Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 34
Þ etta er mitt persónulega upp-gjör sem fór fram á sama tíma og fjárhagslegt uppgjör mitt. Það var farið í gegnum hvern einasta millimetra í viðskipta- dílum mínum og ég ákvað að gera þetta líka á persónulegu nótunum. Það var drulluerfið vinna að fara í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu – og líka þá persónulegu,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir. Í vikunni kom út bók Björgólfs, Bil- lions to Bust – and Back, þar sem hann fer yfir sögu sína, sigra í viðskiptalíf- inu og hvernig hann hefur tekist á við eftirköst efnahagshrunsins. Í bókinni leggur Björgólfur spilin á borðið og sérstaka athygli vekur að hann er ekki feiminn við að fjalla um einkalíf sitt sem hann hefur til þessa lagt sig fram um að halda fjarri kastljósi fjölmiðla. Í bókinni talar hann um fertugsafmælið fræga, brúðkaup sitt og Kristínar Ólafsdóttur og barneignir þeirra. Unnið að þýðingu á íslensku Fréttatíminn ræddi við Björgólf í vikunni í tilefni af útgáfu bókarinnar. Þegar hann er spurður af hverju hann skrifaði bókina segist hann hafa verið staðráðinn í því að láta hrunið verða tilefni til breytinga, að læra af því. „Ég vildi ekki láta seinna eins og ekkert hefði gerst, sem er hin klassíska með- virkni. Ég vildi láta þetta verða mér að lexíu og það er fínt að deila því með fólki. Hin ástæðan fyrir bókarskrifun- um er sú að það hafði verið rosa mikið bull í gangi eftir hrunið. Það hefur yfir- gengilegu bulli verið haldið fram um mig og mín viðskipti og sumt af því lifir enn góðu lífi. Ég hlýt að eiga rétt á því að segja mína hlið á málum. Hvort fólk fílar frásögnina eða trúir henni er þess mál.“ Björgólfur segir að hann hafi byrjað að halda utan um staðreyndir eftir hrun og punkta hjá sér. „Þetta byrjaði fyrst sem hobbí en síðar fór ég að velta því betur fyrir mér hver djöfullinn hefði eig- inlega gerst. Hvernig komst ég í þessa aðstöðu? Þá fór þetta að vaxa og mér fannst ég vera með heila bók í höndun- um,“ segir Björgólfur en hann staðfestir að unnið sé að þýðingu bókarinnar og hún verði gefin út á Íslandi innan skamms. Það náist þó ekki fyrir jól. Kristín er stolt af bókinni Þú hefur haldið úti vefnum BTB.is í nokkur ár og gefur nú út þessa bók. Þér virðist vera annt um það hvernig augum fólk lítur þig. „Já. Ég tek ábyrgð á því sem ég segi og geri og mér er umhugað um hvernig fólk lítur á mig. Og hvernig mér líður sjálfum. Ég vil hafa hlutina uppi á borðinu og mér leiðist þykjustuleikur, þegar menn skauta framhjá staðreyndum. Ég vil ræða hlutina beint og stundum finnst fólki það skrítið. Návígið á Íslandi er mikið.“ Það er einmitt athyglisvert að þú ert mjög opinskár í skrifum um þitt einkalíf og fjölskyldu þína. „Já, ég ákvað það. Ég tala um hluti sem hafa verið í umræðunni heima, í fjölmiðlum. Ef ég vil að fólk taki mig trúanlegan fannst mér ég verða að taka stökkið og koma nakinn fram, með vörtum og öllu, eins og þeir segja hér í Englandi. Ég ákvað að ganga hreint til leiks og koma fram eins og ég er. Það er eina leiðin til að fólk hlusti alvarlega á mann. Að játa mistök svo fólk skilji að þú sért heill þegar þú ert að tala. Það er enginn leikaraskapur. Þetta er ákveð- ið áhættuspil því ég hef aldrei viljað opna mig en þarna fer ég í öfuga átt. En ég tek útpældar áhættur. Annað hvort gengur þetta eða ekki.“ Björgólfur segir að það hafi ekki verið sjálfgefið að opna sig um málefni fjölskyldunnar. „Kristín hefur sýnt mér mikinn stuðning og segist vera ákaflega stolt í dag, af bókinni og mér fyrir að hafa skrifað hana. Það var ekki alltaf þannig. Margir nánir mér reyndu að draga úr mér að gera þetta og héldu að þetta myndi skaða mig en ég hélt áfram með stuðningi konunnar minnar, foreldra og fleiri. Ég er ákaflega þakklátur þeim fyrir að leyfa mér að segja fjölskyldu- söguna.“ Sagan endurtekur sig í fjölskyld- unni Eftir að hafa farið í gegnum þessa sjálfs- skoðun og uppgjör, hvað finnst þér standa upp úr? „Eitt besta ráðið fékk ég frá vini mínum sem sagði mér að bíða í nokkur ár með útgáfuna. Hvert ár færir þér meiri fjarlægð, sagði hann. Ég er feginn að ég beið, það færði mér meiri sýn og yfirvegaðra hugarfar. Ég vildi líka klára að borga upp allar skuldir mínar. Það var forsenda útgáfunnar. En það sem stendur upp úr er kannski hvað sagan endurtekur sig oft í fjölskyldu minni. Fyrst langafi, svo pabbi og ég. Þetta eru allt menn sem hafa hug á því að gera stóra hluti, hafa Ég ákvað að segja alla fjölskyldusöguna Björgólfur Thor Björgólfsson hefur gefið út bókina Billions to Bust – and Back þar sem hann fer yfir feril sinn og gerir upp stóra atburði í viðskiptum og einkalífi. Athygli vekur að í bókinni fjallar hann á opinskáan hátt um einkalíf sitt; fertugsafmælið á Jamaíka, vandræði í sambandi sínu og Kristínar Ólafsdóttur og síðar barneignir þeirra og brúðkaup. Fréttatíminn ræddi við Björgólf Thor í vikunni og birtir að auki kafla úr bókinni þar sem hann fjallar um samband sitt og Kristínar og sambandið við föður sinn, Björgólf Guðmundsson. Hver er Björgólfur Thor Björgólfsson Fæddur 19. mars 1967. Sonur Björgólfs Guðmundssonar og Þóru Hallgrímsson. Lauk prófi í við- skiptafræði frá New York University. Rak skemmti- staðinn Tunglið í félagi við Skúla Mogensen í byrjun tíunda áratugarins. Efnaðist á rekstri gosdrykkjaverk- smiðju í Rússlandi. Fyrsti Íslendingur- inn sem komst á lista Forbes Magazine yfir 500 ríkustu einstaklinga heims. Á í dag yfir milljarð Bandaríkjadala. Kvæntur Krist- ínu Ólafsdóttur kvikmyndafram- leiðanda og saman eiga þau þrjú börn. Þau eru búsett í London. ? framkvæmdaeðli í sér og eru hug- myndaríkir og kappsamir. Allir lenda í svipuðum öldudal og alltaf virðast þeir halda að þeir séu öðru- vísi en aðrir. Sagan endurtekur sig alltaf. Eftir á hugsar maður auðvit- að, af hverju staldraðirðu ekki við? Ég held að það sé ákaflega hollt hverjum sem er að fara í svona upp- gjör og sjálfsskoðun. Ég vona samt að maður lendi ekki oft í þessu.” Ekki farinn að skipuleggja fimmtugsafmælið Heldurðu að álit Íslendinga á þér hafi breyst síðan 2008? „Já, ég held það. Íslensk sýn er reyndar oft svo öfgafull; ástandið er annað hvort frábært eða ömurlegt og okkur hættir til að vera annað hvort eins og dagarnir í desember eða í júlí. Það er hluti af umhverfi okkar og eðli. Ég er ekki að reyna að verða einhver hetja aftur. Ég vil alls ekki komast á stall sem bis- nessmönnum var tyllt á fyrir hrun. Það var bara rugl. Það eina sem ég vil er að fá að njóta sannmælis. Ég held að fjarlægðin sé að færa okkur öðruvísi sýn á hrunið. Ég hef í fjögur ár svarað öllu á vefnum mín- um og það hefur oft verið þungur róður. Í fyrstu vildi enginn hlusta en smám saman fór fólk að hlusta á báðar hliðar. Það þarf ekki endilega að vera sammála en það er ekki lengur búið að dæma fyrirfram.“ Ertu byrjaður að skipuleggja fimmtugsafmælið? Nei... ætli það verði ekki bara pyl- supartí og hoppukastali. Það verður alla vega eitthvað öðruvísi en það síðasta. En ég þarf nú að fara að huga að því, það styttist í það. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Björgólfur Thor Björgólfsson fjallar á opinskáan hátt um viðskipti sín og einkalíf í bókinni Billions to Bust – and Back sem kom út í vikunni. Ljósmynd/RAX Sjá bókakafla á næstu opnu 34 viðtal Helgin 28.-30. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.