Læknablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR / ENDURLÍFGUN
Tafla I. Helstu einkenni yfirvofandi öndunarstopps hjá börnum.
1) Aukin öndunartíðni og erfiði við öndun (stunur, inndrættir, nasavængjablakt).
2) Minnkuð öndunarhljóð.
3) Þreytumerki og sljóleiki.
4) Miðlægur (central) blámi.
Tafla II. Helstu einkenni yfirvofandi blóðþrýstingsfalls hjá börnum (compensated
shock).
1) Hraður hjartsláttur.
2) Daufir púlsar í útlimum.
3) Merki um minnkað blóðflæði til húöar:
- seinkuð háræðafyllíng (>2 sekúndur).
- húð með marmaraútlit.
• blámi á naglabeðum.
- húð á útlimum köld og oft þvöl.
4) Merki um minnkað blóðflæði til heila:
- vaxandi óróleiki.
- vaxandi sljóleiki.
- vööva-vanspenna (hypotonia).
5) Merki um minnkað blóðflæði til nýrna:
- minnkaöur þvagútskilnaður (<1 ml/kg/klst).
Tafla III. Mörk of lágs blóðþrýstings* hjá börnum.
Fullburða nýburi (0-28 daga) SBÞ <60 mm Hg
Ungbarn 1-12 mánaða SBÞ <70 mm Hg
Barn 1-10 ára SBÞ <70 + 2 x aldur barns I árum
Barn 10 ára og eldri SBÞ <90 mm Hg
* laegri en fimmti hundraöshluti (percentile) eölilegs blóöþrýstings. SBÞ: sýstólískur blóðþrýstingur.
Mynd 1.
Öndunarvegurinn opn-
aður og kannað hvort
barnið andar.
hins vegar alltaf kalla til sérhæfða aðstoð þegar í
stað.
Almennt um endurlífgun
Við endurlífgun er mikilvægt að ganga skipulega
til verks. í þeim tilgangi hefur verið þróað svokall-
að ABCD kerfi sem auðveldar rétt mat og hand-
tök við endurlífgun. Samkvæmt því er fyrst kannað
hvort öndunarvegurinn sé opinn (A: airway) og ef
ekki er hann opnaður. Síðan er kannað hvort barn-
ið andi (B: breathing) og ef ekki er andað fyrir það.
í þriðja lagi er blóðflæði metið (C: circulation) og
ef ekki finnast merki um viðunandi blóðflæði er
hafið hjartahnoð. Ef endurlífgun hefur ekki tekist
eftir það þarf að gefa lyf eða veita aðra viðeigandi
aðstoð, svo sem að gefa hjartarafstuð (D: drugs/
diverse).
Öndunarvegur (A: airway)
í öllum neyðartilvikum er rétt að byrja á
því að kanna hvort öndunarvegur sé opinn.
Öndunarvegur barna getur lokast af völdum að-
skotahlutar, uppkasta eða vegna þess að tungan
fellur aftur í kok hjá barni með skerta meðvitund.
Öndunarvegurinn er opnaður með því að leggja
hönd á enni barnsins og lyfta með fingrum undir
höku þess (chin lift; mynd 1). Mikilvægt er að lyfta
undir kjálka en þrýsta ekki á mjúkvefi undir kjálk-
anum þar sem það getur þrengt að öndunarvegi.
Ef grunur er unr áverka á hálshrygg skal ekki
sveigja höfuðið aftur, heldur er kjálki dreginn fram
með skúffutaki (jaw-thrust; mynd 2).
Öndun (B: breathing)
Kannað er hvort barnið andar með því að leggja
eyra að vitum þess til þess að hlusta eftir loft-
streymi og kanna hvort heitt og rakt loft komi á
vangann. A sama tíma er horft á brjóstkassann og
athugað hvort hann lyftist við öndun (mynd 1).
Hjá eldri börnum er hægt að þrýsta létt á brjóst-
kassann ef engin öndun virðist til staðar og athuga
hvort loftstreymi heyrist og fullvissa sig þannig
enn betur um að öndunarvegur sé opinn.
Ef barnið andar ekki þarf að blása í það lofti. Ef
ekki er belgur og maski við höndina þarf að blása
í barnið með „munn við munn“ aðferð. Ef um
ungbarn er að ræða er blásið samtímis gegnum nef
og munn (mynd 3). Við eldra barn þarf að halda
fyrir nefið meðan blásið er gegnum munn.
Þegar andað er fyrir barn með belg og maska er
mikilvægt að maskinn sé af réttri stærð, það er að
hann nái frá nefrót og niður á miðja höku (mynd
4). Best er að halda um maskann með svokölluðu
„CE-gripi“ þar sem þumalfingur og vísifingur
mynda „C“ og hinir þrír fingurnir mynda „E“
(mynd 5A). Maskanum er haldið með tveimur
fingrum og gripið undir kjálkann með hinum
þremur. Maskinn er lagður þétt að andliti og kjálk-
inn dreginn upp að honum í stað þess að þrýsta
honum niður að andlitinu.
Horft er á brjóstkassann þegar blásið er og geng-
ið úr skugga um að hann lyftist við öndun. Blásið
er lofti á um 1-1,5 sekúndum. Ef engin hreyfing er
784 Læknablaðið 2006/92