Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 52
52 ferðalög Helgin 28.-30. nóvember 2014  sumarfrí Úrval fyrir sólarþyrsta næsta sumar þ að flugu ríflega 117 þúsund Íslendingar til útlanda í sumar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og fjölgaði ferðum landans um tíund frá sama tíma árið 2013. Hversu stór hluti þessara far- þega var á leið til suðurhluta Evr- ópu er ekki vitað en í ljósi þess hver framboð af sólarlandaferðum er mikið má gera ráð fyrir að tugir þús- unda Íslendinga heimsæki strendur Miðjarðarhafsins á sumrin. Þrjár ferðir í viku Forsvarsmenn ferðaskrifstof- anna hafa sagt að síðasta sumar hafi gengið vel og það ríkir greini- lega bjartsýni á að næsta ár verði ennþá betra. Sem dæmi um það ætla Heimsferðir, Úrval-Útsýn og Vita allar bjóða upp á reglulegar ferðir til Mallorca næsta sumar. Oft sam- einast þessar stærstu ferðaskrif- stofur landsins um leiguflug til sól- arstranda en svo verður ekki með ferðirnar til Mallorca. Það verður því flogið þrisvar í viku frá Keflavík til Palma næsta sumar en síðustu ár hefur framboð á ferðum til sól- areyjunnar verið mjög takmarkað. Það stefnir líka í að íslenskum ferða- mönnum á Tenerife yfir sumartím- ann fjölgi umtalsvert því frá og með vorinu verða ferðir þangað þrefalt tíðari en síðasta sumar. Fleiri ítalskar borgir Ítalir hafa ekki farið sömu leið í uppbyggingu ferðaþjónustunnar og til dæmis Spánverjar og Grikkir hafa gert. Ítölsku strandhótelin eru til að mynda oft minni og ekki allt- af með sundlaugar. Þeir sem halda til Ítalíuskaga yfir sumarmánuðina eru því ekki alltaf á leið í klassíska sólarlandaferð. Undanfarin sumur hefur hins vegar aðeins verið hægt að fljúga beint héðan til Mílanó en á næsta ári bætist við áætlunarflug Primera Air til Bologna og WOW air og spænska flugfélagið Vueling munu fljúga til Rómar. Tyrkland og Grikkland inni Á meðan Spánn hefur verið fast- ur liður á sumardagskrá ferðaskrif- stofanna í áratugi þá hafa önnur lönd í suðurhluta Evrópu dottið inn og út af lista. Í hittifyrra komst gríska eyjan Krít á kortið á ný og í fyrra var töluvert úrval af ferðum til Tyrklands. Ferðunum fjölgar til tyrkneskra sólarstranda á næsta ári og mun ferðaskrifstofan Nazar til að mynda bjóða upp á flug þangað frá Akureyri í haust. Einnig verður hægt að fljúga beint til suðurhluta Portúgals með Vita. Það er ekki útilokað að fleiri borg- ir og jafnvel lönd eigi eftir að bæt- ast við úrvalið á næstunni. Þeir sem ætla ekki að treysta á gott veður hér heima hafa því úr nægum ferðum að velja til suðurhluta Evrópu næsta sumar. Miklu fleiri sólarlandaferðir Flugfélögin og ferðaskrifstofurnar eru byrjaðar að auglýsa sumarferðirnar og af úrvalinu að dæma þá er gert ráð fyrir áframhaldandi ferðagleði Íslendinga. v Höfundar kynna bækur sínar, sýnishorn úr hannyrðabókum, boðið upp á smakk úr matreiðslubókum. v Lesið upp úr barnabókum eftir að tendrað hefur verið á jólatrénu. v 20% afsláttur í Eymundson, Smáralind af bókunum sem kynntar verða. v Sjá dagskrá www.salka.is Sölkudagur í Smáralind v v v laugardaginn 29. nóvember kl. 12.30 - 16.00 Bókaútgáfan Salka í gryfjunni, neðri hæð, við Debenhams Komdu í Smáralind og kynntu þér frábærar bækur frá Sölku salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík WOW air og Vueling fljúga til höfuðborgar Ítalíu næsta sumar. Aldrei áður hefur íslenskum túristum staðið til boða áætlunarflug frá Keflavík til Rómar. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Íslendingar ferðast ekki aðeins til Kanaríeyja yfir veturinn því á sumrin er flogið til Tenerife og í boði verða þrjár ferðir í viku frá og með vorinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.