Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 VATNSHELLIR Þjóðgarðinum Snæfellsjökli Ferðir í Vatnshelli í haust og vetur eru eftirfarandi: Frá 1. október til áramóta alla daga ef veður leyfir Lagt er af stað kl. 13.00 • 14.00 • 15.00 Ekki þarf að bóka fyrirfram, en áríðandi að komið sé ekki síðar en 10 mín. fyrir brottför Bókanir fyrir hópa og nánari upplýsingar í síma 665 2818 S K E S S U H O R N 2 01 4 www.vatnshellir.is • Sími 665 2818 vatnshellir@vatnshellir.is • facebook.com/vatnshellir Miðvikudaginn 29. október n.k. verður Freyjukórinn í Borgarfirði með styrktartónleika í Borgarneskirkju kl. 20:00. Aðgangur ókeypis, en söfnunarbaukur verður á staðnum. Allir gefa vinnu sína við tónleikana og allur ágóði rennur til BLEIKU SLAUFUNNAR. Tónleikar í Borgarneskirkju SK ES SU H O R N 2 01 4 Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Ölvaldsstaðir Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 6. júní 2014 að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Um er að ræða breytta landnokun við Ölvaldsstaði samkvæmt uppdrætti og greinargerð dagsettri 26. júni 2014. Lýsingin liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 20. október 2014 til 3. nóvember 2014 og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 3. nóvember 2014 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is Lulu Munk Andersen skipulags- og byggingarfulltrúi SKE SS U H O R N 2 01 4 Grundarfjarðarkirkja er böðuð bleiku ljósi í október. Það er til að minna fólk á árvekniátak Krabba- meinsfélagsins sem nú stendur yfir. Gott framtak og falleg kirkja. mm/ Ljósm. gr. Næsta SamVest æfing verður í nýrri frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika í Hafnarfirði sunnudaginn 19. októ- ber. Æfingin verður fyrir iðkendur fædda 2004 og fyrr. Að þessu sinni verður lögð áhersla á stangastökk, spretthlaup, kringlukast og sleggju- kast. Þjálfarar á æfingunni verða Einar Þór Einarsson, Ragnheið- ur Ólafsdóttir og Eggert Bogason. Þátttökutilkynningar eiga að be- rat á netfangið hronn@vesturland. is helst ekki seinna en viku fyrir æf- inguna. Sem kunnugt er nær SamVest samstarfið yfir félagssvæði ung- menna- og héraðssambanda allt frá sunnanverðum Vestförðum suður á Kjalarnes. Allmikil gróska virð- ist í frjálsum íþróttum á svæðinu og meðal annars eru góðar fréttir af starfinu hjá HSH. Kristín Haralds- dóttir frjálsíþróttaþjálfari í Grund- arfirði er byrjuð að þjálfa í Ólafsvík fyrir Víking/Reyni. Hún er þar með tvo hópa sem samanlagt telja um 60 iðkendur. Kristín hefur einnig far- ið þrisvar núna í haust á Lýsuhól í Staðarsveit og haldið frjálsíþrótta- námskeið fyrir krakkana í grunn- skólanum. Kristín vonast til að þessi fjöldi iðkenda skili sér í Sam- Vest samstarfið og á mótin. þá Í síðustu viku auglýsti Stykkis- hólmsbær eignir til sölu. Það er barnaskólahúsið gamla við Skóla- braut og húsnæði Amtsbókasafnsins við Hafnargötu. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri segir að meðal annars sé horft til þess að húseignirnar geti nýst fyrir hótel og ferðaþjónustu, einkum vegna frábærrar staðsetn- ingar þeirra. „Okkur var bent á það enda hefur mikil uppbygging verið í ferðaþjónustunni hér síðustu árin. Gamli barnaskólinn er á þeim stað sem útsýni er frábært yfir bæinn og Breiðafjörðinn og Amtsbókasafnið í miðbænum hjá gömlu húsunum,“ segir Sturla. Söluandvirði eignanna verður nýtt til stækkunar grunn- skólahússins í Stykkishólmi þann- ig að það nýtist einnig fyrir tónlist- arskólann og amtsbókasafnið sem eru til húsa í þeim eignum sem nú eru til sölu. Grunnskólahúsið var byggt á níunda áratug liðinnar ald- ar og þá gert ráð fyrir að það yrði stækkað. Sturla segir að í þröngri fjárhags- stöðu Stykkishólmsbæjar sé um það að velja að gera rekstur skóla og stofnana bæjarins hagkvæm- ari og auka tekjurnar. Mikil hag- ræðing náist fram í því að sameina skólana og bókasöfnin undir eitt þak. Sturla segir að eitt af því fyrsta sem hann fékk inn á sitt borð þeg- ar hann tók við starfi bæjarstjóra á liðnu vori hafi verið bréf frá eftir- litsnefnd um fjármál sveitarfélaga. Þar voru gerðar athugasemdir við stöðu bæjarsjóðs út frá þá nýbirtum ársreikningi sveitarfélagsins. Sturla segir að við því sé einnig verið að bregðast með sölu eignanna. Það sé forsendan fyrir því að unnt verði að ráðast í fjárfestingar eins og stækk- un grunnskólahússins. Gamla barnaskólahúsið við Skólabraut var teiknað að Guðjóni Samúelssyni og byggt árið 1934. Þar hefur tónlistarskólinn verið til húsa um árabil. Amtsbókasafnið er hins vegar í húsi sem byggt var sem verslunarhús á sjöunda áratug lið- innar aldar. Þar var um árabil bygg- ingavörudeild Kaupfélags Stykkis- hólms til húsa. þá Frá Stykkishólmi. Grunnskólinn næst á mynd en fjær uppi á hæðinni er gamli barnaskólinn sem stendur til að selja til að fjármagna stækkun núverandi grunn- skóla. Ljósm. úr safni: ÞÞ. Stykkishólmsbær selur eignir til að fjármagna stækkun skólans Bleik kirkjan minnir á árvekniátakið SamVest æfing framundan í Kaplakrika SamVest krakkarnir hafa náð góðum árangri í sínum greinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.