Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 70
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VERÐLAUN Anders Jahre verðlaunin í læknisfræði Hannes Pélursson Hávar Sigurjónsson Hannes Pétursson geðlæknir tók sæti í haust í stjórn hins virta sjóðs sem stofnaður var af Norðmanninum Anders Jahre og eru verðlaunin úr sjóðnum þau stærstu í rannsóknum í líf- og læknisfræði á Norðurlöndunum. Aðalverðlaunin veitir háskólinn í Osló og eru þau ein milljón norskra króna. Læknablaðið fór þess á leit við Hannes að hann gerði grein fyrir verðlaununum og skýrði frá sögu þeirra og tilurð. Varð hann góðfúslega við því. „Að þessu sinni hlaut Jón Storm-Mathisen prófessor í Osló stærri verðlaunin fyrir brautryðj- andarannsóknir á boðefnum í heilanum, einkum fyrir rannsóknir á glútamate. Úr hópi yngri vís- indamanna deildu þeir Farrukh Abbas Chaudhry prófessor við háskólann í Osló og Poul Nissen prófessor við háskólann í Árhus með sér verðlaun- um yngri vísindamanna. Chaudhry hefur stundað rannsóknir á flutningspróteinum fyrir glútamate og glútamín. Poul Nissen hlýtur verðlaunin fyrir störf sín við kortlagningu á byggingu þýðingarmik- illa frumupróteina sem tengjast próteinmyndunum og flutningi yfir frumuhimnur. Anders Jahre verðlaunin eru veitt fyrir fram- úrskarandi rannsóknir á sviði læknisfræði á Norðurlöndum. Öllum virkum prófessorum í læknisfræði á Norðurlöndunum er boðið að senda tilnefningar til valnefndar og berist í lokuðu um- slagi til formanns nefndarinnar, Ole M. Sejersted dr.med. Heimilisfang: Institute for Experimental Medical Research, Ullevaal University Hospital, N-0407 Oslo, Noregi. Tilnefningar þurfa að vera í fimm eintökum. Valnefnd tekur afstöðu til til- nefninga en meðal fylgigagna þarf ítarleg með- mæli fyrir þann sem tilnefndur er auk lista yfir vísindaleg verk og curriculum vitae. Erindi á að senda á ensku og valnefnd tekur ekki við tillögum á myndsendi. I ár þurftu tilnefningar að berast formanni nefndarinnar fyrir 1. febrúar en dagsetn- ing fyrir næsta ár hefur enn ekki verið ákveðin. Fyrirspurnum má beina til formanns valnefndar: o.m.sejersted@medisin.mio.no Anders August Jahre (1891-1982) var Norð- maður sem m.a. fékkst við skipaútgerð. Hann var þó betur þekktur fyrir hvalveiðar sem hann stund- aði frá Sandefjord. Hann stofnaði auk þess verk- smiðjur sem unnu úr hvalaafurðum. Hann lærði lögfræði og lagði stund á þá grein um árabil þar til umsvif hans í skipaútgerð urðu hans aðalverkefni. Anders Jahre hlaut ýmsa virðingu og var heiðr- aður í Noregi og víðar. Hann var útnefndur heið- ursdoktor í Osló fyrir stuðning hans við vísinda- störf við háskólann þar. Hann hlaut sömu nafnbót í Lundi og var heiðursfélagi í vísindaakademíunni, norræna félaginu í læknisfræði í Stokkhólmi og norska læknafélaginu í Osló. Anders Jahre veitti auk þess stuðning á sviði menningarmála og vel- ferðar.“ Lausar læknastofur Hef opnað stofu í Keflavík í Læknastöðinni í Mtli og á Selfossi Glæsibæ, aðgerðir á sama stað jk Höfum lausar stofur með góðri aðstöðu á efri hæð í hús- næði Lyfju í Keflavík og á Selfossi. Bókunarþjónusta og ORRI ÞÓR ORMARSSON HHH^Hk biðstofa til staðar. Allar frekari upplýsingar veitir sérgrein BARNASKURÐLÆKNINGAR, Þórbergur Egilsson í síma 693 2225 ALMENNAR SKURÐLÆKNINGAR eða í rafpósti: the@lyfja.is Tímapantanir alla daga í síma 5356800 818 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.