Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2011, Side 53

Skessuhorn - 23.11.2011, Side 53
G L E Ð J U M M E Ð G Æ Ð U M • V E R S L U N I N M O D E L · A K R A N E S I Fjölmargir viðskiptavinir verslunarinnar Models á Akranesi, eru þeirrar skoðunar að hún sé ein glæsilegasta verslun sinnar tegundar á landinu. Stofnendur og aðaleigendur Módels frá upphafi eru hjónin Guðni Tryggvason og Hlín Sigurðardóttir. Verslunin var lengi vel við Stillholtið en í byrjun kreppunnar margumræddu í nóvember 2008 flutti hún í nýtt og glæsilegt 800 fermetra húsnæði að Þjóðbraut 1. Í aðdraganda þess hafði aðalsam- starfsaðilinn frá upphafi Bræðurnir Ormsson gerst meðeigendi í fyrirtækinu. Guðni segir að það sé kannski táknrænt fyrir það orðspor sem fer af Módel að þegar erlendir við- skiptaaðilar komi í heimsókn til birgja verslunarinn- ar, þá komi þeir gjarnan í heimsókn á Akranes í Model. „Við erum stolt af því og drögum ekkert úr því að við séum flottust,“ segir Guðni í Model. Margar nýjungar Módel er ekki aðeins í smásölu, heldur einnig í innflutningi og heildsölu. Verslunin er nú að hefja innflutning á gjafavöru og búsáhöldum. „Markmiðið er að það komi fram í vöruverði að við flytjum sjálf þessa vöru inn og viðskiptavinurinn geri hagkvæm kaup,“ segir Guðni. Hann nefnir líka meðal nýjunga sápur og húðkrem sem Módel flytur inn og dreifir í öll helstu apótek og lyfjaverslanir landsins. Einn stærsti þáttur í vöruframboði Models eru stór og smá heimilistæki frá Ormsson og flatskjáir frá hinu þekkta vörumerki Samsung, sem í dag er stærsti raftækjaframleiðandi heims. Þá hefur Model verið öflugur seljandi eldhús- innréttinga frá hinum vinsælu og vönduðu dönsku framleiðendum HTH. „Svo má ekki gleyma blómunum. Við erum með lærðan blómaskreyti og garðyrkjufræðing,“ segir Guðni enda leynir ilmurinn sér ekki þegar komið er inn í verslunina. Módel er stærsti umboðaaðili Vodafone á Íslandi. Einnig fást verðlaunagripir í úrvali fyrir allar íþrótta- greinar og Módel áletrar á þá, enda með mjög fullkomnar áletrunarvélar. „Einkunnarorðin okkar hafa verið Gleðjum með gæðum“ segir Guðni. Það sem einkennir hina stóru verslun Models er gríðarlega fjölbreytt vöruúrval. Einhver athugull viðskipavinur benti á að þar fengist allt frá salernispappír upp í demantshring. En framboð á skartgripum í Model, er eitt af því sem eigendurnir eru hvað stoltust af. Gjafavöru-, skartgripa-, og heimilistækjaverslun í fremstu röð „Við erum stolt af því og drögum ekkert úr því að við séum flottust“ – segir Guðni í Model.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.