Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Side 9

Fjarðarpósturinn - 18.09.2014, Side 9
www.fjardarposturinn.is 9 Fimmtudagur 18. september 2014 Bræðrafélagið Bræðrafélag kirkjunnar styð­ ur dyggilega við söfnuð inn og starfið með ýmsum verklegum framkvæmdum og fyrir dyrum stendur að fylla milli hellna við safnaðar heimilið, kirkjuvarsla og fleiri verkefni. Bræðrafélagar munu hittast þann 27. september kl. 10 í safn­ aðarheimilinu. Allir vel komn ir. Margir Fríkirkjugestir í Hafn­ ar firði þekkja Hörð kirkjuvörð Guðmundsson sem staðið hefur vaktina í kirkjunni undanfarna áratugi, eða frá 1993. Fram að því hafði hann unnið ýmis við­ vik og viðhaldsverkefni fyrir söfn uðinn og það sama gilti þá og nú, aldrei vill Hörður taka neitt fyrir vinnu sína. Nema, jú, hann fær greitt fyrir kirkjuvörslu í jarðarförum en lætur það renna beint inn á reikning safnaðarins! Hörður varð 85 ára á þessu ári og er aðeins farinn að rifa seglin í starfinu. Hann sést þó enn við ýmsar athafnir og er enn hinn formlegi kirkjuvörður Fríkirkj­ unnar í Hafnarfirði. Hörður er lærður húsgagnasmiður og þeg­ ar þessar línur eru skráðar situr hann úti í skúrnum sínum við Holtsgötuna og smíðar dúkku­ vagna handa vinum og ættingj­ um. Þetta eru fallega rauðir vagnar og vandað handbragðið leynir sér ekki. Hann hefur starfað með fimm prest um við kirkjuna: Guð­ mundi Óskari Ólafssyni, Magn­ úsi Guðjónssyni, Bernharði Guð mundssyni, Einari Eyjólfs­ syni og Sigríði Kristínu Helga­ dóttur. Hörður var skírður og fermdur af Jóni Auðuns en Krist inn Stefánsson gaf þau Jó­ hönnu, eiginkonu Harðar, sam­ an. Má því segja að fríkirkjublóð renni um æðar Harðar en for­ eldrar hans, þau Guðmundur Guð munds son og Guðrún Sig­ ur bergsdóttir voru í söfn uðinum alla tíð frá því þau fluttu til Hafnarfjarðar. Þau bjuggu að Selvogsgötu 22 og áttu hesthús hinum megin við vegginn, við Holtsgötuna. Hörður sótti því um þá lóð fyrir íbúðarhús sitt þar sem þau Jóhanna hafa búið alla sína hjú­ skapartíð en hesthúsin voru flutt að Kaldárselsvegi. Gerði uppreisn Hörður man vel eftir ferm­ ingunni sinni og Óla (löggu) bróður síns en þeir fermdust saman þótt þeir væru hvor á sínu ári til að spara þannig að að eins þyrfti að halda eina veislu. „Já, ég gerði uppreisn þá! Mamma hafði keypt hatta á okkur bræðurna og það stóð fuglsfjöður upp úr þeim. Hún var auðvitað að gera voða flott og gott fyrir okkur en þessa hatta vildum við alls ekki bera. Og ég hafði mitt fram í þessu eins og öðru,“ segir Hörður og hlær við. Hann segir fermingarveisluna hafa verið glæsilega og gefur ekki mikið fyrir tal um að slíkum veisluhöldum hafi vaxið ásmegin undanfarin ár. Það var fjölmenni og meira að segja fengnar konur til að sjá um allt tilstandið. Prestarnir, sem fyrr voru nefndir, eru Herði minnisstæðir allir en hann segir að honum hafi komið einna best saman við Guðmund Óskar Ólafsson. „Já, ég segi stundum við Einar að hann sé hér um bil að ná Guð­ mundi. Það er auðvitað í gríni, Einar er löngu búinn að ná honum,“ segir Hörður og kímir við. Allt Jóhönnu að þakka Klaustrið við Ölduslóð er Herði og Jóhönnu sérstaklega hugleikið en hann er einn af örfáum karlmönnum sem hafa fengið að stíga þar inn fyrir dyr. „Ég hef smíðað mikið fyrir þær og við höfum ræktað þetta sam­ band mjög vel við Jóa en hún á í rauninni allan heiður af því hvernig til hefur tekist. Eins og með annað. Jóa hefur alltaf stutt dyggilega við mig í öllu þessu starfi þótt engir peningar hafi fengist fyrir það. Hún hefur eiginlega frekar hvatt mig en latt í því.“ Hörður segist ekki „ofsa­ trúaður“ maður en hann segist þó hafa beðið til Guðs í vand­ ræðum sínum. „Mér finnst starf­ ið allt í kirkjunni okkar hafa þróast á góðan veg, það er mun stærra og meira en áður var. Ég nefni sérstaklega barnastarfið, prestana og tónlistarfólkið. Mér finnst til dæmis Krílasálmarnir eitthvað það hátíðlegasta sem ég hef upplifað í kirkjunni og með því fallegra sem gert er.“ Hann er þó ekki viss um himna ríkið. „Ég býst svo sem ekki við neinu þegar það slokkn ar á mér. Engar grænar grundir. Þannig að það mun þá bara koma mér þægilega á óvart. En mér finnst gott að vera með öllu þessu góða fólki og það er eitt af því sem er gott við að verða gamall: Það eru allir svo góðir við mann,“ segir öðl­ ingurinn Hörður Guðmundsson og brosir með öllu andlitinu. Hugfanginn af barnastarfinu Hörður kirkjuvörður 85 ára Hörður unir sér vel á smíðaverkstæðinu. Jóhanna og Hörður við safnaðarheimili Fríkirkjunnar. Feðginin Örn og Kristjana Margrét taka létta æfingu fyrir kirkjukórsæfingu. Sigga undirbýr fermingarfræðslu. Einar og Hörður. Björn Andri í fangi afa síns. Erna og Thelma Hrönn sjá um Krúttakórinn. Nokkrar myndir af Facebooksíðunni okkar Kórinn Fríkirkjukórinn er skemmtilegur félagsskapur fólks sem syngur í kirkjunni við ýmsar athafnir. Æfingar eru á miðvikudagskvöldum. Nánari upplýsingar veitir Örn tónlistarstjóri, orn@frikirkja.is og 565 3430. Fréttabréf Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Ábyrgðarmaður: Jóhann Guðni Reynisson

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.