Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 Fórst þú á viðburð á Vökudögum? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Guðmundur Sigurðsson: Já, ég byrjaði á því að fara á Vita- kaffi og skoða sýningu bæjar- listamanna, síðan fór ég á ljós- myndasýningu Vitans. Ég fór líka á sýninguna í Sementsverk- smiðjunni og svo í Tónberg á tónleika þar sem Kór Akranes- kirkju og Sigríður Thorlacius fluttu lög Tómasar R. Einars- sonar. Benedikt Erlingur Guðmundsson: Nei, en ég fór til Reykjavíkur og sá óperuna Don Carlo. Helga Jóna Ársælsdóttir: Já, ég fór á Þjóðahátíðina og líka á sýninguna á Höfða. Þorgerður Benónýsdóttir: Nei, ég gerði það ekki. Þór Reynisson: Nei, ég var ekki á staðnum. Ég var í sveitinni á þessum tíma. Uppskeruhátíð Golfklúbbs Borg- arness var haldin í bækistöðvum klúbbsins í gamla sláturhúsinu í Brákarey sl. miðvikudag. Þar hef- ur Golfklúbbur Borgarness komið upp mjög góðri félags- og æfinga- aðstöðu, trúlega einni þeirri bestu á landsbyggðinni. Á uppskeruhátíð- inni undirrituðu meðal annars tveir efnilegir kylfingar afrekssamninga við Golfklúbb Borgarness, þeir Ant- on Elí Einarsson og Stefán Fannar Haraldsson. Við undirskrift samn- inganna sagði Guðmundur Daní- elsson, formaður unglinganefnd- ar klúbbsins, að vonandi liði ekki á löngu þar til fleiri samningar yrðu undirritaðir við efnilega kylfinga. Með þeim væri ætlunin að hvetja þá og hjálpa til að gera golf að sinni afreksíþrótt. Haraldur Már Stef- ánsson framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Borgarness og unglinga- þjálfari segir að með afrekssamn- ingum sé golfklúbburinn að marka stefnu að verða fyrirmyndaríþrótta- félag sem styður sitt afreksfólk og hvetur. Haraldur sagði í samtali við Skessuhorn að um tuttugu börn og unglingar iðkuðu golf í Borgar- nesi. Um helmingur þess hóps æfði mjög vel með það að markmiði að ná langt í íþróttinni. Á uppskeruhátíðina var m.a. mættur Úlfar Jónsson landsliðs- þjálfari og margfaldur Íslandsmeist- ari í golfi. Úlfar og Bjarki Pétursson Borgnesingur og einn besti kylfing- ur á landinu í dag fluttu fræðsluer- indi þar sem þeir sögðu frá sínum ferli og því mikilvægasta sem ung- ir kylfingar þurfa að huga að. Bæði erindin voru mjög fræðandi og án efa kærkomin fyrir áhugasama unga kylfinga í Golfklúbbi Borgarness. Grunntónninn hjá báðum fyrir- lesurunum var að æfingin skapar meistarann og stuðningur frá for- eldrum og klúbbnum skiptir gríð- arlega miklu máli. Markmið, trú og vilji var meðal þess sem Úlfar Jóns- son lagði áherslu á í sínu erindi. Í lok uppskeruhátíðarinnar var stutt æfing og pizzuveisla. Bjarki stefnir á atvinnumennsku Bjarki Pétursson hefur sett stefnuna á atvinnumennsku. Hann á að baki mjög gott sumar í golfinu, stóð sig vel bæði á mótum hér heima og er- lendis en hann er í karlalandsliðinu í golfi. Bjarki varð annar í heildina á Eimskipsmótaröðinni í sumar og er sem stendur annar í röð íslenskra karlkylfinga á heimslista áhuga- manna. Nýlega barst Bjarka boð um að koma til Þýskalands og æfa og spila með golfklúbbnum Wann- see í Berlín. Bjarki sagði í samtali við Skessuhorn hafa mikinn áhuga fyrir því að fara til Þýskalands og yrði það góður undirbúningur fyr- ir að fara í háskólagolfið og nám í Bandaríkjunum næsta haust. „Ég fer í febrúar til Berlínar og verð þar í mánuð til að byrja með að kíkja á aðstæður. Síðan reikna ég með að flytja út næsta vor ásamt kærust- unni minni. Það er síðan ákveðið að ég fari í háskóla næsta haust í Ohio í Bandaríkjunum ásamt félaga mín- um og stórkylfingnum Gísla Svein- bergssyni í GK,“ segir Bjarki. Hann býst við að spila lítið á mótum hér á landi næsta árið. „Ég stefni þó á að koma heim og spila á einhverj- um mótum fyrir klúbbinn og með landsliðinu,“ segir Bjarki. þá Ungir kylfingar undirrituðu afrekssamninga á uppskeruhátíð GB Hausthátíðinni Vökudögum á Akra- nesi lauk síðastliðinn sunnudag eftir fjölbreytta dagskrá í tíu daga. Óhætt er að segja að margt hafi verið að sjá og heyra á hátíðinni enda var úr- val afþreyingar og listar í boði og hátíðin því vel sótt af bæjarbúum. Ljósmyndarar Skessuhorns sóttu marga af þeim viðburðum sem fóru fram á þessum tíu dögum, líkt og sjá mátti í síðasta tölublaði Skessu- horns. Í liðinni viku hélt menning- arveislan áfram með ýmsum við- burðum. Bókasafn Akraness fagnaði 150 ára afmæli og ýmsir tónleikar voru haldnir ásamt fleiru. Um síð- ustu helgi var sýnd leiksýning í Bíó- höllinni, haldið eldsmíðanámskeið í Smiðjunni í Görðum og Þjóðahátíð Vesturlands fór fram í Íþróttahús- inu við Vesturgötu. Hér má sjá svip- myndir frá nokkrum viðburðanna sem fram fóru í vikunni sem leið. grþ/ Ljósm. ki. Hópurinn sem var samankominn á uppskeruhátíðinni.Guðmundur Daníelsson handsalar afrekssamninga við þá Anton Elí Einarsson og Stefán Fannar Haraldsson. Bjarki Pétursson flutti fræðsluerindi sem og Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Uppskeruhátíðin endaði með æfingu í góðri æfingaaðstöðu í gamla slátur- húsinu. Dagskrá Vökudaga lokið Eldsmiður að störfum í Smiðjunni að Görðum. Fjölmenni var á fölskyldusöngstund sem haldin var í bókasafninu síðastliðinn föstudag. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi færði Halldóru Jónsdóttur, forstöðumanni Bókasafns Akraness, afmælisgjöf frá Akraneskaupstað í tilefni 150 ára afmælis bókasafnsins 6. nóvember síðastliðinn. Dansarinn Manora dansar tælenskan dans á Þjóðahátíð Vesturlands. Trommarinn Paul Ramses frá Kenýa kom fram á Þjóðahátíð Vesturlands. Sýningin „Breiðin okkar“ var opnuð síðasta laugardag í Akranesvita. Þar eru sýnd verk frá elstu deildum leikskólanna á Akranesi eftir heimsókn þeirra á Breiðina. Sýningin verður í vitanum fram á haust 2015.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.