Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 12

Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 12
inn í bragi. „Mér finnst að vísu, að ég hafi breytt um forgangsröð. Pá talaði ég um markmið, nú um leiðir. Heim- spekin hefur vikið fyrir praktískri hugsun. Sú gagnrýna hugsun, sem var aðall minn á þeim áruih, hefur ekki horfið heldur aðeins breyst. Eins og þá fer ekkert eins í taugarnar á mér og sjálfumgleði og stöðnun. Gagnrýni mín, bæði á þjóðfélagið og eigin flokk og einstök stefnumið hans, hefur ósjaldan gert mig óvin- sælan innan þeirra raða. Sem dæmi má nefna gagnrýni mína á offjárfest- ingu í sjávarútvegi, á Kröfluævintýr- ið, á landbúnaðarstefnu flokksins og efnahagsstefnu hans í heild. Fátt hat- ast ég meira við en klisjur og innan- tóm slagorð og fráhvarf til liðins tíma. Til að brjóta upp staðnaða far- vegi hef ég sett fram hugmyndir, s.s. um Nýsköpunarstjórn, sem tæki til umsköpunar í íslensku atvinnulífi og um tímabundinn kjarasáttmála, sem aðferð til að verjast kjararáni og draga úr verðbólgu. En þetta síðasta tel ég skipta sköpum fyrir okkur öll. Ég held, að framtíð þessarar þjóðar og þeirrar tilraunar sem við erum að gera með sjálfstæðu, íslensku þjóð- ríki velti á því, hvort okkur tekst að ná tökum á efnahagsmálunum.“ Einn stúdent lét lífið í þessum átökum. íslenskt efnahagslíf og þrengingar þess eru Þresti Ólafssyni ákaflega hugleiknar, enda maðurinn hagfræð- ingur að mennt. Hann segir, að við séum komin upp fyrir hættumörk hvað skuldasöfnun snerti, höfum gengið í gegnum eitt mesta verð- bólguskeið sem um geti í gervallri sögu N-Evrópu og ef ekki takist að snúa þróuninni við og styrkja stoðir efnahagskerfisins getum við gleymt hinu íslenska þjóðríki. „Það er auðvitað fyrir öllu, að við byggjum hér upp efnahagslíf sem get- ur greitt há laun og tryggt fulla at- vinnu,“ segir hann. „Hér er mikið misgengi í atvinnulífinu; sumar grein- ar geta greitt há laun, en staða þjóð- arbúsins í heild er það veik, að það getur engan veginn tryggt þau lífskjör sem við sækjumst eftir. Þar skiptir ekki öllu máli hvað verkalýðshreyf- ingin hamast; það sjáum við ef við lítum til síðasta áratugar. Þá var hér mikil verðbóla og laun vísitölutryggð allan tímann og hagvöxtur meiri en um getur fyrr eða síðar. Á þessu tímabili voru oft hörð átök á vinnu- markaðnum og verkalýðshreyfingin náði mjög góðum samningum, t.d. 1974 og 1977. En þegar upp var stað- ið höfðu kjörin ekki batnað — hag- vöxturinn skilaði sér ekki til fólks- ins. Þetta hlýtur að kenna manni, að hér var eitthvað alvarlegra á ferðinni en „vesæl“ verkalýðshreyfing. Atvinnulíf okkar er einfaldlega veikburða og vanþróað. Þeir hlutar þess sem- skipta okkur mestu, þ.e. sjávarútvegurinn og fiskvinnslan, hafa átt í mikilli vök að verjast. Fisk- vinnslan þolir ákaflega lítil áföll og þar er strax kallað eftir gengis- breytingu ef eitthvað ber út af. í heild þarf að gera mjög róttækar breyting- ar á atvinnulífi þjóðarinnar til að tryggja stöðugt verðlag, fast gengi og örugga afkomu. í þjónustugreinum er mikill uppgangur og yfirborganir eru þar tíðar. Þessar greinar soga til sín vinnuafl og peninga. Þetta mis- gengi er óviðunandi. Ég tel mikla hættu á, að undirstöðugreinar okkar verði illa úti - og þá er illa komið fyrir okkur öllum. Verðbólgan hefur auðvitað átt sinn hlut hér að máli. Þjónustugreinar geta velt verðhækk- unum út í verðlagið, en það getur fiskvinnslan ekki. Á mesta hagvaxt- arskeiði íslandssögunnar söfnuðum við botnlausum, erlendum skuldum, og þær takmarka svigrúm okkar nú. Þessi ríkisstjórn hefur hægt á skulda- söfnuninni, en hún hefur þó ekki tek- ið fyrir hana og heldur ekki gert þær peningalegu ráðstafanir, sem þurfti að gera í kjölfar minnkandi verð- bólgu.“ Nú eru samningar lausir um ára- mótin. Átt þú von á hörðum átökum? „Það er aldrei hægt að spyrja um átök fyrirfram. Átök eru ekki mark- miðið. En ég held að þessir samning- ar verði erfiðir, bæði vegna hins mikla misgengis sem átt hefur sér stað í atvinnulífinu og vegna hins, að þeir sem búa við erfiðustu skilyrðin verða að fá mesta kjarabót. Það verð- ur að flytja fjármagn milli atvinnu- veganna til að jafna kjörin. Það er mitt álit, að það verði að semja í tveimur áföngum. Félögin verða að semja hvert fyrir sig um nýtt launa- kerfi, og síðan verður ríkisvaldið að koma inn í heildarsamninga til að tryggja betri jöfnuð. Og maður semur ekki við ríkisstjórn sem er að fara frá. Mitt álit er því það, að það verði engir heildarsamningar gerðir fyrr en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.“ Þröstur Ólafsson hefur getið sér frægðar fyrir að haldafram samvinnu Alþýðubandalagsins og Sjálfstœðis- flokksins. Af þeim sökum hefur hann verið stimplaður „hœgrisinni“ o.s.frv. „Já, þetta er sennilega eitt það allravinsælasta, sem ég hef látið frá mér fara!“ segir hann og hlær. „Ég hef aldrei talið það trúaratriði eða sérlega eftirsóknarvert í sjálfu sér að starfa með Sjálfstæðisflokknum,“ segir hann síðan. „Ég geri mér hins vegar grein fyrir því, að hann hefur afskaplega sterk ítök í atvinnulífinu og þjóðlífinu öllu. Ef menn vilja gera þær breytingar á efnahagslífinu, sem ég tel nauðsynlegar, sé ég ekki hvern- ig hægt er að gera þær margar hverjar með árangur í huga án samstarfs við Og það var dansað um kvöldið við sykódelísk Ijós, sem þá voru vinsæl og gerðu menn ruglaða! Sjálfstæðisflokkinn. Hér dugar engin óskhyggja. Til þess að gera þær verð- ur að hafa sterkan þjóðfélagslegan bakgrunn, og ég sé því miður ekki hvernig það á að vera unnt án Al- þýðubandalags og Sjálfstæðisflokks, svo og Alþýðuflokks. Þetta er aðalat- riðið fyrir mér. Auðvitað vildi ég gjarnan, að vinstri öflin væru það þjóðfélagslega sterk og pólitískt þroskuð að það væri hægt að gera uppstokkun á atvinnulífi landsins án samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Hitt er svo annað mál að ef menn vilja dúlla áfram á svipuðum nótum og gert var á árum vinstristjórnarinn- ar 1979-83 og þar áður, þá er þarf- laust að tala við Sjálfstæðisflokkinn. Það er sem sagt árangurinn sem ég er að horfa á. Því segi ég eins og þeir segja í Kína: það er sama hvort kött- urinn er hvítur eða svartur, — aðalat- riðið er að hann veiði mýs. En þetta kann að hljóma sem vítaverð skyn- semishyggja!“ En er Sjálfstæðisflokkurinn tilbú- inn til að gera þær breytingar, sem þú talar um? „Ég veit ekkert um það,“ svarar Þröstur. „Ég hygg þó svo vera að hluta til. En það getur vel verið, að sú hugmynd að skapa tímabundna fylkingu þessara afla til að gera nauð- Þetta hlýtur að kenna manni, að hér var eitt- hvað alvarlegra á ferð- inni en „vesæl" verka- lýðshreyfing. synlegan uppskurð á efnahagslífinu verði minna virði með tímanum. Frjálshyggjan, þessi hægri bylgja, hefur náð sterkum tökum hér og er sífellt að festa sig meir í sessi. Þjóð- lífið hefur þróast meira og meira til hægri og pólitísk vitund um leið og því verður kannski minna kallað á breytingar eins og þær sem ég krefst. Nú er verið að festa í sessi mjög hægrisinnað þjóðfélag og ef það tekst verður ekki spurt hvað vinstri menn vilja. Menn sjá yfirleitt ekkert annað en þægilegu hliðarnar á frjálshyggj- unni, — fólk getur skipt um útvarps- 12 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.