Þjóðlíf - 01.11.1986, Side 43

Þjóðlíf - 01.11.1986, Side 43
Fúnksjónalisminn var grundvallað- ur á lýðræðislegum hugmyndum. Frelsun konunnar var einnig snar þáttur í hugmyndafræði hans. í fyrri heimsstyrjöldinni höfðu konur lagt sitt af mörkum. Meðan karlarnir börðust í skotgröfunum, yfirgáfu konur heimilin og gengu í störf karl- anna í verksmiðjunum. Að stríðinu loknu voru konur ekkert á því að láta reka sig inn á sinn fyrri bás inni á heimilunum. Þær kröfðust pólitísks jafnréttis og menntunar. Það varð því eitt af markmiðum fúnskjónalismans að skapa nýja og hagkvæma nytja- hluti, sem auðvelduðu konum að sinna nýju félagslegu hlutverki. Gallinn við góðar hugmyndir er sá, að þær má mistúlka og brengla. Fúnksjónalisminn hefur ekki farið varhluta af slíkri brenglun. Hann á sér líka marga andstæðinga og hefur verið heiftarlega gagnrýndur fyrir að vera vélrænn og ómanneskjulegur. Einkenni fúnksjónalismans voru ein- faldleiki, hrein form og hagnýtt gildi. Línur húsanna voru geómetrískar, þökin flöt, gluggarammar, handrið og fleira var úr járni. Einfaldleiki og notagildi ráðandi úti sem inni. Fúnk- sjónalisminn festi rætur víða um heim, en hvergi eins og á Norður- löndunum. Fúnksjónalisminn spratt upp af rústum síðari heimsstyrjaldar- innar og vagga hans stóð í Þýska- landi, nánar tiltekið í Bauhaus í borg- inni Weimar. En hvað var Bauhaus? Var það skóli, var það stefna — eða stórkostleg hugmynd? Listir og menning blómgast í Weimar- lýdveldinu Árið 1918 stóð þýska þjóðin á krossgötum. Styrjöldin var töpuð og þjóðfélagið í upplausn. Jafnréttis- og lýðsræðishugmyndum hafði vaxið ás- megin, svo ekki varð lengur framhjá þeim litið. í fyrsta sinn áttu verka- menn og bændur samleið þar sem þeir börðust hlið við hlið í skotgröf- unum. Eftir því sem tilgangsleysi stríðsins varð augljósara jókst sam- staðan og konungshollustan vék fyrir vaxandi þjóðerniskennd. Verkalýð- urinn fór um götur borganna og á síðustu mánuðum ársins 1918 hófust uppreisnir, sem bundu enda á sköp- unarverk Bismarcks; þýska keisara- dæmið. Úr rústum þess reis Weimar- lýðveldið, sem sögulega séð var lítið annað en tilraun til að bjarga þýska ríkinu, enda oft nefnt Pýska ríkið án keisara. Hið stutta lífsskeið Weimar-lýð- veldisins markaðist af pólitísku og efnahagslegu öngþveiti. Á 15 ára æviskeiði þess sátu 17 ríkisstjórnir. Peter Behrens. AEG-verksmiðjurnar í Belgíu. Andrúmsloftið var þrunguð örvænt- ingu og spennu. En hversu mótsagna- kennt sem það kann að virðast, áttu þýskar listir og menning eitt af sínum blómaskeiðum á þessum tíma, sem oft hefur verið kenndur við úrkynj- un. Einn þeirra, sem varð vitni að nið- urlægingu Þýskalands, upplausninni og örvæntingunni sem ríkti í þjóðfé- Walter Gropius. Málverk eftir bandaríska listmálarann Lyonel Feininger. laginu, var ungur arkitekt, Walter Gropius að nafni. Hann gerði sér ljóst, að hann var staddur á tíma- mótum. Nýr tími nýrra tækifæra var runninn upp. Hann safnaði um sig hópi valinna listamanna og hand- verksmanna og í sameiningu stofn- uðu þeir Bauhaus-skólann. En þótt segja megi, að Gropius hafi verið réttur maður, á réttum stað, á réttum tíma, ber að gæta að því, að rætur Bauhaus lágu langt aftur í tímann, allt aftur til miðrar nítjándu aldar. Óttinn við vélvæð- inguna Upp úr miðri nítjándu öld hófst vakning meðal listamanna, sem ótt- uðust og gagnrýndu þau áhrif, sem vélvæðing Iðnbyltingarinnar hafði á alla listsköpun. Handverkinu var rutt burt af véltækninni. Hinn vélunni varningur varð munaðarvara og sér- réttindi hinna ríku. í Bretlandi, þar sém Iðnbyltingin átti upphaf sitt, reyndi íslandsvinurinn og listamaður- inn William Morris að sporna gegn þessari þróun. Morris vildi samræma list og handiðn og endurvekja á þann hátt þverrandi virðingu fyrir hand- verki og listiðn. Áhrifa Morris gætti víða og beggja vegna Atlantsála risu upp svokall- aðar „Arts and Crafts“-hreyfingar og skólar eða lista- og handíðaskólar. í Þýskalandi mátti merkja áhrif hans í stofnun Deutsche Werkbund. Að stofnun þess stóðu tólf listamenn og tólf iðnfyrirtæki. Markmiðið með stofnunini var endurreisn handverks- ins og að veita listinni og handverk- inu inn í hið daglega umhverfi al- ÞJÓÐLÍF 43

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.