Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 Íslenska sumargotssíldin er geng- in upp að norðanverðu Snæfells- nesi og komin aftur inn á Kolgrafa- fjörð. Lagnetabáturinn Kiddi RE 89 landaði í gær um það bil þrem- ur tonnum af síld sem veiddust inni á firðinum á mánudagskvöld. „Það er einhver síld komin inn á Kol- grafafjörð, þó ekkert miðað við það sem við sáum til dæmis í fyrravetur. En það lóðaði þó á hana. Við feng- um einhver þrjú tonn af síld þarna. Mest af þessu frá því við lögðum síðdegis á mánudag og svo fram í myrkur,“ sagði Arnar Kristinsson skipstjóri á Kidda RE í samtali við Skessuhorn í gær, þriðjudag. Léleg afkoma Litlar líkur eru á að margir smá- bátar sláist í för með Kidda RE til síldveiða í vetur. Engir kaupend- ur hafa fundist að síldarafla þess- ara báta. „Ég landa í Grundarfirði, keyri sjálfur aflanum suður og frysti hann þar. Einnig hef ég látið einn línubát hér í Grundarfirði hafa ferska blóðsíld í beitu. Þeir eru að mokfiska á hana. Annars er afkom- an á veiðunum svo slöpp að það er alveg á mörkunum að hægt sé að standa í þessu. Maður er eiginlega að þessu til að sleppa við að liggja aðgerðalaus í landi. Það er betra að hafa eitthvað að gera.“ Arnar veit ekki hvert framhald verður á síldveiðum hjá honum. Það eru margir óvissuþættir. Veið- unum gæti lokið jafn snögglega og þær hófust. „Maður veit ekki hvað þeim dettur í hug þarna í sjávar- útvegsráðuneytinu. Í fyrra stöðv- uðu þeir skyndilega síldveiðar smá- báta í lagnet inni á Kolgrafafirði Síldin komin upp að Snæfellsnesi og veiðist inni á Kolgrafafirði með þeim rökum að það mætti ekki raska ró hennar. Svo hafa þeir hækkað veiðigjaldið nú í 16 krónur kílóið úr 13 krónum í fyrra. Ótrúleg hækkun sem við höfum ekki feng- ið neinar skýringar á.“ Þrátt fyrir þetta reiknar Arnar með að bátn- um verði haldið við þessar veiðar á meðan stætt er. „Í næsta róðri ætl- um við aftur inn á Kolgrafafjörð.“ Síldin einnig á sundunum Síld er einnig farin að safnast sam- an á sundunum vestur af Stykk- ishólmi. Símon Már Sturluson í Stykkishólmi hefur stundað síld- veiðar undanfarin ár í lagnet á bát sínum Ronju SH „Ég fór aðeins hér út fyrir í gær, mánudag. Þá sá ég talsverðar lóðningar á dýptarmæli bátsins þar sem ég var staddur við Kiðey. Annars fór ég ekki víða. Það er þó að heyra að töluvert af síld sé nú á ferðinni hér við Snæfellsnes- ið. Ég hef heyrt frá línubátunum að þeir hafi orðið varir við mikið af síld hér úti í álunum,“ sagði Sím- on í gær. Símon Már segir hverfandi líkur á því að nokkur smábátur úr Stykk- ishólmi haldi til síldveiða í vetur. „Nei, nei. Það er engin stemning hjá neinum fyrir síldveiðum smá- báta núna. Það er búið að taka alla gleði úr þessum veiðiskap. Sjávar- útvegsráðherra hefur stórhækkað veiðigjaldið fyrir síldina frá fyrra ári. Ég er hræddur um að stórút- gerðin myndi væla þyrfti hún að borga jafn mikið í veiðigjald fyr- ir síldina og heimtað er af smábát- unum núna. Svo halda þeir sem keyptu síld af smábátum undanfar- in ár að sér höndum og vilja ekki kaupa.“ Góður gangur hjá stóru skipunum Síldveiðar í flotvörpu hafa geng- ið vel í haust hjá stóru veiðiskip- unum vestur af Faxaflóa og Breiða- firði. Mörg þeirra hafa lokið við að veiða sínar heimildir. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur nú öðru sinni heimilað notkun flottrolls í lokuðu friðunarhólfi um 70 sjómílur vest- ur af Breiðafirði. Fyrst var gefin út reglugerð sem opnaði hólfið fyr- ir flottrollsveiðum 31. október. Sú reglugerð átti að gilda til 7. nóvem- ber. Sá frestur til veiða í þessu hólfi hefur nú verið framlengdur til 15. nóvember. mþh Laugardagurinn 8. nóvember síð- astliðinn var Dagur gegn einelti líkt og fjögur síðastliðin ár. Dagur- inn var að þessu sinni haldinn há- tíðlegur föstudaginn 7. nóvember í Snæfellsbæ til að skólar gætu hug- að að þessu nauðsynlega málefni. Það var fjölbreyttur og glaður hóp- ur nemenda og starfsfólks í Grunn- skóla Snæfellsbæjar norðan Fróð- árheiðar sem kom saman á íþrótta- vellinum í Ólafsvík þennan dag og myndaði hjarta. Hjartað mynduðu ungmennin til að minna sig og aðra á að standa saman í baráttunni gegn einelti. þa Hjarta í baráttunni gegn einelti Útgerðir á Vesturlandi greiddu rúman hálfan milljarð króna í veiðigjöld á síðasta fiskveiðiári; 2013/2014. Vegna vaxtakostnað- ar af skuldum vegna kvótakaupa, fengu þær hins vegar 219 milljóna króna í afslátt af upphaflegri álagn- ingu sérstaks veiðigjalds. Þessar tölur koma fram í skriflegu svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Kristjáns Möllers alþingismanns Samfylkingar. Þrjár spurningar um veiðigjöld Í fyrirspurn sinni lagði Kristján fram þrjár spurningar til ráðherra: 1. Hver er heildarfjárhæð inn- heimtra veiðigjalda, almenns veiði- gjalds annars vegar og sérstaks veiðigjalds hins vegar, samkvæmt lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, fiskveiðiárið 2013/2014? 2. Hver er heildarfjárhæð lækkana vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögunum fisk- veiðiárið 2013/2014? 3. Er tryggt að um kaup á íslensk- um aflahlutdeildum hafi verið að ræða, eða fer fram könnun á að svo sé, þegar sótt er um lækkun veiði- gjalds samkvæmt ákvæði til bráða- birgða II í lögunum? Fengu 30% afslátt Ráðherra hefur nú svarað fyrir- spurninni. Úr því má lesa að út- gerðir á Vesturlandi hafi samtals átt að greiða 728 milljónir króna í al- menn og sérstök veiðigjöld á síðasta fiskveiðiári. Álagningin var hæst í Snæfellsbæ, rúmar 370 milljón- ir króna. Þar á eftir fylgdi Grund- arfjörður með rúmar 136 milljón- ir. Útgerðir annarra sveitar félaga voru svo samanlagt lægri. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu sem unnin er upp úr svari sjávarútvegsráðherra. Bráðabirgðaákvæði við lög um veiðigjöld gerðu það að verkum að sérstakt veiðigjald á Vestur- landi var lækkað á síðasta fiskveiði- ári vegna vaxtakostnaðar útgerða um tæpar 219 milljónir. Útgerðir í Snæfellsbæ fengu mestan afslátt, rúma 131 milljón, en grundfirsk- ar útgerðir 57 miljónir króna. Alls nam afsláttur vestlenskra útgerða 30% af upphaflegri heildarfjárhæð veiðigjalda. Í svari ráðherra kemur fram að ekki hafi verið rakið hvort skuldir vegna kaupa á aflaheimild- um séu til komnar vegna kaupa á kvóta í íslenskri lögsögu, „...enda væri slík aðgerð óframkvæmanleg,“ segir orðrétt í svarinu. Nánar má skoða álagningu veiði- gjalda og afslátt á þeim síðustu þrjú fiskveiðiár sundurliðað á einstakar útgerðir á vef Fiskistofu. mþh Vestlenskar útgerðir fengu tæpan þriðjungs afslátt á veiðigjöldum vegna vaxtakostnaðar Sveitarfélag Almennt veiðigjald Sérstakt veiðigjald Álagning alls Lækkun Samtals til greiðslu Akranes 38.006.047 96.232.343 134.238.390 4.672.940 129.565.450 Borgarnes 458.105 0 458.105 0 458.105 Grundarfjörður 76.895.164 59.476.515 136.371.679 57.001.393 79.370.287 Snæfellsbær 214.306.441 155.910.101 370.216.542 131.307.587 238.908.955 Stykkishólmur 52.356.603 34.108.295 86.564898 25.822.782 60.642.116 Reykhólahreppur 541.095 0 541.095 0 541.095 Samtals 382.256.555 345.727.254 727.983.809 218.804.702 509.486.098 Tafla unnin upp úr nýútgefnu svari sjávarútvegsráðherra til Kristjáns Möllers (þingskjal númer 454) þar sem tölur útgerða í sveitarfélögum á Vesturlandi eru dregnar fram. Vestlenskar útgerðir áttu að greiða 728 milljónir króna í veiðigjöld af afla á síðasta ári en greiddu 509 milljónir þegar upp varð staðið. Kristján Möller þingmaður Sam- fylkingar spurði sjávarútvegráðherra út í álagninu veiðigjalda og afslátt á þeim. Arnar Kristinsson á Kidda RE landaði fyrsta síldarfarminum úr Kolgrafafirði á þessari vertíð í Grundarfirði á þriðjudagsmorgun. Ljósm. tfk. Þessa mynd tók Símon Már Sturluson af skjá dýptarmælis Ronju SH þar sem hann sigldi við Kiðey á mánudaginn. Rauði liturinn er síldartorfa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.