Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2014
Það hefur verið hressilegt í
Hafnarfirði undanfarið. Gatnakerfið
á Völlum fékk falleinkunn og snjó
ruðningstæki voru innlyksa vegna
þess. Veðrið var þó þannig að
margir hefðu betur setið heima og
notið þess að heyra gnuðið fyrir
utan með kakóbolla í hönd. Svona dagar hafa ekki verið
margir en við erum farin að gera kröfur til þess að geta farið
hvenær sem er á smábílum út um allt. Kannski á það ekki
að vera svoleiðis? Hins vegar getur þetta kennt okkur
ýmislegt um veghönnun í þéttbýli og hvernig má á
einfaldan hátt hindra að allt lokist við minnsta skafrenning.
Sumir eru reyndar orðnir svo veðurhræddir og löngu
hættir að geta lesið í veðrið og umhverfið og því var
Jólaþorpið lokað þegar fánar bærðust vart á flaggstöngum.
Norðanátt er uppáhaldsátt Hafnfirðinga, alla vega þeirra
sem búa í miðbænum og í skjóli af hrauninu. Þetta hafa
menn vitað frá því Hafnarfjörður fyrst byggðist. En þetta
hefur örugglega verið lexía fyrir suma og Jólaþorpið
verður opið framvegis þó eldi og brennisteini rigni. Þannig
á það líka að vera. Á sama tíma og Jólaþorpið var lokað
sprettu hlauparar úr spori í Kaldárhlaupinu og skátar
skemmtu sér í góðviðrinu við bálköst við Hvaleyrarvatn.
Hafnarfjörður stendur á tímamótum. Með hríðarkófinu
hefur fennt á baksýnisspegilinn og Hafnfirðingar sjá bara
fram á veginn. Bjartsýni er nú meiri en oft áður en með
bjartsýninni komumst við áfram. Með bjartsýni og frjórri
hugsun verður miðbærinn lifandi, hverfi bæjarins blómstra
með öflugri þátttöku íbúa sem finna ótal leiðir til að bæta
nærumhverfi sitt. Hafnfirðingar verða ánægðari með
hlutskipti sín og bæjarfélag án þess að drepast úr monti
sem fer okkur ekkert sérstaklega vel. Það laðar að – bæði
gesti og nýja íbúa og þá vex bærinn okkar og dafnar –
okkur öllum til hagsbóta.
Nú líður að jólum Fjarðarpósturinn kemur næst út 8.
janúar, á sínu 33. útgáfuári. Rekstrarumhverfi prentmiðla
hefur ekki verið hagstætt undanfarið og á sennilega ekki
eftir að batna. Bæjarblöð eru mikilvægur þáttur í
menningar og atvinnulífi hvers bæjarfélags. Bæjarfélög,
fyrirtæki og félög geta nýtt slík blöð til framdráttar góðu
menningar og atvinnulíf en slíkt gerist ekki nema með því
að þau séu nýtt sem auglýsingamiðill líka. Blöðin njóta
engra styrkja og hart er barist á markaðnum.
Fjarðarpósturinn óskar bæjarbúum, lesendum öllum og
viðskiptavinum gleðiríkrar jólahátíðar og þakkar ánægju
legt samstarf á árinu sem er að líða.
Við horfum björtum augum á nýtt ár – nýtt ánægjulegt ár
í Hafnarfirði.
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Útfararskreytingar
kransar, altarisvendir,
kistuskreytingar,
hjörtu
Bæjarhrauni 26
Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848
www.blomabudin.is
Sunnudaginn 21. desember
Sunnudagaskóli kl. 11
Jólastund
Gospelguðsþjónusta kl. 20
Prestur er sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir.
Aðfangadagur, 24. desember
Hátíðarguðsþjónusta
barna kl. 14
Aftansöngur kl. 18
Jóladagur, 25. desember
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Annar í jólum, 26. desember
Hlaupamessa kl. 10.30
Síðan verður Kirkjuhlaupið. Kakó og kökur á eftir.
Allir velkomnir.
Sunnudagur 28. desember
Messa kl. 11
Áslaug Helga Hálfdánardóttir syngur einsöng.
www.astjarnarkirkja.is
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
Inger Rós Ólafsdóttir
Sunnudagurinn 21. desember
Jólaball í Jólaþorpinu
á Thorsplani kl. 11
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Allir hjartanlega velkomnir.
Aðfangadagur, 24. desember
Aftansöngur kl. 18
Fríkirkjukórinn leiðir söng
undir stjórn Arnar Arnarsonar.
Kirstín Erna Blöndal syngur einsöng.
Organisti Skarphéðinn Þór Hjartarson.
Jólasöngvar á jólanótt
kl. 23.30
Hljómsveit kirkjunnar leikur. Inga Dóra
Hrólfsdóttir leikur á flautu. Sönghópur
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði syngur en hann
skipa að þessu sinni: Thelma Hrönn
Sigurdórsdóttir, Inga Dóra Hrólfsdóttir,
Örn Arnarson og Benedikt Ingólfsson.
Gamlársdagur, 31. desember
Aftansöngur kl. 18
Fríkirkjukórinn leiðir söng
undir stjórn Arnar Arnarsonar.
Kirstín Erna Blöndal syngur einsöng.
Organisti Skarphéðinn Þór Hjartarson.
Fylgist með okkur á www.frikirkja.is.
Með ósk um gleðileg jól
og farsælt komandi ár.
Fríkirkjusöfnuðurinn
í Hafnarfirði
www.frikirkja.is
Firði • Sími 555 2056
Opið til jóla
Gjafabréf
með 20% afslætti í desember!
Litun og plokkun
4.300,- litun á brúnum, augnhárum og vax
18.-19. des. kl. 10-20
20. des. kl. 10-18
21. des. kl. 12-18
22. des. kl. 10-22
23. des. kl. 10-23
24. des. kl. 10-13
Sápubúðin
2. hæð í Firði
20% afsláttur
á öllum jólavörum og gjafa
settum frá Arran Aromatics
Komdu og
fáðu frábærar
vörur á mjög
góðu verði
Fyrstu kemur – fyrstur fær