Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 48
Þ Það er markmið okkar sem stöndum að blaðaútgáfu að bærilega réttur texti sé á borð borinn fyrir lesendur. Blöð fræða, upplýsa og skemmta en eru um leið mikilvægur þáttur í því að stuðla að auknum lestri fólks. Ekki veitir af, ef marka má fréttir. Rannsóknir sýna að hluti ungmenna á erfitt með að tileinka sér texta til gagns, einkum drengir. Það þarf að bæta úr því með efni sem til þeirra höfðar. Þá sakar ekki ef textinn er skemmtilegur. Þetta kom upp í hugann þegar fjórða bindi Skag- firskra skemmtisagna eftir Björn Jóhann Björnsson, blaðamann á Morgun- blaðinu, barst mér í hendur. Björn Jóhann, Skagfirðing- ur í húð og hár, viðheldur með útgáfu sinni því sem almælt er, að Skagfirðingar séu léttir í lund og gaman- samir. Af fyrstu sögunni í bókinni má þó draga í efa að sumir þeirra hafi reynt um of á sig þegar stafsetningin var kennd í barnaskólanum en þar segir af rafvirkj- unum Bödda á Gili og Valla Björns sem oft unnu saman. Eitt sinn höfðu þeir verið að vinna fyrir Sauðárkrókshöfn og Böddi tók til við að útbúa vinnuskýrsl- una. „Hvað eru mörg b í Sauðárkrókshöfn?“ spurði Böddi. „Hvað ertu kominn með mörg?“ svar- aði Valli. „Þrjú.“ „Láttu það duga.“ Skagfirskir feður styðja syni sína hins vegar þegar kemur að náminu svo ung- viðinu vegni betur þegar út í harða lífs- baráttuna kemur. Þannig segir Björn Jóhann í bók sinni af Ólafi Jónssyni á Hellulandi, atorkusömum manni sem víða lætur gott af sér leiða. Ólafur hefur meðal annars sinnt ýmsum verkum fyrir íþróttafélagið Tindastól á Sauðár- króki. Hann tók einu sinni að sér akstur, suður með karlaliðið í fótbolta. Lagt var af stað snemma að morgni en leikmenn tóku fljótlega eftir því að Óli var eitthvað illa fyrir kallaður, geispaði mikið og var greinilega ósofinn. Hann hélt þó athygl- inni við stýrið að mestu. Þegar hann var spurður hvað hann hefði verið að gera um nóttina svaraði hann geispandi: „Ahhh, ég var að gera ritgerð um Rómarveldið og Kleópötru!“ Leikmenn urðu eitt spurningamerki í framan og fengu þá skýringu að Óli hefði tekið að sér að skrifa ritgerð fyrir son sinn, sem á miðnætti uppgötvaði að hann ætti að skila verkinu af sér daginn eftir. Settist Óli þá við tölvu og ritaði um Rómarveldið fram á rauðan morgun. Strákurinn fékk yfir 9 í einkunn fyrir næturvinnu föðurins! Annars eru börnin í Skagafirði ekk- ert að flækja hlutina. Að því komst séra Hjálmar Jónsson í Sauðárkrókskirkju á sínum tíma, en hann er nú dómkirkju- prestur eftir að hafa í nokkur ár sinnt þingmennsku. Í tíð Hjálmars á Króknum var oft morgunstund í safnaðarheimilinu á laugardögum. Einn morgun, í upphafi aðventu, ræddi presturinn við börnin um aðventukransinn, hvað kertin hétu, hvernig siðir og venjur væru í kringum hann og fleira. Þetta var hátíðleg stund og krakkarnir hlustuðu andaktugir. Síð- an sneri Hjálmar sér að einum stráknum og spurði: „Hvernig er þetta heima hjá þér?“ „Við notum bara eldspýtur,“ svaraði sá stutti. Það er allt stærst og mest í víðáttunni í Skagafirði. Um það eru mörg dæmi, meðal annars það er kanadískur bóndi, Vestur-Íslendingur, var í heimsókn hjá Sigurjóni Jónassyni, Dúdda í Skörðugili. Dúddi bauð manninum að sjálfsögðu inn þar sem Sigrún, kona hans, töfraði fram veisluborð og þeir ræddust við lengi dags um landsins gagn og nauðsynjar, enda leitun á viðræðubetri manni en Dúdda. Þegar þeir svo kvöddust úti á hlaði spurði sá kanadíski hvað Skörðugil væri stór jörð. Þá benti Dúddi niður að Holt- stjörn og upp á Ás og sagði við manninn: „Þetta er nú landið mitt!“ Það leyndi sér ekki að þeim kanadíska þótti þetta heldur smátt í sniðum og sagði: „Jörðin mín heima í Kanada er nú þannig, að þó ég setjist upp í Landróver- inn að morgni og keyri eins og mest ég má, þá endist mér ekki dagurinn til að komast að endimörkum landareignar- innar!“ Þá leit Dúddi á manninn, með vorkunn- arsvip, og sagði: „Já, góði minn. Ég skil það vel, ég átti líka einu sinni nákvæmlega svona Landróver!“ Fleiri útlendinga hitti Dúddi langt að komna í Skagafjörðinn en fyrir mörgum árum var ung hollensk stúlka á Varma- læk. Fékkst hún við tamningar og þótti snjöll. Dúdda þótti hún eitthvað ein- kennilega máli farin og í lok heimsóknar á Varmalæk spurði hann Svein bónda: „Hvernig er það með hollensku stelp- una? Er hún dönsk?“ Þar sem fyrsti sunnudagur í aðventu er á sunnudaginn er rétt er að ljúka þessari skagfirsku yfirreið með fallegri jólasögu af Bensa á spítalanum, eins og hann var kallaður, en hann hafði lengi aðsetur á gamla sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, þar sem nú er safnaðarheimili, þótt naumast teldist hann lengur sjúklingur. Bensa þótti, eins og fleirum, mjög vænt um Hallfríði hjúkrunarkonu. Einu sinni sendi Hallfríður Bensa jólakort og um það spunnust eftirfarandi orðaskipti: „Blessunin hún Hallfríður mín gaf mér svo fallegt kort.“ „Og hvað var á kortinu, Bensi minn?“ „Það var af Jesú og því fólki.“ Því er svo við að bæta að Bensi átti stundum í útistöðum við starfsstúlkurn- ar á spítalanum, þótt honum þætti vænt um Hallfríði. Eitt sinn sem oftar setur ein stúlkan ofan í við Bensa og segir við hann: „Ef þú hagar þér ekki eins og almenni- legur maður þá verður þú rekinn úr mannfélaginu.“ „Jæja,“ sagði Bensi, „þá geng ég bara kvenfélagið!“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is „Átti sjálfur svona Landróver“ Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 19.11.14 - 25.11.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Disney Skálmöld Einar Kárason Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson Öræfi Ófeigur Sigurðsson Kamp Knox Arnaldur Indriðason DNA Yrsa Sigurðardóttir Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir Bragi Valdimar Skúlason Saga þeirra, sagan mín Katrín Stella Briem Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson Gæðakonur Steinunn Sigurðardóttir 48 viðhorf Helgin 28.-30. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.