Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 42
GJAFAKORT KRÓNUNNAR Jólagjöfin sem nýtist öllum Pantaðu gjafakortið á Kronan.is Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár! Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. Fæst einnig í Hagkaupi Smáralind, Skeifunni og Garðabæ. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Laugardagar kl. 11-18 Sunnudagar kl. 12-18 Falleg jólatré É g hlakka til að lesa þessa bók því ég hafði svo gam-an að Ljósu. „Skemmtilegt að þú skulir minnast á Ljósu því að hún fæð- ist árið 1874 og það er einmitt aðalárið í Vonarlandi. Svo það er ákveðin tenging þarna á milli.“ Já, og er það bara tilviljun? „Já, algjör tilviljun. Það er svo margt skemmtilegt og áhuga- vert að gerast í Reykjavík á þessu árabili. Kristján konung- ur IX kom til dæmis til lands- ins þetta ár og færði okkur nýja stjórnarskrá. Því hefur verið lýst í bókum áður en þessi bók er öll sögð frá sjónarhóli dag- launakvenna.“ Af hverju ákvaðstu að skrifa um þessar konur? „Því ég hef svo oft verið að skoða mig um inni í þvotta- laugunum og hugsað um örlög- in sem áttu sér stað þar. Allar sögurnar á bak við sögurnar. Og eftir því sem ég hef hugsað meira um þetta hefur hið ein- sleita karlasjónarhorn sögunnar farið dálítið í mig. Mig langaði að hin röddin fengi að heyrast. Og þegar ég fór að skoða og lesa mér til um Reykjavík þessa tíma sá ég að konur voru alls staðar að strita og áttu oft mjög erfitt líf.“ Og þú vildir gefa þessum konum rödd? „Já, ég sá að þarna var óplægður akur. Svo er þetta líka áhugavert tímabil því svo margt hefur breyst í Reykjavík frá þessum tíma. Og það eru ekki einu sinni liðin 150 ár! Það er ótrúlegt hvað veruleikinn er breyttur frá því sem þarna var. Gott dæmi er Laugavegurinn sem við göngum upplýstan þessa dagana. Hann var ekki til á þessum árum. Konurnar þurftu að ganga af stað í myrkrinu upp Bankastrætið sem þá var kallað Bakarastígur og gengu áfram upp mjóan stíg og beygðu þar sem Mál og menning er núna. Þar fóru þær niður í Skuggahverfið sem dró nafn sitt af bænum Skugga og fóru svo niður að sjó. Þar þrömmuðu þær í fjöruborðinu inn eftir og óðu svo yfir Rauðarána og Fúlalækinn og svo skáhalt yfir mýrar og móa og keldur þangað til þær koma inn í Laugar. Hugsaðu þér að ganga þetta í myrkri um vetur ... „Já, og það er myrkur svo stóran hluta vetrarins. Þær fara af stað í myrkri og þær koma heim í myrkri, með mörg kíló af þvotti á bakinu. Rennblautar og á sauðskinnsskóm.“ Og í Laugum hefur fjöldi kvenna komið saman alla daga? „Já, þetta var þvottastaður allra Reykvíkinga. Ef þú rakst heimili fórstu í Laugarnar með reglulegu millibili og þvoðir þinn þvott. Svo voru það vinnukonurnar sem þvoðu í fínu húsunum og svo þurftu skóla- piltar og einhleypingar að hafa ein- hverja til að þvo fyrir sig. Marga vantaði þvottakonur og fínu húsin voru kannski ekki alltaf með tiltæka vinnukonu í þvottinn. Þá voru mínar konur beðnar um að fara.“ Og þínar konur eru tvær sjálfstæðar stúlkur sem ákveða að yfirgefa sveit- ina og fara á vit ævintýranna í borg- inni. „Já, þessar tvær stúlkur koma aust- an úr Flóa og eru ákveðnar í að fara til borgarinnar. Á þessum tíma var Reykjavík land draumanna. Þetta er á tímum átthagafjötranna, þeg- ar menn voru í raun ekki frjálsir heldur urðu að vinna á einhverju heimili því enginn mátti vera flæk- ingur. Allir urðu að vera í vist ein- hvers staðar og svo einu sinni á ári, þann 14. maí um krossmessuna, var hægt að skipta um vist. En þessar stúlkur segjast bara vera komnar með vist í Reykjavík og fara. Þetta eru ævintýrakonur. Planið var auð- vitað að komast í vist í góðu húsi sem var það besta sem hægt var að hugsa sér.“ Og gengur planið upp? „Nei, þær komast ekki í fínt hús en kynnast stúlku sem er í slíku húsi og þannig fáum við líka að heyra af því. Þær leigja sig inn í þurrabúð, þar sem menn leigja ekki herbergi heldur rúm. Og svo byrja þær að vinna fyrir sér. Annað hvort í þvotta- laugunum eða sem vatnsberar og það var nú meiri þrældómurinn. Vatnsberarnir fóru eldsnemma á fætur á morgnana og byrjuðu að bera vatn í hús bæjarins, tvær 15 lítra vatnsfötur í herðatré á öxlun- um. Konurnar mínar báru líka kol á bakinu, frá sjávarkambinum og upp í skemmu, eða voru í saltfiski. Þær gengu í öll daglaunastörf sem þá voru í boði. Sömu vinnu og karl- arnir en fyrir helmingi lægra kaup. Samt báru þær sömu þyngslin.“ Þetta er áhugaverður heimur. „Já, mig langaði að reyna að varpa ljósi á þetta líf. Sagan byrjar á þess- um tveimur stúlkum en í þurrabúð- inni kynnast þær fleiri konum og sagan er eiginlega mengi af fimm konum. Og nokkrir karlar fljóta með! Þótt þetta hljómi kaldrana- lega áttu þær líka sínar góðu stund- ir, hlógu, nutu lífsins og urðu ást- fangnar. Menn áttu sínar vonir og drauma, þá ekki síður en nú.“ Þekktir þú þessar sögur úr þínu um- hverfi? „Nei, ekki frá Reykjavík á þessum tíma en mig langaði til að kynnast þeim. Nú þegar bókin er komin út nálgast mig margir með sögur úr sínum fjölskyldum, segja mér frá ömmum sínum og langömmum og það er svo skemmtilegt. Nákvæm- lega eins og þegar ég skrifaði um Ljósu, þá komu margir til mín sem þekktu til geðrænna vandamála eða áttu einhvern nákominn með geð- ræn vandamál. Þetta fólk vildi tala.“ Já, því í báðum bókunum leyfir þú röddum að heyrast sem hafa ekki verið mjög sterkar. „Það er að minnsta kosti hugmynd- in. Í Ljósu hafði ég fyrirmyndina af ömmu minni en núna styðst ég við fjöldann allan af heimildum og sögum. Bókin er að hluta til byggð á atburðum sem áttu sér stað en ég skálda konurnar inn í tímabilið. Það var einstaklega skemmtilegt að fá að vera með þeim og ég er strax farin að sakna þeirra!“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Langaði til að segja sögu reykvískra verkakvenna Þvottastaður Reykvíkinga var í Laugum. Til að komast þangað þurftu konur að ganga langa leið. Upp Bakara- brekkuna, ofan í fjöru, yfir ár, móa og keldur, í sauð- skinnsskóm með þyngsli á bakinu og oft börn í eftirdragi. Raddir þessara kvenna hafa hingað til ekki fengið mikið pláss og vildi Kristín Steinsdóttir bæta úr því með sinni nýjustu skáldsögu, Vonarlandinu. Í Laugum var þvottur allra Reykvíkinga þveginn. Þar kom saman fjöldinn allur af konum og börnum á hverjum degi, allan ársins hring. Vonarlandið, nýjasta saga Kristínar Steinsdóttur, gerist við lok nítjándu aldar í Reykjavík. Hún er sögð frá sjónarhorni verka- kvenna sem unnu fyrir kaupi sínu einn dag í einu, við þvotta, kolaburð, fiskverkun eða vatnsburð. Ljósmynd/Hari 42 viðtal Helgin 28.-30. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.