Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2006, Page 70

Læknablaðið - 15.11.2006, Page 70
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VERÐLAUN Anders Jahre verðlaunin í læknisfræði Hannes Pélursson Hávar Sigurjónsson Hannes Pétursson geðlæknir tók sæti í haust í stjórn hins virta sjóðs sem stofnaður var af Norðmanninum Anders Jahre og eru verðlaunin úr sjóðnum þau stærstu í rannsóknum í líf- og læknisfræði á Norðurlöndunum. Aðalverðlaunin veitir háskólinn í Osló og eru þau ein milljón norskra króna. Læknablaðið fór þess á leit við Hannes að hann gerði grein fyrir verðlaununum og skýrði frá sögu þeirra og tilurð. Varð hann góðfúslega við því. „Að þessu sinni hlaut Jón Storm-Mathisen prófessor í Osló stærri verðlaunin fyrir brautryðj- andarannsóknir á boðefnum í heilanum, einkum fyrir rannsóknir á glútamate. Úr hópi yngri vís- indamanna deildu þeir Farrukh Abbas Chaudhry prófessor við háskólann í Osló og Poul Nissen prófessor við háskólann í Árhus með sér verðlaun- um yngri vísindamanna. Chaudhry hefur stundað rannsóknir á flutningspróteinum fyrir glútamate og glútamín. Poul Nissen hlýtur verðlaunin fyrir störf sín við kortlagningu á byggingu þýðingarmik- illa frumupróteina sem tengjast próteinmyndunum og flutningi yfir frumuhimnur. Anders Jahre verðlaunin eru veitt fyrir fram- úrskarandi rannsóknir á sviði læknisfræði á Norðurlöndum. Öllum virkum prófessorum í læknisfræði á Norðurlöndunum er boðið að senda tilnefningar til valnefndar og berist í lokuðu um- slagi til formanns nefndarinnar, Ole M. Sejersted dr.med. Heimilisfang: Institute for Experimental Medical Research, Ullevaal University Hospital, N-0407 Oslo, Noregi. Tilnefningar þurfa að vera í fimm eintökum. Valnefnd tekur afstöðu til til- nefninga en meðal fylgigagna þarf ítarleg með- mæli fyrir þann sem tilnefndur er auk lista yfir vísindaleg verk og curriculum vitae. Erindi á að senda á ensku og valnefnd tekur ekki við tillögum á myndsendi. I ár þurftu tilnefningar að berast formanni nefndarinnar fyrir 1. febrúar en dagsetn- ing fyrir næsta ár hefur enn ekki verið ákveðin. Fyrirspurnum má beina til formanns valnefndar: o.m.sejersted@medisin.mio.no Anders August Jahre (1891-1982) var Norð- maður sem m.a. fékkst við skipaútgerð. Hann var þó betur þekktur fyrir hvalveiðar sem hann stund- aði frá Sandefjord. Hann stofnaði auk þess verk- smiðjur sem unnu úr hvalaafurðum. Hann lærði lögfræði og lagði stund á þá grein um árabil þar til umsvif hans í skipaútgerð urðu hans aðalverkefni. Anders Jahre hlaut ýmsa virðingu og var heiðr- aður í Noregi og víðar. Hann var útnefndur heið- ursdoktor í Osló fyrir stuðning hans við vísinda- störf við háskólann þar. Hann hlaut sömu nafnbót í Lundi og var heiðursfélagi í vísindaakademíunni, norræna félaginu í læknisfræði í Stokkhólmi og norska læknafélaginu í Osló. Anders Jahre veitti auk þess stuðning á sviði menningarmála og vel- ferðar.“ Lausar læknastofur Hef opnað stofu í Keflavík í Læknastöðinni í Mtli og á Selfossi Glæsibæ, aðgerðir á sama stað jk Höfum lausar stofur með góðri aðstöðu á efri hæð í hús- næði Lyfju í Keflavík og á Selfossi. Bókunarþjónusta og ORRI ÞÓR ORMARSSON HHH^Hk biðstofa til staðar. Allar frekari upplýsingar veitir sérgrein BARNASKURÐLÆKNINGAR, Þórbergur Egilsson í síma 693 2225 ALMENNAR SKURÐLÆKNINGAR eða í rafpósti: the@lyfja.is Tímapantanir alla daga í síma 5356800 818 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.