Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 ið og ræðir sína líðan og vandamál opinskátt. Mér finnst unglingarnir hér ólíkir þeim frá mínum heima- slóðum. Hér hreyfa þeir sig varla ef maður kveikir á tónlist! Úti fer fólk strax að dilla sér. Fólkið hér er lok- aðra og kaldara en á Spáni,“ segir hún. Sakna ættingjanna Hjónin eru bæði komin af stórum fjölskyldum og segir Noemí að þau sakni þeirra mikið. Ættingjar hafi þó komið í heimsókn til Íslands og muni gera það aftur. „Amma mín er 84 ára og kemur bráðum til okk- ar í annað sinn. Hún ætlar að koma og hjálpa okkur með börnin. Hún kemst ekki fyrr en eftir jól því hún er svo upptekin,“ segir hún og hlær. Annars notar fjölskyldan samskipta- forritið Skype til að halda sambandi við fólkið sitt á Spáni. „Pabbi hring- ir næstum á hverjum degi og talar við strákana. Hann les fyrir Hugo daglega sem kennir honum íslensku á móti. Það er mjög fyndið að fylgj- ast með þeim, þeir tala stundum saman í klukkutíma.“ Hún segir að þrátt fyrir að geta átt samskipti með nútímatækni í gegnum netið notist fjölskyldan einnig við gam- aldags aðferðir. „Á Spáni læra börn snemma að skrifa. Við skrifum því fjölskyldunni sendibréf, til að við- halda spænskunni hjá strákunum. Svo fáum við bréf til baka sem við lesum saman.“ Átti von á meiri kulda Þrátt fyrir söknuðinn líkar fjöl- skyldunni vel á Íslandi. Hún seg- ir að það hafi komið mest á óvart að veðrið hér var ekki verra. „Við bjuggumst við því að það væri mik- ið kaldara hér. Reyndar er smá vindur sem við erum ekki vön, en ekki eins kalt og ég átti von á. Það er heldur ekki eins mikið myrk- ur og ég hélt. Það verður dimmt á svipuðum tíma og úti en hér birt- ir aðeins seinna á morgnana. Mað- ur finnur í raun ekkert fyrir því, því það eru flestir í vinnunni á þess- um tíma.“ Fjölskyldan nýtur þess að búa í Borgarnesi og Noemí er ánægð með bæjarfélagið og um- hverfið þar. Hún segir að ef hún hefði meiri frítíma myndi hún nýta hann í að synda meira og stunda jóga. „David er mikill íþróttamaður og við myndum vilja eiga góð reið- hjól til að geta hjólað hér um. Eins er Borgarnes æðislegur staður til að fara í gönguferðir. Við göngum oft hringinn og endum í Skallagríms- garði þar sem strákarnir geta leik- ið sér. Hér viljum við vera og hér er æðislegt fyrir börnin að alast upp,“ segir spænsku- og enskukennarinn Noemí að endingu. grþ Bræðurnir Héctor og Hugo á safni í Frakklandi. Ljósm. úr einkasafni. Sandarar selja poka með skilagjaldi Kristín Kristinsdóttir afhendir Drífu Skúladóttur fyrsta margnota pokann fyrir hönd Félags eldri borgara í Snæfellsbæ. Með á myndinni er Dagný Þórðardóttir. Hraðbúðin á Hellissandi hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag varð- andi burðarpoka fyrir viðskipta- vini sína. Kvenfélag Hellissands og Félag eldri borgara í Snæ- fellsbæ sauma nú margnota burð- arpoka fyrir Hraðbúðina. Lögð er áhersla á að nota endurnýtt efni við gerð pokanna. Viðskiptavinir Hraðbúðarinnar hafa þannig kost á að kaupa margnota-poka með skilagjaldi. Fólk kaupir margnota poka og getur síðan hvenær sem er komið aftur með poka sem það hefur fest kaup á og fengið þá end- urgreidda. Þessu er ætlað að leysa þann vanda sem oft kemur upp þegar fólk sem notar slíka marg- nota poka kemur í verslanir og það uppgötvar að það hefur glemt pokanum sínum heima. Almenn ánægja mun vera hjá viðskipta- vinum Hraðbúðarinnar með þetta nýja fyrirkomulag, bæði vegna hagræðisins sem fylgir en líka vegna þess að pokarnir eru saum- aðir í heimabyggð. mþh Ætlaði sér ekki að flytja aftur til baka vestur Spjallað við Ástu Dóru Valgeirsdóttur í afgreiðslunni hjá Snæfellsbæ Fyrir okkur blaðamennina á Skessu- horni sem oft erum að hringja á bæjar- og sveitarstjórnarskrifstof- urnar út um allt Vesturland eru símadömurnar í afgreiðslunni eig- inlega hálfpartinn eins og andlit sveitarfélagsins út á við. Það finnst undirrituðum að minnsta kosti þótt yfirleitt dragist ansi lengi að blaða- maður og símadama hittist augliti til auglitis ef það þá á annað borð gerist. Sú sem svarar í símann á bæjarskrifstofunum í Snæfellsbæ varð fljótlega kunnugleg. Þetta er hún Ásta Dóra Valgeirsdóttir sem starfað hefur í 18 ár á bæjarskrif- stofum Snæfellsbæjar sem staðsett- ar eru á Hellissandi, þar sem áður var útibú Landsbankans. Ásta Dóra hefur reyndar starfað í lengri tíma í því húsi þar sem hún var áður gjald- keri í Landsbankanum. Sterkt samfélag á Gufuskálum Ásta Dóra er ein af mörgum sem flutt hafa af höfuðborgarsvæðinu á Snæfellsnesið og fest þar rætur. „Ég er Hafnfirðingur og ættir mín- ar eru þar. Maðurinn minn Ægir Ingvarsson er borgarbarn en hef- ur samt alltaf verið mikill lands- byggðarmaður í sér. Hann ól með sér þann draum að flytja út á land. Hann er bifvélavirki og þegar hann sá auglýst starf í Lóransstöðinni á Gufuskálum snemma árs 1982, sótti hann um starfið. Það fólst í því að viðhalda bílaflotanum þar. Ég lét tilleiðast að flytjast með hon- um vestur á Gufuskála ásamt okk- ar þremur börnum. Það var gott að búa á Gufuskálum, sterkt sam- félag þar og þó nokkuð af fólki, þó svo að ein blokkin af fjórum á svæð- inu væri orðin tóm þegar við kom- um. Talsvert var af barnafólki þarna og skólabíllinn kom við og skutlaði börnunum í skólann hérna á Hell- issandi. Ég fékk vinnu í kaupfélags- útibúinu hjá honum Fúsa.“ Ásta Dóra segir að þó þeim hafi í sjálfu sér líkað ágætlega fyrir vestan hafi þau þó flutt til baka í Hafnarfjörð- inn aftur eftir tvö ár. Toguðust aftur vestur Þau urðu þó ekki nema tvö árin í Hafnarfirðinum í þetta skiptið. „Þegar við fórum var ég búin að ákveða að hingað vestur myndi ég ekki flytja aftur. Við söknuðum að- eins vinahópsins fyrir sunnan en svo var það þannig að okkar flutn- ingar hafa gjarnan fylgt vinnunni hjá manninum. Annars var það svo skrítið þegar við komum þarna suður 1984 að okkur fannst allt þar hafa breyst svo mikið. Ég held að það sem gerðist var að við höfðum breyst, vorum orðnar landsbyggða- manneskjur. Það þróaðist líka þann- ig að við vorum komin aftur til baka og á Hellissand um páskana 1986. Keyptum þá Hraunás 12 og Ægir setti upp verkstæði í bílskúrnum. Það var ekkert bílaverkstæði á Hell- issandi og því freistandi fyrir hann að prófa hvort það væri grundvöll- ur fyrir verkstæðisrekstri hér. Það hefur komið á daginn og brjálað að gera hjá þeim feðgunum á verk- stæðinu,“ segir Ásta Dóra. Þau fluttu sig síðan um set í Rif 1991. Búa þar við Hafnargötuna og þar er bílaverkstæðið einnig til húsa. Í sátt og samlyndi við kríuna Aðspurð segist Ásta Dóra kunna ágætlega við sig í nábýli við kríuna sem er fugl fuglanna í Rifi. „Mér hefur alltaf fundist krían fallegur fugl og það er náttúrlega ferlegt þetta ásand að hún hafi ekki kom- ið upp ungum núna ár eftir ár. En hún getur verið aðgangshörð og það höfum við fengið að reyna þeg- ar hún hefur orpið við húsið hjá okkur. Þá hefur stundum ekki ver- ið auðvelt að komast ferða sinna en það hefur þó bjargast.“ Ásta Dóra segist alla tíð hafa kunnað vel við sig í starfinu á bæj- arskrifstofunni. „Þetta er skemmti- legt starf. Hérna er gott samstarfs- fólk og maður hittir svo marga. Það er líka mjög gott samkomulag hjá okkur við Hafnargötuna í Rifi þar sem við búum. Þar er götufélag og allir í stjórn, enda bara fjórir í fé- laginu. Þar er enginn ágreiningur og engin þörf á oddvita,“ segir Ásta Dóra og hlær. Hún og Ægir mað- ur hennar eru einmitt nýkomin frá Lamarina á Spáni. Þar voru þau í boði nágranna sinna í húsi, þeirra Sturlu og Kristínar sem kennd eru við Virkið. Þau eru meðal margra Íslendinga sem eiga hús á þessum slóðum. Syngur og spilar á trommur Ásta Dóra hefur alltaf verið mikið fyrir söng og tónlist. Hún syngur með Kirkjukór Ingjaldshólssókn- ar og blaðamaður hafði heyrt af því að hún væri allgóður trommuleik- ari. Ásta Dóra gerir reyndar ekki mikið úr trommuleiknum. „Það er kannski nóg að eiga trommur til að teljast trommuleikari. Bróðir minn og fjölmiðlamaðurinn Sigurð- ur Valgeirsson er reyndar í hinni þekktu hljómsveit, Spöðum. Hans fyrsta trommusett var trommusett- ið mitt. Það var eftir að við Ægir giftum okkur. Ægir gaf honum settið þar sem hann taldi sig eiga orðið helminginn í settinu. Ég fór svo reyndar sem trommuleikari í skemmtilega ferð með söngkvart- ettinum Hinum síungu sumarið 1999. Þá spiluðum við Valentína K ay tónlistarkennari undir hjá þeim. Þá var sungið í kirkju í fjallaþorp- inu sem skíðahótelið er í Lungau í Austurríki sem Íslendingur rekur. Þetta var frábær ferð í þessu fallega fjallaþorpi sem fjöldi skíðamanna heimsækir á hverjum vetri. Doddi hóteleigandi kennir einnig á skíði á vetrum.“ Mikið félagslíf í Snæfellsbæ Trúlega er óvíða meiri klúbbastarf- semi og félagsstarf en í Snæfellsbæ. Til að mynda eru kvenfélög bæði á Hellissandi og í Ólafsvík. Ásta Dóra er í kvenfélaginu á Hellis- sandi og er þar ritari. Um 25 kon- ur eru í félaginu og þetta kvenfé- lag eins og mörg önnur kvenfélög í landinu lætur jafnan margt gott af sér leiða, til líknarmála í samfé- laginu. „Hér í Snæfellsbæ eru líka fjórir Lionsklúbbar, bæði karla- og kvennaklúbbar eru á Hellissandi og í Ólafsvík. Ég kom að stofn- un kvennaklúbbsins hérna og var í fyrstu stjórninni. Frá þeim tíma hef ég látið duga að vera í kvenfé- laginu og syngja með kirkjukórn- um. Hérna er mikið félagslíf og engum þarf að leiðast. Ég er mjög sátt að búa hér, enda þarf mað- ur ekki að kvarta með vinnuna og meðan heilsan endist,“ sagði Ásta Dóra að endingu. þá Ásta Dóra í afgreiðslunni á bæjarskrifstofunni í Snæfellsbæ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.