Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 62

Þjóðlíf - 01.11.1986, Síða 62
Apríl 1984. Lögreglukonan September 1972. Einn arabísku hryðjuverkamannanna sem tóku níu ísraelsmenn í gíslingu á Ólym- píuleikunum í Múnchen. geysihröð á flestum sviðum. Innfluttu Gyðingarnir settust einkum að á strandsléttunni norðanverðri, sem mun hafa verið mjög fólksfá fyrir þann innflutning; af lýsingum er- lendra ferðamanna frá öndverðri og miðri 19. öld að dæma hefur Pale- stína verið strjálbýl á þeim tíma og sumar byggðir meira að segja að mestu í auðn. Nýkomnu gyðingarnir fluttu með sér fjármagn, þekkingu og athafnasemi, þeir urðu fljótt orku- samir í verslun og iðnaði, keyptu og jarðir og stofnuðu samyrkjubú (kibb- úts). Þetta hleypti fjöri í atvinnulíf Palestínu. Nálægð landsins við Súez- skurðinn, sem tilbúinn var 1869, kann og að hafa valdið þar nokkru um. Þetta varð til þess að allmargt manna fluttist til Palestínu frá grannlöndunum. Kom það fólk eink- um frá svæðum sem nú eru ríkin Jór- danía, Sýrland og Egyptaland. Þessi innflutningur hélt áfram í verulegum mæli allt fram til þess að yfirráðatíma Breta lauk 1948 og ísraelsríki hið nýja var stofnað. Stjórn Breta virðist og hafa verið tiltölulega hagsæl efna- hagslega séð og mun það hafa átt sinn þátt í innflutningi þessum eftir heims- styrjöldina fyrri. Alkunna er að þorri ísraelsmanna okkar tíma (þó ekki allir) er innflytj- endur eða afkomendur fólks sem fluttist til Palestínu frá því á loka- skeiði sl. aldar og fram á þennan dag. Hitt hefur farið framhjá flestum, vilj- andi eða óviljandi, að verulegur hluti arabískumælandi Palestínumanna er fólk er fluttist til landsins á sama tíma, og afkomendur þess. Arabísk gyðingaandúd Fljótlega eftir að gyðingum tók að fjölga á ný í Palestínu fór að gæta vaxandi andúðar í þeirra garð af hálfu araba. Að baki þeirrar andúð- ar, sem fljótt varð úr svæsið hatur, liggja ýmsar ástæður. í þessu sambandi verður ekki hjá því komist að hafa mið af afstöðu íslams til annarra trúarbragða. Grundarvallaratriði í íslam er að þeirrar trúar menn séu yfir allt annað fólk hafnir, og það hefur haft í för með sér að frá sjónarhóli trúaðra múslima telst það til svívirðilegra helgispjalla að fólk sem játar önnur trúarbrögð njóti jafnréttis við þá og teljist fullgildir þjóðfélagsþegnar. Á síðari öldum, þegar Tyrkjaveldi hnignaði og Evrópuveldin mögnuð- ust, vænkaðist hagur a.m.k. sumra kristinna manna í löndum Tyrkja, en gyðingar þar áttu engan slíkan bak- í íslam er það grundvall- aratriði, að þeirrar trúar menn séu yfir annað fólk hafnir. hjarl sem þeir kristnu. Sú skoðun er orðið hefur almenn að gyðingar hafi að jafnaði búið við meira umburðar- lyndi í íslam en kristna heiminum hefur ekki við rök að styðjast. Staða gyðinga hjá báðum hefur að jafnaði verið svipuð; litið hefur verið á þá sem utangarðsmenn, sem að vísu ættu rétt á vernd samfélaga hinna sanntrúuðu, en aldrei mátti þó mikið út af bera til að þrengt væri að gyð ngum og þeir ofsóttir. Frá og með síðari hluta 18. aldar breyttist afstaða Evrópumanna til gyðinga til mannúð- legra horfs, en engin hliðstæð þróun átti sér stað í íslam. Líkt og hjá kristnum mönnum á gyðingaandúð sér stoð í ritningum þeirra helgum. Samkvæmt þeim bókum eru gyðingar hinir verstu menn þar eð þeir vísuðu Múhameð Yvonne Fletcher liggur í valnum eftir skothríð frá lýbíska sendi- ráðinu í Lundúnum. Ein skýring- anna á því hvers vegna Bretar studdu innrásina í Lýbíu, næreinir Evrópuþjóða. spámanni á bug er hann boðaði þeim opinberanir sínar og börðust við hann um völdin í Medína. Með hliðsjón af þessu má ætla að múslimum Palestínu hafi þótt keyra úr hófi er gyðingar, sem jafnvel aumustu múslimar höfðu til þessa tal- ið sjálfsagt að líta niður á, voru nú ekki einungis farnir að líta á sig sem jafningja múslima heldur og jafnvel sem þeim merkari menn. Sú stað- reynd, að gyðingarnir voru stórum betur menntaðir en þorri arabanna, hefur alið mjög á þessari öfund. Oftast virðist mega reikna með ýfingum milli innflytjenda og þeirra innfæddu þegar fólksflutningar eru annars vegar. Nærtækt dæmi um þetta er sú tortryggni og óvild, sem víða gætir milli Evrópumanna og þess mikla fjölda fólks er flust hefur inn til V-Evrópu síðustu áratugina. Ástæð- urnar eru jafnan margvíslegar, en séu innflytjendur áberandi ólíkir þeim innbornu hvað viðvíkur siðum og menningu, trú, tungumáli o.s.frv. eykur það yfirleitt líkurnar á illind- um. Og gyðingarnir frá Evrópu voru vissulega ólíkir arabískumælandi íbú- um Austurlanda nær um flest. Enn má nefna að hin gamla ara- bísk-íslamska yfirstétt landsins leit innflutning gyðinga illu auga frá því fyrsta, þar eð hún óttaðist um hagsmuni sína og sérréttindi fyrir þessum fjármögnuðu og velmennt- uðu innflytjendum. Einn af liðsodd- um þessarar yfirstéttar var Hadj Amín al-Husseini, stórmúfti af Jerú- salem, sem gerði Bretum og gyðing- um margan óleik á árunum milli heimsstyrjalda og leitaði stuðnings hjá Hitler og Mússólíni. Arafat, leið- togi PLO, er skyldur honum í móður- ætt. 62 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.