Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Blaðsíða 25

Fjarðarpósturinn - 18.12.2014, Blaðsíða 25
www.fjardarposturinn.is 25FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2014 Ágætu Hafnfirðingar. Nú er árið 2014 að líða undir lok og þá er ekki úr vegi að þakka bæj­ ar búum fyrir dyggan stuðning á árinu. Árið 2014 hefur verið gríðarlega viðburðaríkt hjá Björgunarsveit Hafn arfjarðar. Um síðustu áramót fluttum við í nýtt húsnæði að Hval­ eyrarbraut 32. Þar hefur Björgunar­ sveit Hafnarfjarðar reist glæsilega björgunarmiðstöð sem hlaut nafnið Klettur. Nú er öll okkar starfsemi undir einu þaki sem er mjög hagkvæmt fyrir okkur en það hefur ekki verið síðan Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og Björgunarsveit Fiska kletts sameinuðust árið 2000. Formleg vígsla hússins fór fram þann 17. maí síðastliðinn að við­ stöddu fjölmenni. Dagurinn heppn­ aðist mjög vel og margir bæjarbúar þáðu boð um að koma og skoða hús ið okkar. Starfsemi björgunarsveitarinnar á þessu ári hefur farið í að koma okkur vel fyrir í nýju húsnæði og sinna auk þess öllum okkar hefð­ bundnu verkefnum. Það eru þjón­ ustuverkefni af ýmsu tagi auk útkalla sem koma allan ársins hring á öllum tímum sólarhringsins. Við sinntum Hálendisvakt í júlí á Sprengisandi, þar sem 18 félagar sveitarinnar voru til taks í viku fyrir ferðamenn á hálendinu. Hálendis­ vaktin er líka tækifæri fyrir okkar fólk til að kynnast hálendinu auk þess að sinna verkefnum og út köllum. 15 einstaklingar luku nýliða­ þjálfun í apríl og skrifuðu undir eið staf sveitarinnar, þeir teljast nú fullgildir félagar. Þetta eru öflugir og dugmiklir einstaklingar sem koma inn í starfið hjá okkur af full­ um krafti. Útköll á árinu hafa verið ansi mörg og fer fjölgandi með ári hverju. Hafnfirðingar hafa fengið að njóta þjónustu okkar nú í byrjun desember á áþreifanlegan hátt í óveðurskaflanum sem gengið hefur yfir landið. Í þessum útköllum höfum við verið með alla bíla og tæki í verkefnum í Hafn ar firði sem og nágranna sveitarfélögum. Það er fjölbreyttur hópur björgunarfólks sem sinnir starfinu í sjálfboðavinnu og er tilbúinn til að koma ykkur til aðstoðar hvenær sem er sólarhrings­ ins allt árið. Við sinnum verkefnum um allt land ef svo ber undir, á þessu ári hefur Björgunarsveit Hafn arfjarðar sinnt leitum að fólki bæði við Látrabjarg á Vestfjörðum og í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð. Þess má geta að í leitinni í Bleiksárgljúfri í sumar átti Björgunarsveit Hafnar­ fjarðar fjölmennasta hóp leitar­ manna frá einni sveit sem komu að þeirri aðgerð. En starfið snýst ekki bara um útköll. Undir merkjum Björgunar­ sveitar Hafnarfjarðar starfar Ungl­ inga deildin Björgúlfur þar sem 14­17 ára unglingar eru í þjálfun sem björgunarfólk framtíðarinnar. Þar fer fram frábært og uppbyggj­ andi starf sem er stýrt af hæfu fólki úr röðum björgunarsveitarinnar. Undir okkar merkjum starfa einnig hópar eldri félaga sem hafa reynst sveitinni ómetanlegir bakhjarlar í uppbyggingu húsnæðisins sem og í öðru starfi. Að reka björgunarsveit er kostn­ að ar samt og nú fer í hönd mikil­ vægasti fjáröflunartími okkar. Jóla­ trjáasala sem og flugeldasala eru okkar mikilvægustu fjáraflanir. Jóltrjáasalan okkar er í Hvals­ húsinu við Reykjavíkurveg 48 eins og undanfarin ár. Við tökum vel á móti ykkur og þar er kaffi, kakó og piparkökur á boðstólnum á meðan fólk velur sér tré. Bæði jólatrén og flugeldarnir eru forsenda þess að halda úti öflugu björgunarstarfi í Hafnarfirði. Sölu­ staðir flugelda opna sunnudaginn 28. desember og verða í húsinu okkar að Hvaleyrarbraut 32, við Hvalshúsið Reykjavíkurvegi 48 og við Tjarnarvelli. Kæru bæjarbúar, um leið og við þökkum ykkur fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin, þá bjóðum við ykkur velkomna á sölustaði okkar, hvort sem er til að versla jólatré eða flugelda og leitum til ykkar eftir áframhaldandi stuðningi svo hægt sé að halda áfram kraftmiklu björgunarstarfi í Hafnarfirði. Með ósk um gleðilega hátíð, slysalaus áramót og gæfuríkt komandi ár. Vigdís Björk Agnarsdóttir, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Flugeldasala: • Hvaleyrarbraut 32 (innst á Lónsbraut) • Við Hvalshaúsið, Reykjavíkurvegi 48 • Við Tjarnarvelli OPIÐ: Sunnudaginn 28. desember ................ kl. 12 ­ 22 Mánudaginn 29. desember ................ kl. 10 ­ 22 Þriðjudaginn 30. desember ................. kl. 10 ­ 20 Gamlársdag .......................................... kl. 09 ­ 16 Flugeldasala björgunarsveitarinnar er lífæð starfsins – Bæjarbúar! Leggjum okkar skerf af mörkum. Hvar kaupir þú flugelda? Þakkað fyrir stuðninginn Stærsta flugeldasala Íslands verður í nýju björgunarmiðstöðinni - aðkoma frá Lónsbraut. Jólatrjáasalan er opin: Virka daga ..........kl. 13­21.30 Helgar .................kl. 10­21.30 Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.