Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2014 Ákveðið hefur verið að loka tjaldsvæðinu í Fossatúni. Svæðið var opnað árið 2005 með áherslu á rafvæðingu, af- þreyingarmöguleika og góðan að- búnað - fyrsta fimm stjörnu tjald- svæði landsins. Reksturinn hefur gengið ágætlega öll árin auk þess sem umhverfið er orðið gróið og skjólgott. Það virðist því skjóta skökku við að hætta rekstrinum. Ákvörðunin snýst um þær sam- keppnisaðstæður sem ríkja á rekstri tjaldsvæða á Íslandi og framtíð- arhorfur. Það gilda tvenns kon- ar leikreglur: Annarsvegar fyrir einkaaðila sem þurfa að afla tekna til að láta reksturinn ganga upp og greiða sinn skatt af hagnaði. Hins- vegar fyrir ríkið og sveitafélög, sem niðurgreiða rekstur sinn með skattpeningum og öðrum íviln- unum. Þessir opinberu aðilar eru markaðsráðandi og halda mark- aðinum sem lágvöruverðsmarkaði t.d. með þátttöku í Útilegukort- inu og lágu gjaldi fyrir aðgengi og þjónustu. Okkur í Fossatúni finnst ekki forsvaranlegt að halda áfram uppbyggingu og eflingu tjaldsvæð- is okkar á grunni þessara ójöfnu samkeppnisaðstæðna. Því höf- um við ákveðið að einbeita okk- ur að rekstri herbergjagistingar og veitingahúss. Sá reksturhefur ver- ið afar ánægjulegur, en ánægja er mikilvægur þáttur þess að standa vel að ferðaþjónustu. Brotthvarf af vettvangi óeðlilegra og óásætt- anlegra leikreglna og uppbygging á grunni almennra samkeppnis- reglna er því rökrétt niðurstaða. Ákvörðunin hefur verið í far- vatninu í nokkurn tíma. Erfitt verður að horfa til ónotaðra fjár- festinga og meina fólki aðgengi að svæðinu eins og raunin verð- ur næsta sumar. Að auki: missir fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vesturlandi þar sem við erum virkir þátttakendur en þurfum nú að stíga skref til baka. Koma tímar koma ráð. Við bundum vonir við að svo- kallaðir fagaðilar myndu beita sér á móti ójöfnum samkeppnisaðstæð- um þessa kima ferðaþjónustunn- ar. Því miður hafa Samtök ferða- þjónustunnar daufheyrst þrátt fyr- ir ábendingar og því hvíslað að margir þar telji tjaldsvæðisrekstur best kominn í höndum opinberra aðila. Forstjóri Samkeppniseftir- litsins réttlætti nýlegar aðgerð- ir gagnvart MS og sagði: „Það er einfaldlega þannig að eitt af hlut- verkum Samkeppniseftirlitsins, samkvæmt samkeppnislögum, er að benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra samkeppn- isaðila að markaði, eins og það er orðað í 8. grein laganna.“ Gott og vel. En þetta á ekki við um oln- bogabarn ferðaþjónustunna, tjald- svæðisrekstur. Afstaða Sambands íslenskra sveitafélaga er furðuleg. Formað- urinn Halldór Halldórsson skrif- aði pistil fyrir ári síðan undir fyrir- sögnininni: „Hærra hlutfall tekna ferðaþjónustu á Íslandi þarf að renna til sveitafélaga.“ Kanntu annan? Á sem sagt að umbuna sveitafélögum fyrir að stunda nið- urgreiðslur á ferðaþjónustustarfs- semi? Framferði sem dregur til landsins erlenda ferðamenn drekk- hlaðna vistum og varningi og skilja varla nokkuð eftir nema skítinn úr sjálfum sér. Það er ekki skrítið þó tekjur af meðaltals erlenda ferða- manninum hafi minnkað síðustu ár. Hvort heldur ræður: ákveð- in stefnumótun eða sinnuleysi, þá er ljóst að áframhaldandi þróun á þessu sviði mun leiða til þess að einstaklingar geta eingöngu stund- að tjaldsvæðisrekstur með algjörri lágmarksþjónustu eða alls ekki. Er ekki tímabært að þeir sem eiga að sjá um að varða veginn til framtíð- ar ferðaþjónustu, horfi til heildar- innar og kveiki á framljósunum? Steinar Berg, ferðaþjónustubóndi í Fossatúni Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 SK ES SU H O R N 2 01 4 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Bíldshöfða 12 • Reykjavík • 587 6688 • www.fanntofell.is fanntofell@fanntofell.is • facebook.com/fanntófell-ehf BORÐPLÖTUR - SÓLBEKKIR Framleiðum eftir óskum hvers og eins Mikið úrval efna, áferða og lita SK ES SU H O R N 2 01 4 Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 Pennagrein Lok, lok og læs Baráttudagur gegn einelti um liðna helgi Laugardagurinn 8. nóvember var helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Dagurinn var hins vegar haldinn hátíðlegur víða í skólum landsins á föstudag, til að skólafólkið gæti nýtt virkan dag hjá sér til að huga að málefninu. Á skólalóð Brekkubæjarskóla á Akra- nesi hittust nemendur skólans og nemendur leikskólans Teigasels og trommuðu í sjö mínútur. Eina mín- útu fyrir hvern dag vikunnar án ein- eltis. Þá horfðu nemendur Brekku- bæjarskóla einnig á forvarnastutt- myndina Stattu með þér!, sýnd var leiksýning og nemendur í unglinga- deild hlýddu á fyrirlestur sem teng- ist málefninu. Markmið með baráttudeginum gegn einelti er að vekja sérstaka at- hygli á málefninu og hversu alvar- legt einelti er. Í tengslum við daginn 2011 undirrituðu fulltrúar stjórn- valda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana þjóðarsátt- mála gegn einelti og lýstu þar með vilja sínum til að leggja málefninu lið. Sáttmálinn er því grunnur að frekari vinnu þeirra sem undirrit- uðu hann í Höfða 2011. Baráttu- dagurinn gegn einelti var því hald- inn hátíðlegur í fjórða sinn í ár. grþ Þessi unga stúlka í Brekkubæjarskóla sló einbeitt taktinn gegn einelti á leikafangatrommuna sína á skólalóðinni á föstudaginn. Allir nemendur Brekkubæjarskóla og leikskólans Teigasels söfnuðust saman og trommuðu í sjö mínútur. Jólin nálgast í verslunum Vestlendinga Tíminn líður hratt. Nú eru rétt um sex vikur til jóla og jólaversl- unin er því að fara af stað. Nokkr- ar verslanir á Akranesi höfðu opið lengur eitt kvöld í síðustu viku þar sem viðskiptavinir áttu kost á að gera góð kaup. Þar á meðal voru verslanirnar Blómaval/Húsasmiðj- an og Módel. Hjá Blómavali og Húsasmiðjunni var árlegt Konu- kvöld á meðan Módel bauð upp á sitt árlega Kúnnakvöld. Troðfullt var útúr dyrum hjá báðum versl- unum. mþh Tveir hressir jólasveinar sáust í Húsasmiðjunni á Akranesi. Ljósm. ki. Viðskiptavinir skoða úrvalið hjá Módel á Akranesi. Ljósm. ki. Skottsala í Grundarfirði Veitingastaðurinn RúBen og versl- unin Blossi í Grundarfirði stóðu fyrir svokallaðri skottsölu síðasta fimmtu- dag. Þá bauðs fólki að koma með nýj- an og notaðan varning og selja. Upp- átækið heppnaðist bærilega og var mikið úrval af allskyns fatn- aði og öðrum varningi. Einn- ig voru RúBen og Blossi með ýmis kræsileg tilboð í tilefni af skottsölunni. tfk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.