Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Qupperneq 39

Vísbending - 23.12.2013, Qupperneq 39
39 þór og Óðinn kynntir til leiks Páli postula tókst ekki að boða forfeðrum okkar, germönskum eða norrænum mönnum, kristna trú, því að þeir fluttu frá Anatólíu til Norður-Evrópu áður en Páll og Jesús fæddust. Eins og Snorri Sturluson segir frá í Eddu sinni fæddist Þór í Tróju í Tyrklandi, sonur Mennons, konungs í Tróju og Tróar, dóttur Priamis Tyrkjakonungs. Ekki getur Snorri þess hvenær Þór fæddist, en frá honum og Sif konu hans, sem hann fann í Norðurálfu heims, telur Snorri 17 ættliði í karllegg þar til Óðinn fæddist í Tyrklandi. Miðað við 25-30 ára kynslóðabil eru um 500 ár milli Þórs og Óðins. Hugsanlegt er að Óðinn og hans germanski þjóðflokkur hafi flúið eða flutt frá Anatólíu þegar Rómverjar hertóku landið á tímabilinu um 70 f. Kr. þegar þeir komu til Anatólíu, eða 17 f. Kr. þegar þeir lögðu undir sig Cappdociu, en samkvæmt því hefur Þór fæðst í Tróju um 500 árum fyrir Krist. Í fornum heimildum er getið um fjölda þjóðflokka sem bjuggu í Anatólíu á þessum tíma. Erfitt er að greina hverjir þeirra gætu verið germanskir eða norrænir. Ein elsta og fjölmennasta þjóðin voru Hittítar sem sagðir eru hafa komið frá Kákasus ríðandi á hestum. Cappadocia þýðir fallegur hestur - e.t.v. okkar „þarfasti þjónn“. Auk þess voru þarna Hellenar (Grikkir), Makedóníumenn (Alexander mikli), Assýriar, Phrygjar, Rómverjar og nokkrir aðrir. Í frásögninni af tilurð Noregs og ættmönnum Haralds hárfagra í Fornaldarsögum Norðurlanda er Óðinn talinn æðstur ása og konungur Tyrklands, en Snorri segir í Eddu að æsir séu menn frá Asíu. Í undir áttundu og neðstu hæðinni. Þarna var alltaf 16 til 18 stiga hiti. Í þessum húsum voru vistarverur fyrir menn og búfé, bænahús og allt tengt með göngum sem hægt var að loka með stórum, hjóllaga steinum. Svæði þetta er nefnt Cappadocia, en flestar borgirnar eru í dal sem nefndur er Göréme. En af Páli postula er það að segja að honum varð vel ágengt að boða kristna trú, ekki bara í Tyrklandi heldur í Grikklandi og víðar. Oft var hann handtekinn af Rómverjum sem lögðu undir sig suðausturhluta Tyrklands um 17 f. Kr. og sat í fangelsum og skrifaði þar sín frægu bréf um boðskap Jesú sem finna er í Biblíunni. Trúin breiddist út á ótrúlega skömmum tíma, uns hún var loks tekin upp á arma Rómarveldis og síðar Vatíkansins. Tyrkir halda því fram að fyrsta kristna kirkjan hafi verið reist þar í landi, en núverandi fjandmenn þeirra og nágrannar, Armenar, telja sig hafa reist fyrstu kirkjuna. Ég hef séð mjög forna kirkju í Armeníu sem er höggvin í berggrunn inn í fjalli og sögð vera frá um 300 e. Kr. Aðeins lítil útihurð gefur til kynna að eitthvað leynist inni í fjallinu. Í stuttu máli: Jesús fæddist í því sem nú er kallað Palestína og útbreiddi kærleiksboðskap sinn með lærisveinum sínum og vaxandi fjölda áhangenda við mikla andúð flestra á þessum slóðum, bæði Gyðinga og Rómverja. En kristin trú breiddist örast út í Tyrklandi og frá Tyrklandi um nálæg lönd til austurs og vesturs. Eflaust má þakka atorku og trúarlegum ákafa Páls postula hve öflug kristin trú varð í Tyrklandi og breiddist ört út þaðan út. Mannabústaðir í steinturnum í Cappadocia

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.