Vísbending


Vísbending - 23.12.2013, Page 43

Vísbending - 23.12.2013, Page 43
43 hann hagar sér sem auðugur maður. Sú hugsun að eignin sjálf sé vísbending um glæp - eins og anarkistar áttu eftir að fullkomna síðar - virðist fjarri Klemens. Skilaboð kristninnar um þetta eru samt mótsagnarkennd eins og um margt fleira. Himnaríki og helvíti Tvíhyggja kristninnar (himnaríki og helvíti) sést vel í Lúkasar- guðspjallinu þegar auðmaðurinn kallar á miskunn Abrahams og fær svarið: Minnstu þess, sonur, að þú hlaust þín gæði meðan þú lifðir, og Lazarus á sama hátt sitt böl, en nú er hann huggaður en þú kvelst. (Lúkas, 16,17). Umbunin er annars heims og skilaboðin eru að öruggasta leiðin til himnaríkisvistar sé að safna ekki veraldlegum auði. Slík hugsun var ekki með öllu framandi norrænum mönnum sem höfðu sína visku úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. í gegnum nálaraugað, og þau ráð hans til auðugra að gefa fátækum allt sitt. Túlkun Klemensar er að orð Jesú beri ekki að skilja bókstaflega, heldur að það sé sókn í auð en ekki eigurnar sjálfar sem hindrar sáluhjálp hins ríka. Veraldlegar eigur eru hlutlaus verkfæri sem má nota til góðs eða ills. Slíkur ytri auður er ólíkur hinum innra „eiginlega“ auði hins dyggðuga manns. Meðferð Klemensar á dæmisögunni, sem fellur undir svokallaða allegóríska túlkun, veitir innsýn í túlkunaraðferðir frumkristninnar, en lengi var deilt um hvernig bæri að skilja þessi orð Jesú. Kristinn Ólafsson guðfræðingur telur að kjarninn í túlkun Klemensar sé að hvetja kristna menn til að hafna girndum sálarinnar sem valda misnotkun auðs, en ekki hafna lifibrauðinu. Í tengslum við þetta skýrir Klemens hvernig megi læra rétta notkun auðs og um leið hreinsa sál sína og losna undan fégræðgi sem var talin til dauðasyndanna sjö. Siðfræði Klemensar er óneitanlega undir áhrifum frá grískri heimspeki, einkanlega stóuspeki. Túlkun hans hjálpar okkur að skilja að ríki maðurinn í sögunni um Lazarus lenti ekki helvíti af því hann var ríkur heldur vegna þess að hann sinnti ekki um Lazarus í eymd sinni. Með athöfnum sínum eða athafnaleysi kallaði hann yfir sig ógæfu og glataði um leið sálu sinni. Klemens telur því ekki að auðlegðin geri manninn syndugan heldur hvernig Ljósmynd Geir Ólafsson.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.