Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 Samþykkt deiliskipulags fyrir Breið á Akranesi Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 9. september 2014 var samþykkt deiliskipulag fyrir Breið. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim er gerði athugasemd, hefur verið send umsögn bæjarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að stækkaður er byggingarreitur við bílastæði og settur inn nýr byggingarreitur við Skarfavör. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akraness S K E S S U H O R N 2 01 4 Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir starf náms- og starfsráðgjafa laust til umsóknar Um er að ræða 100% stöðu á kennslusviði skólans. Laun eru samkvæmt samningum ríkisins við við- komandi stéttarfélag. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Ábyrgðarsvið: Ráðgjöf um val á námi, bætt vinnubrögð og náms-• tækni Stuðningur við nemendur og einstaklingsráðgjöf• Upplýsingagjöf til nemenda um almenn réttindamál • þeirra og skyldur Vinna að alþjóðamálum fyrir starfsfólk og nemendur• Móttaka tilvonandi nemenda og svörun fyrirspurna • um nám Hæfnikröfur: Menntun í náms- og starfsráðgjöf• Góð færni í mannlegum samskiptum• Góð færni í íslensku og ensku• Góð almenn tölvukunnátta• Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni• Umsóknarfrestur er til 5. desember 2014 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar 2015. Við hvetjum bæði karla og konur til að sækja um. Vinsamlega sendið umsóknir merktar Umsókn um stöðu náms- og starfsráðgjafa, ásamt ferilsskrá til Landbúnaðarháskóla Íslands, 311 Borgarnes eða á netfangið starf@lbhi.is. Nánari upplýsingar veitir Álfheiður Marinósdóttir kennslustjóri, í síma 433 5000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Landbúnaðarháskóli Íslands er leiðandi afl í rannsóknum, kennslu og nýsköpun á sviði náttúruvísinda, auð- linda- og umhverfisfræða og landnýtingar. Höfuðstöðvar skólans eru á Hvanneyri í Borgarfirði í fjölskylduvænu umhverfi með öll skólastig innan seilingar. SK ES SU H O R N 2 01 4 Endurmenntun LbhÍ Reiðmaðurinn - framhaldsþjálfun Einstaklingsmiðuð námskeiðaröð fyrir fólk með góðan grunn í reiðmennsku og þjálfun. Námskeiðið gengur út á að auka gæði hestsins í því hlutverki sem honum er ætlað. Boðið verður upp á námskeiðið á fjórum stöðum: SKRÁÐU ÞIG NÚNA! www.lbhi.is/namskeid - endurmenntun@lbhi.is - síma 433 5000 Hefst 9. janúar á Króki í Ásahreppi á Suðurlandi Kennari Reynir Örn Pálmason reiðkennari Hefst 23. janúar í Spretthöllinni í Kópavogi Kennari Halldór Guðjónsson reiðkennari og tamningamaður Hefst 16. janúar á Miðfossum í Borgarfirði Kennari Heimir Gunnarsson reiðkennari við LbhÍ Hefst 30. janúar í reiðhöll Léttis á Akureyri Kennari Erlingur Ingvarsson reiðkennari og tamningamaður Skráningarfrestur er til 12. desember Grænfánaflöggun og flóamarkaður á Hvanneyri Á fimmtudaginn flögguðu nemend- ur við Grunnskóla Borgarfjarðar Hvanneyri grænfánanum í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn. Skólinn er annar af tveimur hér á landi sem hafa flaggað grænfánanum þetta oft. Síð- astliðin tvö ár hafa nemendur skól- ans og kennarar unnið að ákveðn- um verkefnum tengdum markmið- um grænfánans. Meðal þess er gerð heimildarmyndar um vatnið sem var frumsýnd nú í haust, jarðvinnsla og moltugerð, endurnýting á efni m.a. með listaverkagerð; aukið samstarf við samfélagið og fræðsla um líf fólks í gamla daga. Þennan sama fimmtudag var síð- an haldinn flóamarkaður í skólan- um. Endurnýting er einmitt hluti af grænfánamarkmiðunum. Flóamark- aðurinn tókst mjög vel. Margir íbú- ar á Hvanneyri og foreldrar lögðu leið sína á hann og gerðu góð kaup. Nemendur nutu sín í ýmsum hlut- verkum hvort sem um var að ræða móttökuleiðtoga eða afgreiðslu- menn. Helmingur af ágóða markað- arins fer til góðgerðarmála en helm- ingur í ferðasjóð nemenda. Ágóðinn þetta árið fer til hjálparstarfs kirkj- unnar sem nú safnar ásamt ferming- arbörnum fyrir vatni í Afríku. mþh Nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar Hvanneyri með grænfánann. Ljósm. Helga J. Svavarsdóttir. Nóg var að gera við afgreiðslu á flóamarkaðinum. Í Safnahúsi Borgarfjarðar hafa á undanförnum árum verið haldin sagnakvöld í byrjun vetrar og hafa þau verið afar vel sótt. Í ár verður þessi viðburður fimmtudagskvöldið 20. nóvember og munu fimm höf- undar segja frá bókum sínum. Guðni Líndal Benediktsson seg- ir frá bók sinni Ótrúleg ævintýri afa - Leitin að Blóðey. Þetta er fyrsta skáldsaga Guðna sem hefur ver- ið afar vel tekið og hlaut Íslensku barnabókmenntaverðlaunin í ár. Dr. Guðmundur Eggertsson pró- fessor fjallar um bók sína Ráðgáta lífsins, sem er hans þriðja bók. Guð- mundur var um árabil prófessor í líf- fræði við Háskóla Íslands og vann að rannsóknum á sviði sameindaerfða- fræði. Fjöldi greina eftir hann hafa birst í íslenskum og erlendum tíma- ritum og nýtur hann mikillar virð- ingar á sínu fagsviði. Kristín Steinsdóttir kynnir bók sína Vonarlandið, sem er saga nokk- urra alþýðukvenna í Reykjavík á 19. öld. Kristín hefur samið fjölda barnabóka og einnig skáldsögur fyr- ir fullorðna og er skemmst að minn- ast verðlaunabókarinnar Ljósu. Lesið verður upp úr skáldverk- inu Konan með slöngupennann eft- ir Þuríði Guðmundsdóttur. Bókin fjallar um konuna Heiðu sem lítur yfir líf sitt í fylgd völvu. Þar skiptast á ljóð og frásögn sem eiga sér að nokkru leyti fyrirmynd úr lífi höf- undar. Áður hafa komið út ljóða- bækur eftir Þuríði en þetta er fyrsta blandaða skáldverkið. Ævar Þór Benediktsson kynnir bók sína Þín eigin þjóðsaga. Sögu- sviðið er heimur íslensku þjóðsagn- anna en endirinn kemur á óvart því hann er ákveðinn af lesandanum sjálfum; um 50 möguleika á sögu- þræði er að finna í bókinni. Ævar hefur áður skrifað útvarpsleikrit og bækur, þ.á.m. Glósubók Ævars vís- indamanns. Sagnakvöldið hefst kl. 20.00 og boðið verður upp á veitingar að kynningunum loknum. -fréttatilkynning Belgískur dansari í Frystiklefanum Næsta föstudagskvöld heldur belg- íski dansarinn Mirte Bogaert sýn- ingu á nýju verki í Frystiklefanum í Rifi. Mirte hefur haft aðsetur í klef- anum frá því í byrjun október og unnið ötullega að þessu nýja dans- verki sem sækir innblástur sinn í náttúruna og veðrið á Snæfellsnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem listamað- ur hefur aðsetur í klefanum og þótti henni einkar ánægjulegt að dveljast í bænum. Hún sótti meðal annars prjónanámskeið og gerði sitt besta til að læra íslensku með góðri hjálp Kötu í Rifssaumi. Sýning Mirte hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í rúmar þrátíu mín- útur. Eins og fyrri daginn eru það frjáls framlög sem gilda sem miða- verð á sýninguna og eru heima- menn hvattir til að bregða undir sig betri fætinum og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. -fréttatilkynning Komið að árlegu Sagnakvöldi í Safnahúsi Borgfirðinga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.