Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Fjöldi dýra á landinu vanmetinn vegna lélegra skila á skýrslum Það eru sérstaklega hrossin sem eru vantalin í tölum yfir fjölda búfjár nú um stundir. Myndin tengist ekki tilefni fréttarinnar, en hún var tekin við tökur á myndinni Hross í oss í Þverárrétt 2012. Nýjustu tölur yfir fjölda búfjár í landinu sýna almenna fækkun. Þó er ljóst að ekki er um fækkun á fjölda dýra á Íslandi að ræða held- ur má rekja þetta til ófullnægj- andi skila á haustskýrslum og eft- irfylgni í kjölfar gildistöku nýrra laga um búfjárhald. Sérstaklega á þetta við um fjölda hrossa og þarf að skoða betur hvernig unnt er að bæta upplýsingar um fjölda hrossa í landinu. Skil á haustskýrslum 2013 voru ófullnægjandi og bera hagtölur vott um það. Frá árinu 2010 hefur Matvæla- stofnun safnað upplýsingum um fjölda búfjár á landsvísu og birt á vef og í starfsskýrslum stofnunar- innar. Til ársins 2014 hafði skil- um á haustskýrslum verið fylgt eft- ir af búfjáreftirlitsmönnum sveit- arfélaga í desember fram í febrú- ar ár hvert. Með gildistöku nýrra laga um búfjárhald 1. janúar 2014 fluttist búfjáreftirlitið frá sveitar- félögum til Matvælastofnunar. Sex dýraeftirlitsmenn hófu störf í stað u.þ.b. 40 búfjáreftirlistmanna (10 - 12 stöðugildi) sem áður höfðu sinnt því starfi. Í lok ársins 2013 var eftirfylgni haustskýrslna ólok- ið. Fækkun stöðugilda og innleið- ing nýs verklags, sem setti eftirlit með velferð dýra í forgang fram yfir eftirfylgni með öflun hagtalna, varð til þess að ekki náðist að fylgja gagnasöfnun eftir með sama hætti og áður. Matvælastofnun ítrekar í til- kynningu mikilvægi þess að bænd- ur skili upplýsingum um búfjár- eign til stofnunarinnar samkvæmt lögum. -fréttatilkynning Virðing RéttlætiVR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 WWW.VR.IS VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 15. desember 2014. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: Lýsing á eign og því sem henni fylgir, ástand hennar, staðsetning, stærð, f jöldi svefnplássa og byggingarár. Auk þess skal fylgja lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta umhverfi. Nauðsynlegt er að myndir og lýsing á umhverfi fylgi einnig með. Öllum tilboðum verður svarað. HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is VIÐ LEITUM AÐ GÓÐU FÓLKI FJÖLBREYTT STÖRF Á GRUNDARTANGA Við leitum að duglegu og metnaðarfullu fólki í margvísleg störf í álveri Norðuráls á Grundartanga. Í boði eru framleiðslustörf af ýmsu tagi. Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna, endurmenntun og starfsþróun, frábæran starfsanda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir góð starfsaðstaða í lifandi umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli. Sótt er um á www.nordural.is og er umsóknar- frestur til og með 17. nóvember nk. Upplýsingar veitir Helga Björg Hafþórsdóttir í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. • 18 ára lágmarksaldur • Mikil öryggisvitund og árvekni • Heiðarleiki og stundvísi • Góð samskiptahæfni • Dugnaður og sjálfstæði • Bílpróf er skilyrði og lyftararéttindi æskileg MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.