Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2014 Miðvikudaginn 10. desember hélt nemendaráð Víðistaðaskóla, ásamt nemendum í 10. bekk jólabingó fyrir alla í matsal skólans. Jólasveinarnir gáfu sér tíma til að líta inn og taka þátt. Í desember er nemendum hugsað til þeirra sem minna mega sín og vildu þeir leggja sitt af mörkum fyrir þá. Nemendur voru duglegir að safna vinn­ ingum og stóðu vel að öllum undir búningi og unnu vel saman. Jólabingóið heppnaðist sérlega vel í ár. Það söfnuðust um 170.000 kr og tók séra Halldór Reynisson við ágóðanum og mun hann sjá um að koma honum til þeirra sem þess þurfa. Peningarnir eiga eftir að koma sér vel. Vilja nemendur koma á framfæri þökkum til allra sem styrktu þetta góða málefni með vinn ingum, þátttöku og aðstoð. Krefjast þess að Landsnet fjarlægi raf­ línur Ályktun í bæjarstjórn Óbreytt staða á rafmagnslínum í landi Hafnarfjarðar hamlar eðlilegri framþróun sveitar­ félags ins. Bæjarstjórn Hafnar­ fjarðar leggur áherslu á mikil­ vægi þess að Hamraneslínur verði fjarlægðar og að samkomu­ lagi frá 25. ágúst 2009 um fram­ kvæmdir á flutningskerfi raforku innan lögsagnarumdæmis Hafn­ ar fjarðar verði hrint í fram­ kvæmd. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir álit bæjarstjóra sem kemur fram í bréfi til Landsnets hf. dags. 2. des. sl. Bæjarstjórn tekur ennfremur undir ósk bæjar­ stjóra til Lands nets að félagið geri Hafnar fjarðar bæ ítarlega grein fyrir eftirfarandi: Í fyrsta lagi hverjar þær breyttu aðstæður séu sem leitt hafa til þess að áætlanir Landsnets hafa breyst. Í öðru lagi hvernig þessar breyttu aðstæður teljist verulegar varðandi efnahagslegar for­ sendur verkefnisins. Í ljósi áhrifa þess sem þetta hefur á bæjarfélagið er nauð­ synlegt að Landsnet geri grein fyrir þessu. Bæjarstjórn Hafnar­ fjarðar telur ekki augljóst að mögulegar breytingar hafi áhrif á alla framkvæmdina því ólíkar forsendur geti verið fyrir mis­ munandi hlutum hennar. B æjarstjórn Hafnarfjarðar kallar eftir viðræðum að nýju á gundvelli 4. mgr. 6 gr. sam­ komulags Hafnarfjarðar og Lands nets frá 25. ágúst 2009 en þar kemur fram að aðilar skuli taka upp viðræður um málið, komi þessi staða upp, til að lágmarka tjón aðila. Söfnuðu 170 þús. kr. Nemendur gefa fé til þurfandi Sr. Halldór tekur við fénu. Fjölmennt var og góð stemmning í salnum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.