Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Blaðsíða 24
24 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2014
heyra og finna fyrir þessum krafti
og áræðni að bregðast við ákalli
nýrra tíma. Við þetta tækifæri
ákváðu nokkrir félagar að sína í
verki stuðning við þessar
bygging ar framkvæmdir með því
að greiða ákveðna upphæð á
mán uði í byggingasjóð og vonuð
umst til að fleiri myndu koma á
eftir. Rúnar Brynjólfsson sálugi
sagði mér síðar að það hefði ekki
orðið raunin. Ef til vill hefur
sjálfboðavinna verið það sem
menn lögðu fram til þeirrar
byggingar. Löngu síðar áttum við
Rúnar samtal um starfsemina í
Hraunbyrgi 3, þar sem hann sagði
um flutninginn í þetta nýja og
glæsilega heimili að hann hefði
verið með ágætum en hinn góða
anda frá Hraunbyrgi 2 hefði ekki
verið hægt að flytja og hann
saknaði þess. Þetta var semsagt
sama sagan sem við upplifðum
þegar við fluttum frá Strand götu
skálanum uppí Hraunbyrgi 2.
Líklegt er að á svona tímamótum
skynjum við áfangaskiptin sér
staklega sterkt.
Núverandi Hraunbyrgi við Víðistaðatún.
Framhald af bls. 23
L7: söngur snáksins heitir
nýútkomin skáldsaga eftir tvo
hafnfirska höfunda; þau Eyrúnu
Ósk Jónsdóttur og Helga
Sverrisson. Söngur snáksins er
sjálfstætt framhald bókarinnar
Hrafnar, sóleyjar og myrra. „Við
róum á svipuð mið og höldum
áfram að segja frá Láru en hún er
auðvitað eldri í nýju bókinni. Við
vorum alltaf ákveðin að halda
áfram vinna með þessar persónur
og við erum byrjuð að vinna að
þriðju bókinni,“ segir Helgi
Sverrisson í samtali við Fjarðar
póstinn.
Eyrún Ósk og Helgi hafa
unnið saman að skáldsagnagerð,
leik ritun og heimildamyndagerð
um árabil. Síðustu misserin hafa
þau að mestu helgað leikritun og
má nefna að verk þeirra Doría
vann til aðalverðlauna á Act
Alone leiklistar hátiðinni fyrir
skemmstu.
Söng snáksins er lýst sem
æsispennandi sögu fyrir börn og
unglinga. „Það er rétt, sagan er
glæpa og spennusaga ætluð
þessum aldurshóp. Við gerum
samt meira en að bjóða bara upp
á spennu því við fléttum inn
siðferðislegum spurningum. Í
Hröfnum, sóleyjum og myrru
veltum við upp spurningum um
dauðann og sorgina en í Söng
snáksins skoðum við hina hár
Eyrún og Helgi við kvikmyndagerð í miðbæ Hafnarfjarðar.
Er í lagi að ræna banka?
Eyrún Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverrisson hafa sent frá sér barna- og
unglingabókina L7: söngur snáksins
óskar þér og fjölskyldu þinni
gleðilegra jóla og
góðrar heilsu á komandi ári
Þökkum viðskiptin á árinu
Ef þú hefur ekki tíma
fyrir heilsuna í dag
hefur þú ekki heilsu
fyrir tíma þinn á morgun Ásmegin / Ásvallalaug / www.asmegin.net / Í samstarfi við
fínu línu sem getur verið á milli
þess sem er rétt og rangt,“ segir
Helgi.
Lára stendur enda frammi fyrir
erfiðri spurningu í Söng snáksins.
Hún vinnur að söfnun fjár fyrir
munaðarleysingjahæli í Eþíópíu
en svo fer að bankinn stelur pen
ingunum. „Er í lagi að ræna
banka sem hefur rænt þig og
þegar líf barna liggur við? Lára
stendur frammi fyrir þessari
spurningu og af stað fer spenn
andi atburðarás,“ segir Helgi og
bætir við að ekki sé hægt að fara
nánar út í söguþráðinn til þess að
skemma ekki spennuna fyrir
væntanlegum lesendum. Margt
muni gerast og útkoman sé alls
óviss.
Sögusviðið er eins og í fyrri
bókinni Hafnarfjörður. „Það er
einfaldlega sá staður sem við
þekkjum vel, bæði fædd hér og
uppalinn, svo er Hafnarfjörður
fyrir taks bær fyrir spennandi
atburði.“
Næsti Fjarðarpóstur kemur út 8. janúar 2015
Skátaheimlin þrjú
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Mikið úrval
fyrir herra!