Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 32

Þjóðlíf - 01.11.1986, Page 32
Aðalsteinn Sigfússon, sálfræðing- ur barnaverndarnefndar Reykja- víkur: Umfangið kom ekki í Ijós fyrr en farið var að bjóða upp á viðeigandi meðferð. „þolendalífi“ viðkomandi myndast, sem þýðir að barnið/konan virðist seinna meir aðeins geta verið í þol- endasambandi við aðra og látið nota sig líkamlega (ofbeldi), kynferðislega (vændi), tilfinningalega (umhyggja fyrir drykkjumönnum) og fjárhags- lega Sjálfseyðileggjandi hegðun. Þol- endur geta reynt að skaða sjálfa sig með það fyrir augum að hegna sér fyrir að taka þátt í kynferðislegu at- ferli, framkalla sársauka þegar þeir í raun þurfa á umhyggju að halda eða ganga til móts við gerandann til að reyna að hafa einhverja stjórn á at- hæfinu. Dæmi um þetta er þegar börn rífa í hár sér, bíta sig, klóra eða ýta hlutum upp í leggöng eða enda- þarm. Eldri börn og unglingar geta brennt sig með sígarettum eða blandast oft inn í slagsmál við jafn- aldra. Áfengi, eiturlyf, hálfkærings sjálfsmorðstilraunir heyra hér einnig til. Svo virðist einnig, að unglingar sem oftar en einu sinni hafa orðið Fjölskyldumynstur okkar ýtir undir þögnina Gunnar Sandholt, yfirmaður fjöl- skyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur segir, að á síðustu árum hafi tvö til fjögur sifjaspellsmál kom- ið til meðferðar hjá barnaverndar- nefnd Reykjavíkur. Hins vegar hafi það færst í vöxt, að fólk tilkynni um slíkt athæfi til barnaverndarnefndar, — einkum á síðasta hálfa ári og þakk- ar hann það einkum aukinni umræðu um þessi mál. Sifjaspellsmál eru hins vegar ekki skráð sérstaklega hjá Fé- lagsmálastofnun. „Þetta er aðeins eitt af því sem getur verið að hjá fjöl- skyldum sem barnaverndarnefnd hef- ur þurft að hafa afskipti af og nefndin skráir ekki einstakar tegundir mála.“ Að sögn Gunnars er sú mikla at- hygli, sem kynferðisleg áreitni og of- beldi gegn börnum hefur fengið und- anfarið, tiltölulega ný af nálinni. „Við sem vinnum að barnavernd reynum að nálgast þessi mál fyrst og fremst með velferð barnsins í huga en ekki út frá refsihliðinni," segir hann. „Þær spurningar sem við glímum við eru fyrst og fremst þær hvernig við geturn fundið þessi börn og komið þeim til hjálpar eins fljótt og unnt er, hvernig við getum komið í veg fyrir athæfi af þessu tagi og hvernig ólíkar stofnanir þjóðfélagsins geti unnið saman með virkunt hætti að þessum málum.“ Gunnar segist ekki hafa neina ástæðu til að halda, að sifjaspellsntál séu færri hér á landi en í ná- grannalöndum okkar — og enga ástæðu heldur til að halda að þau séu færri utan Reykjavíkur en innan. „Það er afskaplega margt í okkar þjóðfélagi og fjölskyldumynstri, sem stuðlar að því að svona málum sé haldið leyndum og þau „leyst" innan fjölskyldunnar,“ segir hann. „Mér sýnist vera nokkur linka í dómskerfi okkar í garð kynferðisaf- brotamanna yfirleitt,“ segir Gunnar Sandholt. „Það er eins og menn séu á báðum áttum um, hvernig halda skuli á málum af þessu tagi. Samvinna barnaverndarnefndar og Rann- sóknarlögreglunnar hefur þó verið ágæt og lögreglan hefur á að skipa starfsliði sem sinnir börnum sérstak- lega. Hins vegar fellur dómskerfið Gunnar Sandholt: Réttarstaða barna þessa lands er ákaflega bág. 32 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.