabet Péturs- dóttir annar leiðbeinanda hópsins í samtali við Skessuhorn. Hún sagði Íslendinga oftar en ekki átta sig á hversu margbreytilegt sjálfboða- liðastarf gæti verið en evrópsku ungmennin munu vinna að ólík- um sjálfboðaliðaverkefnum næstu mánuðina, þar sem þau fara í starfs- nám. „Evrópa unga fólksins miðlar meðal annars þekkingu um æsku- lýðsstarf og styðst við lærdómsáætl- un sem miðar að óformlegu námi, svo sem starfsnámi. Einstakling- ar úr þessum hópi eru meðal ann- ars að fara að starfa á Valdorf leik- skólanum, dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund, hjá Rauða kross- inum, Riff (Reykjavík Internation- al Film Festival), klúbbinum Geysi og Hjálpræðishernum svo eitthvað sé nefnt.“ Evrópa unga fólksins er þjón- ustuskrifstofa og þekkingarmiðstöð fyrir æskulýðsstarf á Íslandi. Hún er rekin af Ungmennafélagi Íslands í samstarfi við mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið og Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins. Skrifstofan veitir styrki úr Eras- mus+ áætlun Evrópusambands- ins til verkefna í æskulýðsstarfi og aðstoð til þeirra sem ætla að sækja styrki við að móta góð verkefni. Hún styður einnig við símenntun æskulýðsstarfsfólks, meðal annars með því að styrkja það til þess að sækja námskeið víðsvegar um Evr- ópu. „Íslendingar mættu vera dug- legri við að nýta sér þessa þjónustu, til dæmis með ungmennaskiptum æskulýðsleiðbeinenda sem gætu farið erlendis í óformlegt nám,“ segir Elísabet. grþ Evrópa unga fólks- ins með námskeið á Akranesi Hluti hópsins ásamt Elísabetu Pétursdóttur leiðbeinanda sem er lengst til hægri. Myndin er tekin fyrir framan Stúkuhúsið, þar sem hópurinn sat námskeiðið einn dag. Aðra daga fór námskeiðið fram í hátíðarsalnum í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum en á lokadeginum fóru ungmennin í ferð um Vesturland. KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta okks þjónustu. VIÐ KOMUM HEIM TIL ÞÍN, tökum mál og ráðleggjum um val innréttingar. ÞÚ VELUR að kaupa inn- réttinguna í ósamsettum einingum, samsetta, eða samsetta og uppsetta. HREINT OG KLÁRT Við sníðum innrétt- inguna að þínum óskum. Þú getur fengið skúur og útdregin tauborð undir véL- arnar, einnig útdreginn óhreinatausskáp, kústaskáp o.m.fl . Fataskápar og sérsmíði Baðherbergi Uppþvottavélar Helluborð Ofnar Háfar RAFTÆKI TILBOÐ AFSLÁTTUR 25% AF ÖLLUM INNRÉTTING UM TIL 20. OKT. GÓ KAUP VEGNA GÓÐRA UNDIRTEKTA HÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ FRAMLENGJA HAUSTTILBOÐ OKKAR TIL 20. OKTÓBER NÚ ER LAG AÐ GERA Glæsilegar innréttingar á tilboðsverði Vandaðar hillur Pottaskápar Þvottahúsinnréttingar ÁBYRGÐ - ÞJÓNUSTA Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði). VÖNDUÐ RAFTÆKI Á VÆGU VERÐI friform.is Viftur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.