Vísbending - 23.12.2013, Síða 26
26
Umræðan varð hins vegar ekki til eftir bankahrunið 2008. Í
ritstjórnargrein Íslensks iðnaðar árið 2005 var sama mál reifað:
„Spurningin sem við Íslendingar þurfum að spyrja okkur er
þessi: Hvernig ætlum við að standa að því að auka hér verk- og
tæknimenntun, efla rannsóknir og nýsköpunar- og þróunarstarf,
tryggja aðgang okkar að erlendum mörkuðum til frambúðar og síðast
en ekki síst að tryggja stöðugleika í verðlagi og gengisskráningu og
eðlilegt vaxtastig? Þetta gerist ekki af sjálfu sér, en gerist það ekki,
fara fyrirtækin annað. Því miður fara þau bestu fyrst. Þau eru mörg
þegar með starfsemi erlendis og eiga auðveldast með að fara. Þá
breytist útrásin í flótta.“
Sprotafyrirtæki til sölu
Umræðan að undanförnu hefur snúist að miklu leyti um ný og ört
vaxandi nýsköpunarfyrirtæki, sem oft eru kölluð sprotafyrirtæki
á Íslandi. Sömu áhyggjur hafa þó einnig komið fram í sambandi
við fyrrum sprotafyrirtæki eins og Össur, Marel og Actavis.
Þessi fyrirtæki eru komin langan veg í vaxtarferlinu og eru orðin
stórfyrirtæki með alþjóðlega starfsemi, á meðan sprotafyrirtæki
eiga mest af leiðinni enn fyrir höndum. Nokkur af þessum
sprotafyrirtækjum hafa verið seld til erlendra fjárfesta undanfarin
misseri, eins og Hafmynd (Gavia), Marorka, Betware og Clara. Fleiri
F
yrir nokkrum árum bauð ég stærsta fjárfestingarsjóði
Evrópu í heimsókn til Íslands í tengslum við ráðstefnu
fyrir sprotafyrirtæki. Skipulögð var dagskrá fyrir
framkvæmdastjórann, m.a. fundað með lykilaðilum í
fjármálaráðuneytinu. Fundurinn í ráðuneytinu fór fljótlega að snúast
um vandamálið við að íslenskt fyrirtæki væru keypt af erlendum
aðilum. Þetta var að sjálfsögðu mjög undarleg umræða fyrir
framkvæmdastjóra evrópska fjárfestingarsjóðsins. Ef hann hafði
einhvern áhuga á Íslandi tókst að draga mikið úr honum á þessum
fundi. Hins vegar er ekki svo að þetta áhyggjuefni einskorðist við
fjármálaráðuneytið. Svipaðar áhyggjur hafa verið viðraðar víða á
fundum, jafnvel á fundum Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs.
Spurning er hversu alvarlegt mál „flótti“ íslenskra fyrirtækja er.
Flóttinn
Umræðan um flótta íslenskra sprotafyrirtækja hefur skotið
upp kollinum nokkrum sinnum á þessu ári og iðnaðar- og við-
skiptaráðherra sagði á ráðstefnu Sprotaþings Íslands í október: „Mér
finnst sárt að sjá á eftir svona fyrirtækjum til útlanda.“ Áður hafði
formaður Samtaka iðnaðarins fjallað um þetta: „Þessari þróun þarf að
snúa við - við höfum þegar tapað allt of mörgum fyrirtækjum og allt
of mörgum dýrmætum einstaklingum úr landi.“
FLÓTTI Eða SIguR?
umræðan um „flótta“ fyrirtækja frá Íslandi, hvort sem er fyrir bankahrunið eða eftir það, hefur að
mestu leyti snúist um aðstæður. það má til sanns vegar færa að það eru ekki kjöraðstæður fyrir
uppvöxt nýrra fyrirtækja á Íslandi og margt sem betur mætti fara: gjaldeyrismál (gjaldeyrishöft),
efnahagsmál (stöðugleiki), fjármál (fjármögnun), menntamál (þekkingarstarfsmenn), markaðsmál
(markaðsaðgengi) eru fáein dæmi um atriði sem tengjast bættum aðstæðum fyrir íslensk fyrirtæki.
Spurningin er samt hvort umræðan einkennist af þröngsýni?
EYþÓR ÍVaR
JÓNSSON
VIðSKIPTaFRæðINguR
Íslensk sprotafyrirtæki til sölu