Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 „Það þótti í lagi að fá strákinn til að spila“ Spjallað við lagahöfundinn og tónlistarmanninn Óðinn G Þórarinsson Eftirlæti þjóðarinnar hafa gjarnan verið þeir sem tengjast tónlist, söng og íþróttum. Kannski líka einstaka stjórnmálamaður, forseti eða feg- urðardrottning. Við erum að tala um það fólk sem gjarnan hefur verið kallað á því ástkæra ylhýra „stjörn- ur“. Sjálfsagt hefur þrettán ára stráklingur sem fluttist á Akranes rétt fyrir jólin 1945 fljótlega orðið eftirlæti margra í bænum fyrir tón- listarhæfileika sína. Reyndar lands- manna einnig á næsta áratug fyrir að semja dægurlög sem hlutu vin- sældir og lifað hafa lengi með þjóð- inni. Þetta er Óðinn G Þórarins- son sem samdi þrjú af sínum þekkt- ustu lögum þegar hann lét fingurna leika um nótnaborð píanósins und- ir litla austurglugganum á húsinu við Jaðarsbraut 7. Þar á meðal lag- ið sem Íslendingar hafa hvað oftast sungið á góðri stund; Nú liggur vel á mér. Það lá líka vel á Skagamönn- um þessi ár eins og reyndar oft í gegnum tíðiðna. Það voraði í gull- öld á Skaganum. Mikil atvinnuupp- bygging var tengd nýlegri höfninni og fótboltamennirnir á Skaganum með Rikka, Þórð og fleiri í broddi fylkingar að vinna til sinna fyrstu Íslandsmeistaratitla og stórafreka. En meðan þeir æfðu af kappi sína íþrótt á Langasandi sat Óðinn G Þórarinsson við píanóið og samdi lög. Óðinn býr einnig í dag stein- snar frá Langasandi, í fjölbýlishús- inu á Jaðarsbraut 25. Blaðamaður Skessuhorns lagði þangað leið sína á dögunum og spjallaði við Óðinn. Komst fljótt inn í samfélagið Hann kemur teinréttur til dyranna maðurinn sem fyrir tveimur árum fagnaði 80 ára afmæli. „Við byrj- um á því að fá okkur kaffi,“ sagði Óðinn um leið og hann skenkti í bolla blaðamanns í eldhúskrókn- um þar sem gott er að spjalla. „Já, það var mjög skrítið að koma hing- að 22. desember 1945, svona rétt fyrir jólin og við stóðum í flutning- unum yfir hátíðarnar. En ég var svo sem fljót- ur að komast inn í samfélagið hérna á Skaganum. Faðir minn hafði ver- ið vélstjóri til sjós og hann kom hingað til að vinna í kaupfélag- inu. Móðir mín var ljósmóðir og hún fór að hjálpa til við barnsfæð- ingar hér. Pabbi var bróðir Sveins Guðmundssonar kaupfélagsstjóra. Fyrsta árið bjuggum við í íbúð í kaupfélagshúsinu meðan pabbi var að byggja húsið á Jaðarsbraut 7,“ segir Óðinn. Spurður hvað það hafi svo verið sem höfðaði til 13 ára stráksins þegar hann kom á Akra- nes, segir hann að það hafi verið leikirnir og fótboltinn. „Það var öll- um stundum verið að leika sér í fót- bolta og ég æfði boltann með strák- um eins og Sveini Teitssyni, Donna og fleirum sem fóru svo í gullald- arliðin. En ég var ekki eins mikið í boltanum og þeir. Keppti þó með þeim á Íslandmóti 3. flokks en hætti eftir það.“ Eignaðist fyrstu nikkuna ellefu ára Óðinn segist fljótlega hafa feng- ið áhuga fyrir tónlist og orðið það sem kallað var að vera músíkalskur. „Það var harmonikkan og píanóið sem var ráðandi á þessum tíma. Ég varð fljótt hrifinn að nikkunni. Þeg- ar ég var ellefu ára gamall eignað- ist ég mína fyrstu harmonikku. Þeg- ar mágur móður minnar var í einni siglingunni til Englands keypti hann þar litla nikku. Ég spilaði á hana í nokkur ár þar á meðal í Templar- anum á Fáskrúðfirði. Það voru ung- ir menn sem stóðu fyrir skemmtun- um og það þótti í lagi að fá strák- inn til að spila fyrir dansi,“ segir Óð- inn og brosir. „Þegar ég kom hing- að í gagnfræðaskólann stofnuðum við skólahljómsveit og svo varð til hljómsveitin Fjarkarnir. Hún starf- aði reyndar stutt. Svo var ég líka að spila á stúkufundum og var þó- nokkuð á ferðinni með nikkuna. Við strákarnir spiluðum líka hérna fram í Leirársveitinni í húsi sem var kall- að Hóllinn. Það var þarna við hæð- ina rétt hjá bænum Læk.“ Spilað á tónleikum og í útvarpi Árin í kringum tvítugt voru mjög viðburðarík hjá Óðni. Hann var í EF Kvintettinum á Akranesi 1952-1956 sem kenndur var við Eðvarð Frið- jónsson verslunarmann og hljóm- sveitarstjóra. „Við vorum aðal- hljómsveitin hérna á svæðinu á þess- um tíma. Það var fólkið sem fylgdi Skagaliðinu sem fylgdi okkur á þess- um árum og mikið líf í tuskunum. Við urðum þekktir og m.a. fékk Svavar Gests okkur til að spila á tónleikum sem haldnir voru í Austurbæjarbíói í Reykjavík veturinn 1953. Við vor- um eina hljómsveitin af landsbyggð- inni sem spilaði á þessum tónleikum. Ég var líka talsvert að spila með Óla danska sem kallaður var, Óla Ös- tergaard. Hann spilaði á Havana- gítar og við mynduðum Havaítríó- ið ásamt Helgu Jónsdóttur konunni hans sem var söngkonan í tríóinu. Ég spilaði á nikkuna. Við vorum fengin til að spila í útvarpsþætti hjá Pétri Péturssyni að mig minnir veturinn 1952. Það var svolítið ævintýralegt að fara fyrir Hvalfjörðinn á þessum tíma til að spila í útvarpinu og á tón- leikum. Að minnsta kosti fannst mér það skemmtileg tilbreyting frá ann- arri spilamennsku.“ Græjurnar ekki miklar í þá daga Tími sveitaballanna var runninn upp á fimmta áratug liðinnar ald- ar. „EF Kvintettinn var feikna vin- sæll. Við spiluðum víða á böllum. Mest spiluðum við í Borgarfirðin- um og flestar helgar yfir sumarið. Oftast í Logalandi í Reykholtsdal en einnig mikið í Brún í Bæjarsveit og í Brautartungu í Lundarreykjar- dal. Við spiluðum náttúrlega mik- ið hérna á Akranesi á hótelinu. Það voru böll um helgar og líka svo- kölluð rekstrarsjón á fimmtudags- kvöldum og sunnudagskvöldum frá klukkan 21 til 23:30. Við spiluðum líka í Ólafsvík man ég og á Reykjum í Hrútafirði,“ segir Óðinn. Óðinn hristir kollinn þegar talið berst að hljómsveitarbílunum í þá daga. „Það þurfti nú ekki stóran bíl undir þau. Þetta voru engar græjur á þessum tíma, náttúrlega allt óraf- magnað. Það var bara harmonikk- an, lítið trommusett og saxafónn eða klarinett. Víða voru til píanó á þeim stöðum sem við spiluðum en annars var þá spilað á tvær nikkur ef píanóið var ekki til staðar.“ Flestir komu til að dansa Spurður hvernig stemningin hafi verið á böllunum á þessum árum segir Óðinn að flestir hafi kom- ið til að dansa og fólk skemmt sér ágætlega. Lítið hafi verið um slags- mál. „Menn voru kannski að tak- ast aðeins á. Þetta voru þá mest einhverskonar fangbrögð frek- ar en að hnefarnir færu á loft. Ég man það m.a. frá balli á Fáskrúðs- firði að þar stefndi í einhver illindi á milli manna en þá tók ein konan af skarið. Hún reif af sér annan skó- inn, óð inn í þvöguna og byrsti sig um leið og hún sagði: „Látið þið manninn minn í friði.“ Annars hef ég ekkert verið að minnast á nein- ar svona sögur en auðvitað gerð- ist ýmislegt,“ segir Óðinn. Hann segir að vissulega hafi það stund- um tíðkast að spilarar hefðu haft áfengi um hönd á böllum. „Eðvarð Friðjónsson hljómsveitarstjóri, eða Ebbi eins og hann var alltaf kallað- ur, var strangur á þessu en auðvitað var oft verið að bjóða okkur sjúss þegar við fórum í pásur. Það þótti bara sjálfsagt mál að láta pelana ganga. Einn húsvörðurinn laumaði til okkar hálfri flösku á einu ballinu og sagði: „Strákar þið verðið bara ennþá betri af þessu.“ Fólk dansaði mikið á böllum hjá okkur en síð- an voru líka sumir sem mættu til að kryfja dægurmálin og taka þátt í gleðskap.“ Spilaði á síldarárunum fyrir austan Óðinn stundaði sjómennsku um tíma og var á síldarbátum mörg sumur. Lengst af hefur hann þó sinnt tónlistarkennslu. Hann byrjaði sitt tónlistarnám hjá Önnu Magnús- dóttur á Akranesi veturinn 1954. Tónlistarskólinn var síðan stofnað- ur á Akranesi veturinn eftir. Óðinn nam í honum einn og hálfan vetur. Hann hélt síðan áfram tónlistarnámi í Tónlistarskóla Reykjavíkur löngu seinna, 1979. Óðinn átti heima á Akranesi árin 1945-1958. Síðan hef- ur hann auk Akraness verið búsett- ur á Fáskrúðsfirði og í Reykjavík. Hann var meðal annars á Fáskrúðs- firði á síldarárunum fyrir austan, á seinni hluta sjöunda áratugarins. Þá var mikið spilað. Óðinn lék þá með ungum mönnum í hljómsveitinni GÓBÍ. „Það var gaman. Þá voru Bítlarnir komnir til skjalanna og við vorum mikið að spila þeirra músík. Mér fannst þetta vera orðið gott upp úr 1970 þegar ég hætti í hljómsveit- inni.“ Við tónanna klið Óðinn hóf að semja lög í kringum 1950. Nokkur laga hans urðu vin- sæl eftir að þau voru send í dægur- lagakeppnir sem talsvert var um á þessum tíma. Hann tók þátt í dans- lagakeppni SKT með laginu Síð- asti dansinn árið 1954. Lagið var við texta Lofts Guðmundssonar og varð í þriðja sæti í keppninni. Ári seinna sendi Óðinn inn lagið Heillandi vor með texta eftir Þor- stein Sveinsson. Það lag sigraði í keppninni. Þá var komið að öðr- um tímamótasmelli frá Óðni. Það var lagið Nú liggur vel á mér, við texta Núma Þorbergssonar. Það lag sigraði í keppni Félags íslenskra dægurlagahöfunda 1958. Árið 1996 kom út diskur með lögum Óð- ins og voru þau flutt af danshljóm- sveit Friðjóns Jóhannssonar á Eg- ilsstöðum. Árni Jóhann sonur Óð- ins er í þeirri hljómsveit. Geisla- diskurinn með lögum Óðins heitir „Við tónanna klið“ og seldist hann upp á skömmum tíma. Meðal ann- arra kunna laga Óðins sem einnig eru á þessum diski eru: Haust fyr- ir austan, Kominn heim, Inga Stína og Blíðasti blær. Síðastnefnda lag- ið hefur verið geysivinsælt síðustu áratugina og margir kórar í landinu tekið það á sína efnisskrá. Þau lifa því vel lögin hans Óðins G Þórar- inssonar. Þegar Óðinn er spurður í lokin hvort hann sé ennþá að semja svarar hann: „Já, það kemur fyrir að ég punkti hjá mér ef mér dettur eitthvað í hug.“ þá Óðinn G Þórarinsson á heimili sínu á Akranesi. EF Kvintettinn árið 1955. Frá vinstri: Bjarni Aðalsteinsson, Ásmundur Guðmunds- son, Eðvarð Friðjónsson, Óðinn G Þórarinsson og Ríkharður Jóhannsson. EF Kvintettinn á tónleikum í Austurbæjarbíói 1. október 1953: Bjarni Aðalsteins- son, Hreiðar Sigurjónsson, Eðvarð Friðjónsson og Ásmundur Guðmundsson. Óðinn ásamt konu sinni og börnum. Skagakonan Jónína Árnadóttir hefur alla tíð staðið þétt við hlið manns síns. Börnin eru í fremri röð Helga Jóna og Grétar Mar ásamt foreldrum sínum. Í aftari röð eru Þórarinn, Pétur sem er fyrir hjónabands- barn hjá Óðni, Óðinn Gunnar og Árni Jóhann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.