Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Blaðsíða 23
www.fjardarposturinn.is 23FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2014
Skátaskálinn við Strandgötu
sem við kölluðum Hraunbyrgi var
áður veitingaskáli við Kleifarvatn
en var svo fluttur til bæjarins og
rekinn sem hressingarskáli um
tíma. Það varð svo að ráði 1947
að Hraunbúar keyptu
skálann að frumkvæði
Eiríks Jóhann es sonar,
Gunnars Bjarna sonar
og Ólafs Guð munds
sonar fyrir 37 þúsund
krónur.
Við lagfæringu á
honum mæddi mikið á
Herði Guðmundssyni
og fleirum. Allir þessir
aðil ar störfuðu af mikl
um krafti og voru burð ar ásar í
Hraunbúum í áraraðir. Þessi skáli
varð svo heim ili kraftmikils starfs
fram til ársins 1961 og var
mörgum sárt þegar starfsemin var
flutt í nýtt félagsheimili.
Þegar talað er um Hraunbyrgi 1
er það auðvitað gamli Hress
ingarskálinn við Strandgötu sem
Skátafélagið Hraunbúar eignaðist
og var einstaklega vel staðsettur
miðsvæðis í bænum og þangað
lágu mörg spor. Í mörg ár höfðu
bílstjórar strætisvagna Landleiða
salernisaðstöðu þar enda hagstætt
þar sem þetta var endastöð þeirra.
Húsaskipan var ekki flókin, eitt
stórt rými með góðri forstofu. Út
frá aðal húsinu var viðbygging.
Þar var snyrting, kolageymsla og
svo eldhús, þar var líka kolaofn til
að hita skálann upp. Í minningunni
var alltaf góður hiti í skálanum,
hreint og snyrtilegt. Þessari hlið
málanna er ekki hægt að minnast
öðruvísi en að tala um þann sem
sá um þetta í sjálfboðavinnu, en
það var Eiríkur Jóhannesson sem
var starfsmaður Jósefsspítala í
Hafnarfirði hann sá um skálann
daglega, kveikja upp, þrífa og
bæta á ofninn oft á dag. Eiríkur á
spítalanum eins og hann var
kallaður meðal skáta hafði oft
stöðu sem læknir á Vormótum.
Það var líka til annar Eiríkur í
Hafnar firði vel þekktur og var
vin sæll heimilislæknir sem gekk á
hverjum degi um bæinn að vitja
sjúkl inga sinna og þar á meðal á
Jósefspítala. Ein lítil
saga er til um
misskilning sem þetta
olli. Ung skátastúlka frá
Reykjavík kynntist
manns efni sínu sem var
Hafn firðingur þau hófu
búskap í Hafnarfirði og
eitt fyrsta sem þau
hjónakornin gerðu var
að velja sér heimilis
lækni, þar sem
eiginmaðurinn og fjölskylda hans
hafði alla tíð verið með þennan
góða heimilislækni, Eirík, var það
kærkomið fyrir þá reykvísku að
samþykkja hann. Hún hafði svo
oft heyrt meðal skáta talað um
Eirík á spítalanum sem oft og
iðulega hafði verið læknir á
Vormótum Hraun búa. Á fyrsta
Vormótinu sem hún fór á var
henni sagt að læknir Vor mótsins
yrði Eiríkur á spítalanum og varð
hún afskaplega sátt við það og
fann til öryggis að vita að Eiríkur
væri læknir á þessu fyrsta vormóti
hennar. Þegar hún mætti svo
Eiríki á spítalanum í sjúkra
tjaldinu á vormótinu gerði hún sér
ljóst að Eiríkur á spítalanum var
ekki Eiríkur læknir sem hafði
reyndar daglega viðkomu á spítal
anum að vitja sjúklinga sinna.
Hraunbyrgi 2
1959 var hið árlega Vormót
Hraunbúa haldið, sem var það
tuttugasta í röðinni. Það var mikill
hugur í nýskipaðri vormótsnefnd
að gera þetta mót glæsilegt.
Vormótsnefnd vann ötuglega að
öllum undirbúningi. Helgadalur
var kortlagður og skipulagðar
tjaldbúðir fyrir mikinn fjölda. Það
átti að mynda smá tjaldbúða
þyrpingu fyrir gesti, skátasveitir
og gestkomandi í aðskildar tjald
búðir. Kynningarbæklingur var
gerður til dreifingar í nágranna
skáta félögin og annar hefð bund
inn undirbúningur. Eitt nýmæli
var ráðist í sem olli straumhvörfum
þegar frá leið en það var sú
ákvörðun að fara til Bessastaða og
banka uppá og bjóða forseta að
heimsækja Vormótið. Sú heim
sókn var jákvæð og eftirminnileg.
Við þetta óx okkur áræði og heim
sóttum við biskup yfir Íslandi og
buðum honum líka á vormótið.
Það gekk svo eftir að þeir
heiðruðu okkur með því að mæta
á Vor mótið. Þetta spurðist fljótt út
í Hafnarfirði hvað til stæði og
þótti með ólíkindum. Allt í einu
vorum við komin í fókus í
bænum. Það var því auðsótt mál
þegar ég færði það í tal við Geir
Gunnarsson skrif stofustjóra
bæjarins að bær inn lagfærði
vegaspotta upp að Helgadal svo
bifreiðar gestanna gætu komist
alveg uppí í Helga dal. Við þessi
samskipti mín við Geir varpaði
hann fram þeirri hugmynd að
Hraunbúar tækju yfir gamla hús
Bæjarútgerðar Hafnar fjarðar sem
staðið hafði á tunnum vestur í
Svendborg í ein hvern tíma og
menn vissu eiginlega ekki hvað
ætti að gera við það. Það má segja
að þetta boð hafi komið eins og
þruma úr heiðskíru lofti, þetta
varð strax að hitamáli innan
félagsins. Menn skiptust í tvo
hópa með og á móti en kannski
var stærsti hópurinn sem tók ekki
afstöðu en fylgdist með. Á
lokastigum sameinuðust menn
um að taka þessu boði og hefja
endurbyggingu hússins. Sá hópur
sem var á móti hafði mikið til síns
máls. Grunnur að væntan legu
félagsheimili var til staðar í
suðurbænum og glæsileg teikning
af félagsheimili með leiksviði
sam kvæmt reglum félags heimila
sjóðs. Húsgrunnurinn hafði staðið
þarna og margir búnir að vinna
sjálf boðavinnu í honum. Við
þennan umsnúning urðu deilur og
varð mörgum sársaukafullt.
Öðrum sýndist þetta vera okkur
ofviða verkefni og tæki langan
tíma að koma þessu samkomuhúsi
upp. Það varð svo ofaná að
hausti ð 1960 afhenti bæjarstjórn
Hafnarfjarðar Hraunbúum húsið
ásamt 2500 ferm. lóð. Verðið fyrir
þetta var 50 þús. sem var ógreidd
ur styrkur til félagsins, þetta var
frekar táknræn greiðsla en raun
veruleg kaup, síðan fengu Hraun
búar 100 þús. í byggingastyrk.
„Það má eiginlega segja að við
höfum farið í fótspor Steinunnar
gömlu þegar hún samdi við
frænda sinn Ingólf Arnarson um
kaup á Romshvalsnesi, hún vildi
eigi þiggja sem gjöf heldur borga
með flekkóttri prjónaflík því þetta
vildi hún kaup kalla.“
Það kom mikið kapp í mann
skapinn að endurgera þetta hús,
þar komu margir til sögunnar
bæði þeir sem voru með kaupum
og á móti, einnig komu nýir félag
ar og styrktu þessa ákvörðun.
Grunnflötur þessa húss var 112
ferm. á þrem hæðum eða samtals
336 ferm., þetta var alveg ótrúleg
breyting og var raunar bylting á
allri aðstöðu. En að fara frá mið
bænum og uppá hraun var mikil
breyting. Það kallaði á margar
breytingar á rekstri. Nú var enginn
Eiríkur til að hita upp, skúra, opna
og loka, þetta varð að fá nýjan
farveg. Það var heldur ekki hægt
að flytja það góða andrúmsloft
sem Strandgötuskálinn hafði að
geyma. Óhjákvæmilega var þetta
mikill söknuður og ekkert nema
tíminn gat látið sárin gróa og
skapað nýtt andrúmsloft sem nýir
staðir hljóta að gera.
Hraunbyrgi 3
Árið 1995 urðu Hraunbúar 70
ára og var haldið veglegt
af mælishóf í íþróttahúsi Víði
staðaskóla. Ég hafði verið búsettur
erlendis í nokkur ár og ekki fylgst
með starfsemi Hraunbúa síðan
1962 en það ár lauk ég störfum í
byggingarnefnd Hraunbyrgis 2 og
nýir starfskraftar tóku við. Á þess
ari afmælishátíð fékk ég að kynn
ast áformum Hraunbúa um að
hefja byggingu nýs Hraunbyrgis
sem yrði ekki aðeins félagsheimili
heldur líka farfuglaheimili. Þetta
var sérstaklega ánægjulegt að
Sigursveinn H. Jóhannesson:
Skátaheimilin þrjú
Eiríkur Jóhannesson á Vormóti Hraunbúa í Helgadal
Jón Guðjónsson félagsforingi, Ágeir Sörensen, Sigursveinn H.
Jóhannesson. Efri röð: Bragi Guðmundsson og Sigurbergur
Þórarinsson.
Sigursveinn H.
Jóhannesson
Hraunbyrgi við Hraunvang – sem stóð áður við Vesturgötu.
Hraunbyrgi við Strandgötu – Var áður veitingaskáli við Kleifarvatn.
1949. F.v.: Bragi Guðmundsson, Ásgeir Sörensen, Guðvarður Björgvin Einarsson, Jón Bergsson,
Gunnar Bjarnason, Árni Rosenkjær, Gísli Hildibrandur Guðlaugsson og ??.
Framhald á bls. 24