Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Blaðsíða 20

Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Blaðsíða 20
20 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2014 Næstkomandi sunnudag, 4. sunnudag í aðventu, eru liðin 100 ár frá vígslu Hafnar fjarðar kirkju eða „Þjóðkirkj unnar í Hafnar firði“ eins og hún jafnan hefur verið kölluð. Kirkj an var vígð 4. sunnudag í að ventu, hinn 20. des­ ember 1914, árið sem Heims styrjöldin fyrri braust út. Á meðan heims veldin bárust á bana spjótum reistu Hafn firð ingar kirkju, Guði friðarins til dýrðar og bæjarbúum til bless unar. Aðdragandi bygg ing ar innar var nokkur. Frá fornu fari tilheyrði Hafn arfjörður Garða­ sókn og sóttu Hafnfirðingar kirkju að Görðum. Var um langan, ógreiðfæran vegarslóða að fara og því talið brýnt að byggja kirkju í hinum ört vaxandi kaupstað sem stofnaður var árið 1908. Byrjað var að grafa fyrir grunni kirkj­ u nnar haustið 1913, nyrst á Sýslu manns túninu svo­ kallaða, und ir Hamr inum, helsta kennileiti Hafnar fjarð ar. Vorið 1914 hófst byggingar vinnan og gekk hún það vel að henni lauk á jólaföstu sama ár. Yfir smiður var Guðni Þorláksson en Rögnvaldur Ólafsson arkitekt. Þórhallur Bjarnason biskup vígði kirkjuna, þann 20. desember eins og fyrr segir. Séra Árni Björnsson var fyrsti prestur hinnar nýju kirkju. Árið 1914 voru bæjarbúar í Hafnarfirði 1500 og sést á því hversu mikið þrekvirki bygging kirkjunnar var ­ að ekki sé minnst á ástand heimsmála um þær mundir. Sóknin hét formlega áfram Garðasókn til ársins 1966 þegar Garðakirkja var endurvígð sem sóknarkirkja Garðahrepps. Þá voru tvær sóknir stofnaðar í Hafnarfirði, Hafnarfjarðarsókn og Víðistaðasókn. Sú skipan tók fyrst gildi árið 1977. Hafnar­ fjarðar sókn nær nú yfir kaupstað­ inn sunnan og austan Reykja­ víkurvegar að Kaldárselsvegi og Reykjanesbraut, en sunnan og vestan þeirra tekur við Ástjarna­ sókn sem stofnuð var 2001. Og þó löngu séu þannig komnir fleiri þjóðkirkjusöfnuðir í bænum, kalla bæjarbúar margir enn Hafnarfjarðarkirkju „Þjóð­ kirkj una“. Sjálfur á ég, eins og margir aðrir Hafnfirðingar, óteljandi ljúfar minningar tengdar þessari fögru kirkju. Í Hafnarfjarðar­ kirkju gekk ég í hjónaband, þar skírði ég og fermdi börnin mín, frá henni hef ég kvatt ættmenni mín og venslafólk hinstu kveðju í gegnum árin – og í ein 25 ár fékk ég að koma að starfi kirkj­ unnar með einum eða öðrum hætti. Á þessum merku tímamótum vil ég óska öllum Hafnfirðingum til hamingju með aldar afmælið. Guð blessi Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði, Hafnarfjarðarkirkju. Höfundur er sóknarprestur í Falun í Svíþjóð. Afmæliskveðja til Hafnarfjarðarkirkju – Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði Þórhallur Heimisson Við kynnum nýjan möguleika í mat og gistingu. Verið velkomin Hlið á Álftanesi w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i 5 6 5 1 2 1 3 Fjörukráin og Hótel Víking óska viðskiptavinum sínum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. HLIÐ ÁLFTANESI Veitingar og gisting Skötuveislan verður á sínum stað á Þorláks- messu frá kl. 11:30 og frameftir kvöldi. Verð: 3.900 kr. pr. mann Jólatrjáasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar Höfðaskógi við Kaldárselsveg Heitt súkkulaði í boði í notalegu umhverfi skógarins Nánari upplýsingar í síma 555 6455 Opið laugardaga og sunnudaga til jóla kl. 10-18 Íslensk jólatré og skreytingar Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Kveðja mín er söngljóð Söngur Eiðs Ágústs Gunnarssonar Kominn er út tvöfaldur diskur með upptökum Ríkisútvarpsins á söng Eiðs Ágústs Gunnarssonar bassasöngvara sem lést í júní á síðasta ári. Eiður starfaði sem söngvari í óperuhúsum í Þýska­ landi frá 1973­1987 en þá kom hann heim og gerðist m.a. söng­ kennari við Tónlistarskólann í Hafnarfirði. Á diskunum er úrval ein­ söngslaga sungnum að Eiði við undirleik Ólafs Vignir Alberts­ sonar. Lögin voru tekin upp hjá Ríkisútvarpinu á árunum 1989­ 1986 en þeir félagar tóku upp fjölda laga og er það afar verð­ mætt tillag til íslenskrar tónlistar. Eiður gaf út tvo hljómdiska árið 2010, Svanasöng eftir Franz Schubert og Ástir skálds eftir Robert Schumann í íslenskri þýðingu Daníelssonar. 12 Tónar og Skífan sjá um sölu diskanna. Kveðja mín er söngljóð Eiður Ágúst Gunnarsson bassi Ólafur Vignir Albertsson píanó Einsöngslög / Icelandic songs Eiður Ágúst Gunnarsson. Dalshrauni 24 • 220 Hafnarrði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Ljósritun Gormun/hefting Stofnað 1982 Dalshr uni 24 • 220 Hafnarfirði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Ljósritu Gormun/hefting

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.