Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 13

Þjóðlíf - 01.11.1986, Qupperneq 13
stöðvar og nú sjónvarpsstöðvar, og fólki finnast þessar breytingar já- kvæðar og hugmyndafræðin að baki henni því góð. Þarna höfum við ekki getað myndað neitt mótvægi, en það vil ég eindregið gera. Að því er ég að leita.“ Hann segir sína stöðu innan Al- þýðubandalagsins hafa einkennst annarsvegar af þeim störfum, sem hann hafi tekið að sér fyrir hreyfing- una og mat fólks á þeim, en hinsveg- ar af því að hafa sett fram nýjar skoð- Ef menn vilja dúlla áfram á svipuðum nót- um og 1979-83 er sjálf- sagt að tala ekki vid Sjálfstæðisflokkinn. anir og kenningar, sem eru um- deildar. „Að mínu mati, og ýmissa annarra, hef ég oft tekið raunhæfari afstöðu til okkar þjóðfélags og efnahagsmála en margir aðrir. Ég hef ekki tekið gildar ódýrar lausnir og einfaldar og viljað brjóta upp gamla farvegi. Þetta hefur oft farið fyrir brjóstið á mönnum, ég geri mér fulla grein fyrir því. Mér hefur oft fundist flokkurinn vera á villigötum og því hafi honum ekki tekist að nýta sóknarfærin. Þröstur talar um, að þetta þjóðfé- lag okkar hafi breyst á nokkrum árum í mjög hægri sinnað þjóðfélag, „sennilega hægri sinnaðra en nokkurt annað þjóðfélag í Evrópu". Undir núverandi ríkisstjórn hefur landinu verið breytt í fljótandi flugmóður- skip. „Allt gerist þetta þrátt fyrir and- stöðu okkar," segir hann. „Og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort ekki sé þörf einhverra breytinga hjá Al- þýðubandalaginu. Þjóðfélagið hefur farið framhjá okkur, við höfum engin áhrif á þjóðfélagsmótunina. Og þetta get ég illa sætt mig við, — ekki frekar Flokkurinn hefur verið í þessu neikvæða hlut- verki of lengi og ekki haft erindi sem erfiði. en ég get sætt mig við að Hagkaup stækki og stækki og félagsleg verslun hverfi. Ég held, að við þurfum að beita kaldri rökhyggju, en hún sam- fara hugsjónum okkar getur snúið hlutunum við. Að þessu leyti hefur orðið hugarfarsbreyting hjá mér frá því sem var í Berlín á sínum tíma, því þá var það kannski draumhyggjan sem réði ferðinni." Þú talar um kalda rökhyggju. Hvað áttu við með því? Að flokkurinn taki stefnumál sín til endurskoðunar? „Flokkurinn þarf að skoða betur stefnu sína, vinnubrögð sín og hvern- ig hann vill takast á við þetta þjóðfé- lag og hvernig bregðast á við þeim breytingum, sem gerast nánast dag- lega hjá okkur. Hann verður að við- urkenna staðreyndir þessa þjóðfélags og bregðast við á jákvæðan hátt ef hann ætlar að ná tökum á því. Flokk- urinn getur ekki alltaf sagt nei við öllum hlutum. Hann hefur verið í þessu neikvæða hlutverki of lengi og ekki haft erindi sem erfiði. Flokkur- Ef ég færi í framboð, gerði ég það fyrst og fremst út á sjálfan mig. inn virðist hafa elst illa að þessu leyti; því það þarf jákvæð viðhorf án þess að aðlaga sig sóðaskapnum í stað sjálfkrafa neikvæðis. Menn hafa eng- ar pólitískar fyrirmyndir lengur. Það var eins og flokkurinn missti fótanna um skeið. Sósíalískur flokkur verður að taka ábyrga afstöðu til aðsteðjandi vandamála og benda á trúverðugar Það fer ekkert eins í taugarnar á mér og sjálfumgleði og stöðnun. lausnir. í pólitískum flokki má aldrei myndast tómarúm, þá fer allt úr böndunum. Neikvæði er stöðnunar- einkenni. Menn mega ekki óttast breytingar breytinganna vegna. Stundum finnst mér eins og ýmsir áberandi flokksmenn telji það æðstu skyldu sína að slá skjaldborg um óbreytt ástand í skjóli hugmynda- fræðilegra alhæfinga, sem enginn tekur lengur mark á. Ég geri mikinn greinarmun á óskhyggju og hugsjón. Hið fyrra er hættulegt, það síðara nauðsynlegt. Hvergi er óskhyggjan eins varhugaverð og í verkalýðsmál- um, en innan flokksins er sú skoðun of útbreidd að verkalýðsforystan geti nánast ein ákveðið kjörin í Iandinu.“ Ætlar Þröstur Ólafsson að blanda sér í slaginn um sœti á lista flokksins? Hann hlær. „Ég svara nú eins og aðrir sem spurðir eru: ég hef enga ákvörðun tekið. Ef ég hins vegar meina eitt- hvað með því sem ég segi um að vilja hafa áhrif á þjóðfélagið, þá er ljóst að ég get best gert það á vettvangi stjórnmálanna.“ Hefurðu hugsað um framboð fyrir Alþýðuflokkinn? „Nei. Ég hef aldrei verið í öðrum flokki en Alþýðubandalaginu og ætla mér ekkert annað. Ég þekki engan úr verkalýðsforystunni sem er á Ieiðinni til Alþýðuflokksins, og yfirlýsingar Jóns Baldvins þar að lútandi eru að mínu mati mjög ósmekklegar. Ef hann meinar eitthvað með því að hann vilji samvinnu þessara flokka, þá er þetta leiðin til að útiloka hana.“ Nú líta margir svo á, að sœtin hjá Alþýðubandalaginu séu merkt: fyrsta sœtið tilheyri formanninum, annað sœtið Dagsbrún eða verkalýðsforyst- unni, þriðja sœtið konu o.s.frv. Yrðir þú ekki að hljóta samþykki verkalýðs- forystunnar í flokknum? „Ég veit nú satt að segja ekki hvað ég á að segja um það hver samþykkir hvern,“ svarar Þröstur. Ef ég færi í framboð gerði ég það fyrst og fremst út á sjálfan mig, þær skoðanir sem ég hef barist fyrir og þau verkefni sem ég hef verið að vinna að.“ Þú útilokar sem sé ekki mögu- leikann á því að fara í forval hjá Al- þýðubandalaginu? „Það mun tíminn leiða í ljós.“ Hugmyndirnar um nýja Nýsköpu- narstjórn eru sennllega eitt það allravinsælasta sem ég hef látið frá mérfara! ÞJÓÐLÍF 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.