Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 24
Upphaf- lega reikn- uðum við með því að þetta yrði 10- 12 manna fyrirtæki. Þ etta er sannkallað fjölskyldufyrirtæki,“ segja hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon sem reka Lindex- verslanirnar á Íslandi sem nú eru orðnar fimm tals- ins. „Daníel sonur okkar er þegar farinn að aðstoða við að setja í poka og hjálpa til á lagernum. Anna Sóley sem er tveggja ára er sannkallað Lindex-barn og hefur verið með okkur frá upphafi. Litla fólkið okkar hefur í raun alist upp í Lindex og veit ekkert skemmtilegra en að koma í búðirnar og velja sér föt,“ segir Lóa. Fjölmargir sem tilheyra stórfjöl- skyldunni starfa hjá Lindex og er því um fátt annað rætt í fjölskylduboðum. „Það getur verið erfitt fyrir þá sem eru ekki að vinna hér,“ segir Lóa og hlær. Fimmta Lindex-verslunin á Íslandi var opnuð 15. nóvember í Kringlunni en þar var um að ræða sérstaka kvenfataverslun. Fyrir voru í Kringlunni barnafataverslun og nýverið var þar einnig opnuð búð með undirfötum fyrir konur. Þá eru ótaldar verslanirnar í Smáralind, þá fyrstu sem var opnuð Fjölskyldan starfar hlið við hlið Fimmta Lindex-verslunin á Íslandi var opnuð á dögunum og mættu um sex þúsund manns á opnunardaginn. Hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, sem reka verslanirnar, segja að vinsældirnar hafi komið ánægjulega á óvart en fyrsta verslunin var opnuð hérlendis fyrir þremur árum. Lindex á Íslandi er sannkallað fjölskyldufyrirtæki, þar starfa fjölmargir innan stórfjölskyldunnar þeirra og því er gjarnan fátt annað en Lindex í fjölskylduboðum. Albert hefur þegar fengið nasasjón af karlalínu Lindex sem er enn í þróun. árið 2011, og á Glerártorgi á Akur- eyri en báðar bjóða þær upp á alla vörulínu Lindex; barnaföt, kvenfatnað og undirföt fyrir kon- ur. Albert og Lóa segja fjölskyld- una vissulega ganga mikið fatnaði frá Lindex en þó engin herrafata- verslun sé enn komin er Lindex að þróa línu fyrir karlmenn. Al- bert er því ekki skilinn út undan og hefur prófað nokkuð af herra- fatnaðinum. „Mér líst virkilega vel á þetta,“ segir hann. Um 130 starfsmenn Gríðarleg stemning var við opnunina í Kringlunni, þar sem dansarar frá Íslenska dans- flokknum ásamf fimleikastelpum voru með uppákomu fyrir framan verslunina á rauðum dregli áður en tjöldin voru dregin frá með við- höfn, plötusnúðurinn Anna Rakel þeytti skífum og heilnæmt snarl var á boðstólum. Albert segir um 6 þúsund manns hafa komið fyrsta daginn og þau eru því að vonum ánægð með móttökurnar. „Við leggjum ekki bara áherslu á að vera með góðar og fallegar vörur heldur viljum við að heim- sókn í Lindex sé tískuupplifun á heimsmælikvarða. Starfsfólkið okkar á stóran þátt í því en um 130 manns starfa hjá Lindex á Íslandi og við teljum þjónustuna vera mikilvægan þátt í því hversu vel okkur hefur gengið. Þetta er líka hagkvæmur tískufatnaður og við- skiptavinir okkar hafa gjarnan á orði þegar þeir sjá verðið að þetta sé eins og að koma til útlanda,“ segir Albert en Lindex er sænskt fyrirtæki og því um skandinav- íska hönnun að ræða sem virðist höfða vel til Íslendinga miðað við hversu fljótt verslununum hefur fjölgað hér á skömmum tíma. Þau óraði ekki fyrir þessum vinsældum á sínum tíma. Aðeins fimm ár eru síðan þau voru búsett í Svíþjóð, Albert við kennslu og Lóa í fæðingarorlofi. Hún var þá mikið að versla á börnin, ákvað að kaupa smá lager og byrjaði að selja barnaföt til Íslands. Það vatt líka fljótt upp á sig. Þegar þau fluttu aftur til Íslands stóðu þau í ströngu við heimakynn- ingar á barnafatnaði og reikna með að sumarið 2010 hafi þau haldið um 100 heimakynningar víða um land. „Ég var þá farinn að taka meiri þátt í þessu, var að bera töskur upp og niður stiga, en stundum var ég líka að hugsa um strákana á meðan Lóa sá um kynningarnar,“ segir Albert sem telur að þau hafi hitt allt að 2 þúsund kon- ur á þessum tíma sem sýndu mikinn áhuga á vörum Lindex. „Eftir þetta sáum við að hér voru allar forsendur til að opna Lindex-verslun og heimsóttum höfuð- stöðvarnar í Gautaborg til að kynna hugmynd- ina. Upphaflega reikn- uðum við með því að þetta yrði 10-12 manna fyrirtæki. Ég ætlaði að vera á lager fyrir hádegi og á skrifstof- unni eftir hádegi, en þetta hefur sannarlega þróast og stækkað,“ segir Albert. Styrkja krabbameinsrann- sóknir Samstarf Lindex-keðjunnar við alþjóðlegar stórstjörnur hefur vakið athygli en skemmst er að minnast þess þegar leikkonan Kate Hudson sat fyrir í auglýs- ingaherferð fyrirtækisins og kom í viðtöl við íslenska fjölmiðla, sem og erlenda, vegna þess en árið áður var það Penelope Cruz sem prýddi auglýsingar Lindex. Stórstjörnur á sviði hönnunar og tísku hafa einnig unnið með Lindex og síðast var það Jean Paul Gaultier sem hannaði línu fyrir Lindex en hluti af sölu- ágóða þeirrar línu rennur til Krabbameinsfélags Íslands. Slík verkefni hafa verið árleg hjá Lindex, á síðasta ári var það lína breska hönnuðarins Matthew Williamson sem var tileinkuð baráttunni gegn brjóstakrabba- meini og þar áður ítalska tísku- hússins Missoni. „Lína Jean Paul Gaultier kom í október og við- tökurnar hafa verið framar vonum. Vegna þessa verður framlag okkar til Krabbameinsfélags Íslands það stærsta til þessa. Auk þess að hanna fatalínu hafa þessir hönn- uðir hannað bleikt armband og salan á armbandinu sem Jean Paul Gaultier hannaði er tvöfalt meiri en í fyrra. Sá hluti styrksins er því tvöfaldaður og það er í krafti okkar viðskiptavina sem við getum styrkt þennan mál- stað,“ segir Albert og bendir á að það sé í raun einföld leið til að skýra vinsældir Lindex á Íslandi: „Við erum með bestu viðskipta- vini í heimi.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, ásamt börnum sínum, Daníel Viktor 12 ára, Magnúsi Val 5 ára og Önnu Sóleyju 2ja ára. Ljósmynd/Hari Opnanir verslana: 12. nóvember 2011: Öll vörulína Lindex í Smára- lind. Verslunin stækkuð 2012. 2. nóvember 2013: Lindex Kids í Kringlunni. 16. ágúst 2014: Öll vöru- lína Lindex á Glerártorgi, Akureyri. 4. október 2014: Lindex Underwear í Kringlunni. 15. nóvember 2014: Lin- dex Women í Kringlunni. Train Smarter with the Kinetic inRide and inRide App. Learn more about power training at: kurtkinetic.com/inride KRÍA HJÓL - GRANDAGARÐUR 7 - 101 REYKJAVÍK s.5349164 INFO@KRIAHJOL.IS KINETIC ROAD MACHINE + inRIDE WATT METER Smart-phone* based costing hundreds more. Kinetic2015_inRide_100x100.indd 2 10/22/14 1:10 PM * Works with Apple™ iOS devices with Bluetooth Smart® 24 viðtal Helgin 28.-30. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.