Fréttatíminn - 28.11.2014, Qupperneq 24
Upphaf-
lega reikn-
uðum við
með því
að þetta
yrði 10-
12 manna
fyrirtæki.
Þ etta er sannkallað fjölskyldufyrirtæki,“ segja hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon sem reka Lindex-
verslanirnar á Íslandi sem nú eru orðnar fimm tals-
ins. „Daníel sonur okkar er þegar farinn að aðstoða
við að setja í poka og hjálpa til á lagernum. Anna
Sóley sem er tveggja ára er sannkallað Lindex-barn
og hefur verið með okkur frá upphafi. Litla fólkið
okkar hefur í raun alist upp í Lindex og veit ekkert
skemmtilegra en að koma í búðirnar og velja sér
föt,“ segir Lóa. Fjölmargir sem tilheyra stórfjöl-
skyldunni starfa hjá Lindex og er því um fátt annað
rætt í fjölskylduboðum. „Það getur verið erfitt fyrir
þá sem eru ekki að vinna hér,“ segir Lóa og hlær.
Fimmta Lindex-verslunin á Íslandi var opnuð
15. nóvember í Kringlunni en þar var um að ræða
sérstaka kvenfataverslun. Fyrir voru í Kringlunni
barnafataverslun og nýverið var þar einnig opnuð
búð með undirfötum fyrir konur. Þá eru ótaldar
verslanirnar í Smáralind, þá fyrstu sem var opnuð
Fjölskyldan starfar hlið við hlið
Fimmta Lindex-verslunin á Íslandi var opnuð á dögunum og mættu um sex þúsund manns á opnunardaginn. Hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór
Magnússon, sem reka verslanirnar, segja að vinsældirnar hafi komið ánægjulega á óvart en fyrsta verslunin var opnuð hérlendis fyrir þremur árum. Lindex á Íslandi
er sannkallað fjölskyldufyrirtæki, þar starfa fjölmargir innan stórfjölskyldunnar þeirra og því er gjarnan fátt annað en Lindex í fjölskylduboðum. Albert hefur þegar
fengið nasasjón af karlalínu Lindex sem er enn í þróun.
árið 2011, og á Glerártorgi á Akur-
eyri en báðar bjóða þær upp á
alla vörulínu Lindex; barnaföt,
kvenfatnað og undirföt fyrir kon-
ur. Albert og Lóa segja fjölskyld-
una vissulega ganga mikið fatnaði
frá Lindex en þó engin herrafata-
verslun sé enn komin er Lindex
að þróa línu fyrir karlmenn. Al-
bert er því ekki skilinn út undan
og hefur prófað nokkuð af herra-
fatnaðinum. „Mér líst virkilega vel
á þetta,“ segir hann.
Um 130 starfsmenn
Gríðarleg stemning var við
opnunina í Kringlunni, þar sem
dansarar frá Íslenska dans-
flokknum ásamf fimleikastelpum
voru með uppákomu fyrir framan
verslunina á rauðum dregli áður
en tjöldin voru dregin frá með við-
höfn, plötusnúðurinn Anna Rakel
þeytti skífum og heilnæmt snarl
var á boðstólum. Albert segir
um 6 þúsund manns hafa komið
fyrsta daginn og þau eru því að
vonum ánægð með móttökurnar.
„Við leggjum ekki bara áherslu
á að vera með góðar og fallegar
vörur heldur viljum við að heim-
sókn í Lindex sé tískuupplifun á
heimsmælikvarða. Starfsfólkið
okkar á stóran þátt í því en um 130
manns starfa hjá Lindex á Íslandi
og við teljum þjónustuna vera
mikilvægan þátt í því hversu vel
okkur hefur gengið. Þetta er líka
hagkvæmur tískufatnaður og við-
skiptavinir okkar hafa gjarnan á
orði þegar þeir sjá verðið að þetta
sé eins og að koma til útlanda,“
segir Albert en Lindex er sænskt
fyrirtæki og því um skandinav-
íska hönnun að ræða sem virðist
höfða vel til Íslendinga miðað við
hversu fljótt verslununum hefur
fjölgað hér á skömmum tíma.
Þau óraði ekki fyrir þessum
vinsældum á sínum tíma. Aðeins
fimm ár eru síðan þau voru búsett
í Svíþjóð, Albert við kennslu og
Lóa í fæðingarorlofi. Hún var þá
mikið að versla á börnin, ákvað
að kaupa smá lager og byrjaði
að selja barnaföt til Íslands. Það
vatt líka fljótt upp á sig. Þegar
þau fluttu aftur til Íslands stóðu
þau í ströngu við heimakynn-
ingar á barnafatnaði og reikna
með að sumarið 2010 hafi þau
haldið um 100 heimakynningar
víða um land. „Ég var þá farinn
að taka meiri þátt í þessu, var að
bera töskur upp og niður stiga,
en stundum var ég líka að hugsa
um strákana á meðan Lóa sá um
kynningarnar,“ segir Albert sem
telur að þau hafi hitt
allt að 2 þúsund kon-
ur á þessum tíma sem
sýndu mikinn áhuga á
vörum Lindex. „Eftir
þetta sáum við að hér
voru allar forsendur til
að opna Lindex-verslun
og heimsóttum höfuð-
stöðvarnar í Gautaborg
til að kynna hugmynd-
ina. Upphaflega reikn-
uðum við með því að
þetta yrði 10-12 manna
fyrirtæki. Ég ætlaði
að vera á lager fyrir
hádegi og á skrifstof-
unni eftir hádegi, en
þetta hefur sannarlega
þróast og stækkað,“ segir Albert.
Styrkja krabbameinsrann-
sóknir
Samstarf Lindex-keðjunnar við
alþjóðlegar stórstjörnur hefur
vakið athygli en skemmst er að
minnast þess þegar leikkonan
Kate Hudson sat fyrir í auglýs-
ingaherferð fyrirtækisins og kom
í viðtöl við íslenska fjölmiðla,
sem og erlenda, vegna þess en
árið áður var það Penelope Cruz
sem prýddi auglýsingar Lindex.
Stórstjörnur á sviði hönnunar
og tísku hafa einnig unnið með
Lindex og síðast var það Jean
Paul Gaultier sem hannaði línu
fyrir Lindex en hluti af sölu-
ágóða þeirrar línu rennur til
Krabbameinsfélags Íslands.
Slík verkefni hafa verið árleg hjá
Lindex, á síðasta ári var það lína
breska hönnuðarins Matthew
Williamson sem var tileinkuð
baráttunni gegn brjóstakrabba-
meini og þar áður ítalska tísku-
hússins Missoni. „Lína Jean Paul
Gaultier kom í október og við-
tökurnar hafa verið
framar vonum.
Vegna þessa verður
framlag okkar til
Krabbameinsfélags
Íslands það stærsta
til þessa. Auk þess
að hanna fatalínu
hafa þessir hönn-
uðir hannað bleikt
armband og salan
á armbandinu sem
Jean Paul Gaultier
hannaði er tvöfalt
meiri en í fyrra. Sá
hluti styrksins er
því tvöfaldaður og
það er í krafti okkar
viðskiptavina sem
við getum styrkt þennan mál-
stað,“ segir Albert og bendir á
að það sé í raun einföld leið til að
skýra vinsældir Lindex á Íslandi:
„Við erum með bestu viðskipta-
vini í heimi.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og
Albert Þór Magnússon, ásamt
börnum sínum, Daníel Viktor 12
ára, Magnúsi Val 5 ára og Önnu
Sóleyju 2ja ára. Ljósmynd/Hari
Opnanir
verslana:
12. nóvember 2011: Öll
vörulína Lindex í Smára-
lind. Verslunin stækkuð
2012.
2. nóvember 2013:
Lindex Kids í Kringlunni.
16. ágúst 2014: Öll vöru-
lína Lindex á Glerártorgi,
Akureyri.
4. október 2014: Lindex
Underwear í Kringlunni.
15. nóvember 2014: Lin-
dex Women í Kringlunni.
Train Smarter with
the Kinetic inRide
and inRide App.
Learn more about power training at: kurtkinetic.com/inride
KRÍA HJÓL - GRANDAGARÐUR 7 - 101 REYKJAVÍK s.5349164 INFO@KRIAHJOL.IS
KINETIC ROAD MACHINE
+ inRIDE WATT METER
Smart-phone* based
costing hundreds more.
Kinetic2015_inRide_100x100.indd 2 10/22/14 1:10 PM
* Works with Apple™ iOS devices with Bluetooth Smart®
24 viðtal Helgin 28.-30. nóvember 2014