Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2012, Page 98

Skessuhorn - 28.11.2012, Page 98
„Það voru forréttindi að fá að alast upp í Breiðafjarðareyjum“ Bókin Urðarmáni eftir Ólaf Ásgeir Steinþórsson segir af uppvexti höfundar við Breiðafjörð Rjúpan – himnesk villibráð að hætti Diddu og Kalla Uppskrift úr bókinni Boðið vestur eftir Guðlaugu Jónsdóttur og Karl Kristján Ásgeirsson BÓKAFRÉTTIR UPPHEIMA 2012 Það voru forréttindi að hafa hlotið og notið þess að alast upp í Breiða fjarð areyjum. Enginn sem það hefur reynt gleymir nokkru sinni fjöru lyktinni, fugla kliðn um, kvöldkyrrðinni og hinni algjöru þögn þegar haf og him inn runnu saman í tímalausa sumarnótt. Í þessari bráðskemmtilegu endurminn­ inga bók bregður Ólafur Ásgeir Stein­ þórs son upp einstökum myndum af daglegu lífi og störf um fólks í Bjarn­ eyjum á Breiðafirði síðustu árin sem eyjarnar voru í byggð. Frá Bjarn eyjum er horfið vestur til Flateyjar og sagt frá töfraveröld æskunnar í leik og starfi. Að lokum er mannlífi og uppgangi í stórbænum Stykk is hólmi lýst, þar sem fleiri lásu nótur en þeir voru sem kunnu faðirvorið og ungir menn sem áttu kærustur leiddu þær undir hendi um holóttar göturnar eins og þær væru úr postulíni frá Bing & Grön dal. Höfundur segir frá af leiftrandi sagna­ gáfu svo að lesandi skellir einatt upp úr. Jafnframt er hér endurvakin ver öld sem var á eyjunum við Breiða fjörð, ver öld sem mun mörgum ókunn. Urðarmáni er önnur bók Ólafs Ásgeirs, en árið 1995 kom út bók hans Ferð til fortíðar. Fjölmargar myndir prýða Urðarmána og fanga stemningu tím ans. Ólafur Ásgeir Steinþórsson. Fyrr á þessu ári kom út bókin Boðið vestur eftir hjónin Guðlaugu Jónsdóttur og Karl Kristján Ásgeirsson, sem bæði eru mat­ reiðslu meistarar og búsett á Ísafirði. Boðið vestur er í grunninn matreiðslubók en jafnframt svo miklu meira. Bókinni er skipt upp í kafla eftir mán uðum ársins og hverjum mánuði fylgja fjölbreyttar upp­ skriftir að ýmiss konar réttum að vestan úr því náttúrulega hráefni sem í boði er og hefð er fyrir á hverjum árstíma. Ríkuleg náttúra, menning og saga Vestfjarða skipa stóran sess í þessu verki sem er prýtt glæsilegum ljósmyndum Ágústs Atlasonar. Höfundarnir kynna lesendum gamlar hefðir og siði samhliða því að notfæra sér spenn andi nýjungar úr eldhúsi samtímans. Bókin er einnig gefin út á ensku og þýsku og því tilvalin gjöf til vina og samstarfsfólks erlendis. Hér á eftir fer uppskrift höfundanna að jóla rjúpunni: Rjúpubringur með rifsberja- og púrtvíns- sósu og kanilperum 4­6 rjúpur 2 msk. matarolía 1 laukur, saxaður gróft 2 gulrætur, skornar gróft ¼ blaðlaukur (græni hlutinn), skolaður vel og skorinn gróft salt og pipar 2 lárviðarlauf nokkur einiber hálf tsk. timjan maísmjöl til þykkingar (eða smjörbolla) 1 ½ dl rautt púrtvín 2­3 msk. rifsberjahlaup kjötkraftur vatn Hamflettið rjúpuna, takið fóarn og hjörtu til hliðar og geymið fyrir sósugerðina. Skolið vel. Skerið bringurnar frá beini og geymið í kæli á meðan þið lagið sósuna. Hlutið beinin gróflega í sundur. Hitið víðan pott og setjið matarolíuna í hann. Setjið bein og grænmeti í pottinn og brúnið vel. Kryddið með salti og pipar. Bætið vatni út í þannig að fljóti rétt yfir. Látið suðuna koma upp og fleytið sora af, gerið það svo annað slagið á meðan á suðu stendur. Setjið nú lárviðarlauf, einiber og timjan út í og látið malla rólega í 3­4 klukkustundir. Sigtið soðið og þykkið með uppleystu maísmjöli eða öðrum þeim aðferðum sem þið kjósið. Bætið sósuna með 1½ dl af rauðu púrtvíni og 2­3 msk. af rifsberjahlaupi. Smakkið til með salti og pipar og/eða kjötkrafti ef þurfa þykir. Og þá kemur að kanilperunum. Reynið að skræla perurnar þannig að þær haldi lögun sinni. Best er að nota lítinn, beittan hníf. Leyfið stilknum endilega að vera á sínum stað og skerið aðeins undan botninum svo að peran geti staðið upp á endann. 4­6 litlar perur, skrældar 4 dl rauðvín 4 dl vatn 4 dl sykur 4 kanilstangir 8 negulnaglar safi úr hálfri sítrónu Setjið allt í lítinn pott, látið suðuna rétt koma upp, lækkið og haldið við suðumark í nokkrar mínútur. Veltið perunum varlega svo að þær litist jafnt. Það getur líka verið gott að setja léreftsklút yfir perurnar, sérstaklega ef þær standa upp úr vökvanum. Takið til hliðar og geymið perurnar í vökvanum þar til kemur að máltíðinni. Brúnið nú bringurnar á vel heitri pönnu með matarolíu og dálitlu smjöri. Kryddið með salti og pipar. Eldið í ofni við 150°C í 15­20 mínútur. Berið fram með sósunni góðu, kanelperunum, brúnuðum kartöflum, soðnum gulrótum, eplasalati og rauðkáli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.