Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 Karlatal á hafnarvoginni í Grundarfirði Hafnarvogirnar í sjávarbæjum eru á tíðum vinsælir samkomustaðir. Þar koma karlarnir gjarnan saman til að ræða um daginn og veginn. Þegar blaðamaður Skessuhorns leit inn á hafnarvogina í Grundar- firði í síðustu viku voru þar menn á spjalli. Frammi á bekk í anddyr- inu sátu þeir kumpánar Ingi Hans Jónsson sagnameistari og Ólafur Guðmundsson sem m.a. um ára- bil starfrækti steypustöð í Grund- arfirði. Blaðamaður rak augun í blað á auglýsingatöflunni þar sem skráð var hvenær skaflinn fór úr innra Kinnargili. Þessi skráning byrjaði sumarið 1991 og hefur við- haldist síðan. Það sem athyglis- vert er við þessa skrá er að skaflinn umræddi hvarf á mjög mismundi tíma frá vori og jafnvel fram á vet- ur. Þannig fór hann t.d. ekki fyrr en 3. nóvember árið 1993 og kom svo aftur þremur dögum síðar, eins og segir á blaðinu. Skaflinn umræddi hvarf 28. apríl árið 2010 og hef- ur hann aldrei horfið svo snemma á tímabilinu 1991-2014. Yfirleitt hvarf hann þessi ár á tímabilinu frá miðjum júní til ágústloka. Kallaður hafnar- varðarpíkan Ólafur Guðmundsson sagði að þessi skafl í innra Kinnargili hafi yfirleitt haldist allt árið allt fram á sumarið 1991 og það sé ástæðan fyrir því að þá hafi skráningin byrj- að. Ingi Hans bætti því við að þessi skafl hafi haft gælunafn á hafnar- voginni, gjarna verið kallaður hafn- arvarðarpíkan. „Það var fyrir það að hann var þríhyrndur í laginu en svo bráðnaði neðan af honum þar sem áin rann undan. Menn höfðu gam- an af því að fylgjast með þessu enda blasti skaflinn við héðan úr glugg- anum,“ sagði Ingi Hans. Fóru í kaffi og drógu svo netin Innar í hafnarvogarhúsinu hjá hafnarstjóranum sjálfum Hafsteini Garðarssyni viðhöfðu menn alvar- legra tal. Þar var verið að spá í afla- brögðin og vertíðina. Þetta voru auk Hafsteins þeir Sigurjón Hall- dórsson skipstjóri á Farsæl, Frið- geir Hjaltalín vélamaður og Þórður Magnússon framkvæmdastjóri. Þeir voru sammála um að þetta væri frek- ar rólegt eins og er en myndi vænt- anlega lagast. Þórður var reyndar búinn að segja við blaðamann úti á götunni skömmu áður, að það væri nægur fiskur í Breiðafirðinum, það vantaði bara meiri kvóta. „Það sem ég var ósáttur með við LÍÚ, var að þar á bæ voru menn alltof samstíga áliti Hafró um fiskverndun og út- hlutun veiðiheimilda. Ég er að vona að þetta breytist með nýju út- vegssamtökunum. Hér við fjörðinn hafa menn á síðustu tveimur ver- tíðum kynnst því sem áður þekkt- ist ekki. Það er að þeir sem voru á netunum lögðu þau, fóru svo í kaffi og drógu þau svo að því loknu full af fiski. Þetta þekktist ekki á vertíð- unum áður. Þá lögðu menn einn daginn og drógu svo næsta dag ef viðraði,“ sagði Þórður. Sessunaut- ar hans á hafnarvoginni tóku und- ir það, svona hafi þetta verið alveg frá því netaveiðar byrjuðu frá höfn- um á Snæfellsnesi upp úr miðri síð- ustu öld. Það þekktist þá ekki að menn væru með einn og hálfan eða tvo ganga af netum í sjó. Það hafi líklega verið Suðurnesjamenn sem byrjuðu með það skipulag á veiðun- um. þáÓlafur Guðmundsson og Ingi Hans Jónsson. Friðgeir Hjaltalín, Hafsteinn Garðarsson og Þórður Magnússon. Framköllunarþjónustan í Borgarnesi 25 ára Framköllunarþjónustan við Brúar- torg í Borgarnesi á stórafmæli í vik- unni en fyrirtækið var stofnað 14. nóvember 1989 og fagnar því 25 ára afmæli á föstudaginn. Stofnend- ur og eigendur Framköllunarþjón- ustunnar eru hjónin Svanur Stein- arsson og Elfa Hauksdóttir. Á þeim aldarfjórðungi sem fyrirtækið hefur verið starfrækt hefur margt breyst en Framköllunarþjónustan hefur lagað sig að breyttum aðstæðum. Vildi vera með sjálfstætt fyrirtæki Svanur er menntaður bifvélavirki og starfaði við iðnina framan af, þar til hann stofnaði Framköllun- arþjónustuna. „Ég var með áhalda- hús bæjarins á þeim tíma og var þá beðinn um að taka við umboðinu fyrir Toyota í Borgarnesi. Ég vildi frekar vera með sjálfstætt fyrirtæki samhliða umboðinu og þannig fór þetta af stað,“ segir Svanur. Fyrsta árið var fyrirtækið fyrst og fremst í filmuframköllun, en Svanur keypti framköllunarvélar af Ólafi Árnasyni ljósmyndara á Akranesi. „Því næst fórum við að selja ramma, mynda- vélar og taka passamyndir. Við vor- um ekkert að flýta okkur.“ Fyrstu árin var fyrirtækið til húsa að Borg- arbraut 11, þar til ársins 1998 þeg- ar hjónin byggðu húsið að Brúar- torgi 4, þar sem fyrirtækið stendur enn í dag. Svanur hefur verið með ýmis umboð í versluninni í gegnum árin, til viðbótar við Toyota. „Ég tók á sínum tíma mörg umboð að mér. Svo tók Tölvuþjónusta Vest- urlands við hluta umboðanna. Við komumst að því að það var betra að vera í fáu og gera það vel.“ Í dag er Framköllunarþjónustan með um- boð fyrir VÍS og Heimsferðir. Geta framkallað allar gerðir mynda Síðustu árin hefur rekstrarumhverfi Framköllunarþjónustunnar breyst töluvert. Fyrstu árin var aðallega um filmuframköllun að ræða. Fyrir um 14 árum fóru hlutirnir að breyt- ast, þegar notkun filmuvéla fór að dala. „Í dag lætur fólk aðallega framkalla fyrir sig í gegnum net- ið, enda flestar myndavélar orðn- ar stafrænar. Samhliða því hefur dregið verulega úr því að fólk fram- kalli myndirnar sínar,“ segir Svan- ur. Framköllunarþjónustan er með umboðsaðila víða um Vesturland en hefur einnig verið að sækja í sig veðrið annarsstaðar á landinu. „Við framköllum myndir fyrir fólk alls- staðar á landinu í gegnum heima- síðuna framkollunarthjonustan.is. Hægt er að senda margar myndir í gegnum hana í einu og því stend- ur ekkert í vegi fyrir því að hægt sé að framkalla myndir fyrir fólk hinum megin á landinu. Myndirn- ar eru svo sendar með pósti til við- komandi,“ útskýrir hann. Ekki eru eingöngu framkallaðar ljósmyndir í Framköllunarþjónustunni, heldur er einnig prentað á ýmis önnur efni. „Fólk lætur mikið prenta myndir á striga eða MDF plötur til gjafa. Við framköllum líka slides -myndir og meira að segja svart/hvítu mynd- irnar af gömlu glerplötunum,“ seg- ir Svanur. Hann bætir því við að eins geti þau lagað gamlar mynd- ir. „Við prentum einnig á álplöt- ur, „foam,“ boli og hitaþrykkjum á timbur. Auk þess erum við með ýmis konar boðskort og ekki má gleyma jólakortunum,“ útskýra hjónin. Þau eru með yfir fimmtíu tegundir af jólakortum í þremur stærðum á vefsíðunni sem fólk get- ur valið um. „Fólk sendir þá bara sinn texta og myndirnar með og við prentum. Eins er mikið um að fólk hanni kortin sín sjálf og þá þarf ekkert annað að gera en að prenta þau og skaffa umslög. Það er fljót- afgreitt og ódýrara,“ segir Svanur. Hann segir að framköllunarstöðum á landinu hafi fækkað í gegnum árin sem hafi leitt til þess að mikið sé að gera í desember. Sama verð í 13 ár Þrátt fyrir að tækninni hafi farið fram og flestir notist við stafrænar myndavélar í dag eru enn nokkrir sem nota filmumyndavélar. Gamla handbragðið er ekki langt und- an í Framköllunarþjónustunni og er fyrirtækið eitt fárra á landinu sem bjóða upp á filmuframköllun enn þann dag í dag. „Það eru allt- af nokkrir sem velja að nota film- urnar, þó þeir séu ekki margir. Það er kannski helst fullorðið fólk, enda er þetta besta geymslan á myndum fyrir það. Þeir sem eru vanir film- unni taka ekki of margar mynd- ir.“ Hjónin selja einnig filmur og einstaka sinnum slíkar myndavél- ar. „Fólk kemur jafnvel úr Reykja- vík til að fá filmur, enda erfitt að fá þær á landinu. Þá er einnig skort- ur á filmumyndavélum. Ég náði að redda tveimur svoleiðis vélum en þær eru báðar seldar. Krakkarnir eru farnir að vilja prófa filmuvél- ar. Börn og unglingar í dag þekkja þessa tækni varla, hafa sum aldrei séð þetta. En þeim finnst gam- an að taka myndir á filmuvélarn- ar, því þau geta ekki skoðað mynd- irnar strax. Sum hver eru jafnvel farin að framkalla myndirnar sjálf. Það er ekki svo langt síðan að það var kennt í skólum og margir sem kunna þetta,“ segir Svanur. Film- urnar flytja hjónin inn sjálf frá Bretlandi ásamt fleiri ljósmynda- vörum, svo sem ljósmyndapappír. „Við erum með góðan samning við pökkunarfyrirtæki í Bretlandi, sem endurpakkar Fuji ljósmyndavörum. Við höfum því náð að hafa sama verðlistann frá 2001, fyrir utan að stækkanir hafa hækkað örlítið.“ Framleiða dúnsængur Í Framköllunarþjónustunni er einn- ig boðið upp á aðrar vörur, á borð við fatnað og heimaunnar dúnsæng- ur. Elfa er í fullu starfi í fyrirtæki þeirra hjónanna og sér meðal ann- ars um fötin í versluninni. Áður var hún með annað fyrirtæki, alls óskylt Framköllunarþjónustunni. „Ég rak hárgreiðslustofu í 33 ár og hætti rekstrinum þar fyrr á þessu ári. Það var kominn tími til að breyta til eftir öll þessi ár í hárgreiðslunni,“ segir hún og brosir. Fyrir tveimur árum hófu þau sölu á útivistarfatn- aði frá íslenska merkinu Icewear. „Okkur fannst vanta útivistarfatn- að hér á góðu verði. Þetta eru há- gæða útivistarföt, sem henta vel ís- lensku veðurfari enda er þetta ís- lensk hönnun. Fötin eru frá fyr- irtækinu Drífu í Garðabæ, sem á vörumerkið Icewear og Víkurpr- jón í Vík í Mýrdal.“ Hún segir föt- in vinsæl og að salan á þeim hafi undið upp á sig sem leiddi til þess að þau séu að auka við sig í fatn- aðinum núna. „Við höfum í nógu að snúast. Þó að það dragist sam- an í einum lið, þá finnur maður sér meira að gera í öðrum,“ bæt- ir Svanur við. Hjónin láta ekki þar við sitja. Þau koma víða við og eru sjálf einnig í alíslenskri fram- leiðslu. „Við framleiðum heima- unnar æðardúnsængur ásamt fjöl- skyldu minni,“ segir Svanur. Hann segir fjölskylduna eiga land á Mýr- unum þar sem æðarfuglinn verpir. „Við tínum dúninn þar og hlúum að æðarvarpinu. Svo hreinsum við dúninn og fyllum í verin.“ segir Svanur. Það er því mörgu að snú- ast hjá hjónunum sem rekið hafa Framköllunarþjónustuna síðasta aldarfjórðunginn. Í tilefni af af- mælinu býður Framköllunarþjón- ustan 25% afslátt af allri mynd- vinnslu, Icewear fatnaði og Gler- ups skóm til 14. nóvember. grþ Svanur Steinarsson og Elfa Hauksdóttir hafa í nógu að snúast. Í versluninni selja þau meðal annars útivistarfatnað frá merkinu IceWear. Harpa Ingimundardóttir, Sædís Þórðardóttir og Svanur Steinarsson kát við af- greiðsluborð Framköllunarþjónustunnar fyrir jólin 1993. Ljósm. úr einkasafni. Svanur með myndir sem prentaðar hafa verið á striga í Framköllunarþjón- ustunni. Myndin til vinstri er af Borg á Mýrum snemma á síðustu öld en hin af málverki Einars Ingimundarsonar af Flatey. Ljósm. hlh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.