Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 5

Þjóðlíf - 01.11.1986, Blaðsíða 5
FRETTIR Vorið 1983 frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur nýtt leikrit eftir íslensk- an höfund, Þórunni Sigurðardóttur, og var þar um frumraun Þórunnar á sviði leikritagerðar að ræða. Og innan fárra daga verður annað verk Þórunnar frumsýnt hjá Þjóðleikhús- inu. I smásjá kallar Þórunn þetta verk sitt. „Leikritið gerist á nokkrum mán- uðum, þ.e. frá þessu hausti fram til áramóta,“ segir Þórunn um verk sitt, þá nýkomin að norðan frá Leikfélagi Akureyrar þar sem hún stýrði upp- færslu á leikriti finnans Hannu Mák- ele, Herra Hú. „Þarna koma tvenn hjón við sögu,“ heldur Þórunn áfram. „Þrír einstaklinganna eru læknar og það má segja, að verkið fjalli um siðfræði lífs og dauða, starf lækna og hjóna- bandið. Æ, annars,“ segir hún svo og hlær. „Það er svo fjandi erfitt að segja frá þessu!“ En áfram höldum við að þjarma að leikritaskáldinu og höfum eftirfar- andi upp úr því. Hjónin sem hér um ræðir eru einstaklingar af 68-kynslóð- inni, voru a.m.k. ung á þeim tíma. Þau hafa öll farið beina braut í lífinu og stefnt upp á við og komið sér vel fyrir. Þau hafa aldrei litið til baka yfir farinn veg eða skoðað líf sitt. En nú er komið að því. „Þetta er ekki síður verk um viðbrögð karlmannsins við erfiðleikum og hvernig hann þróast,“ segir höfundur. „Það má því segja, að þetta sé að nokkru leyti þroska- saga karlmanns. Þetta er einnig viss pæling um það, hvað fólk er yfirleitt öruggt með sig í velgengni sinni.“ Og nú fæst ekki meira upp úr Þór- unni, enda ekki rétt gagnvart tilvon- andi leikhúsgestum að rekja ofan í þá efnisþráðinn. Aðspurð um hvort ein- hver tengsl væru á milli þessa verks og Guðrúnar segir Þórunn að sér finnist svo vera. „Þessi verk eru bæði spekúlasjónir „um ást og vináttu og þótt þau gerist á afar ólíkum tímum er kjarninn hinn sami,“ segir hún. Þórunn hefur verið að skrifa / smásjá í þrjú ár, eða allt frá því Guð- rún var frumsýnd. Hún byrjaði að skrifa daginn eftir frumsýningu á Guðrúnu. „Ég veit um svo mörg dæmi þess, að höfundar skrifa aðeins eitt verk og síðan ekki söguna meir, og þess vegna dreif ég mig strax af stað aftur. Ég lít svo á, að enginn höfundur fæðist fullskapaður, heldur Smásjá Þórunnar Þórunn ásamst leikurum, leik- stjóra og leikmyndasmið á hálf- köruðu leiksviðinu í húsi Jóns Þorsteinssonar, en það verður vígt með leikriti Þórunnar, í smásjá. (Ljósmynd: Þorvarður Árnason) taki það nokkur verk að ná tökum á þessu. Þetta er mikil vinna og mikil glíma.“ Þetta nýja verk Þórunnar verður frumsýnt 16. nóvember á nýju sviði Þjóðleikhússins í húsi Jóns Þorsteins- sonar, þ.e. ef ekkert óvænt kemur upp á varðandi húsnæðið, en þarna verða sýnd í vetur verk eftir íslenska höfunda eingöngu. Með hlutverk fara Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigurður Skúla- son. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son og leikmynd gerir Gerla. „Af- skaplega góður hópur, hreinn draumahópur að vinna með,“ segir Þórunn Sigurðardóttir og er þar með rokin. ÞJÓÐLÍF 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.