Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 24

Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 24
af því að hafa tekið fast á þessum málum. Geðlæknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og aðrir, sem fá þessi mál til meðferðar, hófu ekki að ræða eða rita um þessi mál fyrr en fyrir tíu árum eða svo í nágrannalöndum okk- ar. Upplýsingar um þau eru þess vegna aðeins það sem vitað er nú. Þótt vitneskjan sé að sönnu ennþá af skornum skammti, hefur henni fleygt fram frá því sem áður var. Nú eru hættar að heyrast staðhæfingar á borð við: „Börnin vilja þetta sjálf.“ „Börn hafa kynhvöt." „Þetta er ímyndun.“ Þetta síðastnefnda hefur lengi loð- Fjórðungur nýfæddra stúlkubarna mun verða fyrir einhverri kynferðis- legri áreitni áður en þær ná 18 ára aldri! Böm eru gróflega misnotuð kyn- ferðislega á margvíslegan hátt og sumt er ekkert verið að fela: V-þýskur sölumaður heimsækir „gleði“hús í París. ekki fyrir, þar sem þessi mál eru ekki sérstaklega skráð. Agnar segist hafa rökstuddan grun um, að ekki bærust öll mál til embættisins, enda rík til- hneiging til að þagga þau niður. Einnig kemur fram í viðtali við Gunnar Sandholt hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar, að sifja- spellsmál eru fá til meðferðar hjá stofnuninni, en þeim hafi hins vegar fjölgað á umliðnum mánuðum. Það er ljóst, að sifjaspell eru til mun algengari en upp komast. Það var a.m.k. reynsla starfsmanna Húss Rauða krossins við Tjarnargötu 35 í Reykjavík. Húsið varopnað þann 14. desember sl. og því var upphaflega ætlaður sá tilgangur að veita ungling- um, sem eiga við fíkniefnavandamál að stríða eitthvert skjól. „Mjög fljót- lega varð okkur ljóst, að margar stúlknanna sem hingað leituðu voru beinlínis að flýja heimili sín vegna kynferðislegrar misnotkunar og að sú var hin raunverulega ástæða fíkni- efnaneyslu þeirra og annarra vanda- mála,“ sagði Ólafur Oddsson, for- stöðumaður Hússins í samtali við ÞJÓÐLÍF. „Þegar við fórum svo að taka saman tölur um þetta í apríl sl. kom í ljós, að um þriðjungur ungl- inganna höfðu frá slíkum málum að segja. Flest voru þetta stúlkur og í langflestum tilvikum var um stjúp- föður að ræða.“ Aðeins ein þessara stúlkna hefur kært stjúpföður sinn, - hinar hverfa í hinn nafnlausa fjölda sifjaspellsmála, sem aldrei komast á skrá og eru því ekki til; ekki opinberlega að minnsta kosti. Ástæða er til að benda unglingum á neyðarþjónustu Hússins, Tjarnar- götu 35. Þar er einnig opinn sími allan sólarhringinn, bæði fyrir börn og unglinga og aðstandendur þeirra. Síminn er: 622266. Umrædan erlendis Þótt íslendingar eigi enn langt í land í umræðunni um sifjaspell og kynferðislega misnotkun á börnum og unglingum, geta fáar þjóðir státað að við „sérfræðingastéttina", — eða allt frá því að Freud setti fram Ödi- pusar-kenningu sína og kenninguna um Elektru-duldina. Samkvæmt þeim kenningum eiga börn að þrá foreldra sína, sonurinn móðurina og dóttirin föðurinn. En vegna þess að sú þrá fær sjaldnast útrás umbreytist hún í aðrar þrár og duldir - og upp- hefst nú ýmiskonar vandamálaflækja. Bent hefur verið á, að Freud hafi upprunalega sett fram kenningu sína í réttri mynd, þ.e. hún hafi ekki verið kenning, heldur bláköld lýsing á stað- reyndum. Konur sem hann hafði til meðferðar sögðu honum nefnilega Fjölmiðlar hjálpi almenningi í lok september ritaði Svala Thorlaci- Steingrímur Njálsson hefur framið af- us grein í eitt dagblaðanna þar sem hún lýsti afbrotaferli Steingríms Njálssonar, en hann hafði margsinnis verið dæmdur fyrir gróf kynferðisaf- brot gegn ungum drengjum. Svala hafði tekið að sér mál drengs, sem Steingrímur hafði nauðgað. Þegar Svala fór að kynna sér feril afbrota- mannsins, blöskraði henni svo, að hún gerði það að kröfu við ríkissak- sóknara, að Steingrímur yrði vanað- ur þannig að girt yrði fyrir, að sagan endurtæki sig með enn einn drenginn. „Líf barna er gjörsamlega lagt í rúst ef þau verða fyrir athæfi af þessu tagi,“ segir Svala. „Þau geta ekki lifað eðlilegu lífi lengi á eftir, kannski aldrei upp frá því. Mér fyndist ákaf- lega fróðlegt að fá upplýsingar um, hvað orðið hafi urn þá drengi, sem brot sín gegn um dagana. Um það vit- um við ekki, en hitt vitum við, að reynsla af þessu tagi ristir óhugnanleg spor í barnssálina, og það verðum við að forðast.“ Svala segist hafa fengið ótrúleg og sterk viðbrögð við grein sinni. Margir viðmælenda hennar hefðu skýrt frá óhugnanlegri reynslu — og allir verið jákvæöir og tjáð sér þakklæti sitt fyrir greinina. Hins vegar hefur orðið vart við gagnrýni á þá kröfu Svölu, að Stein- grímur Njálsson verði vanaður. Mörgum hefur fundist þar alllangt gengið. „Ég verð að segja, að ég er orðlaus yfir þeim málflutningi, að ekki sé rétt að svipta þessa menn kynhvöt sinni. Ég spyr á móti: Er kynhvöt síbrota- manns virkilega meira virði en lífs- hamingja fjölda barna? Finnst fólki 24 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.