Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.05.2011, Síða 9

Víkurfréttir - 19.05.2011, Síða 9
Fimmtudagurinn 19. maí 2011 VÍKURFRÉTTIR 9 hár og rósir Freyja Sigurðardóttir 150 ára afmæli Útskálakirkju fagnað Teikningarnar sem Margrét sýnir í Suðsuðvestur voru dregnar upp á meðan á vinnusto- fudvöl hennar stóð í L au ren z Hau s Stiftung í Basel í Sviss veturinn 2010 - 2011. Margrét hefur útbúið sér- staka umgjörð um teikningarnar sem eru allar í sömu stærð, eins konar hulstur, og er hverri teikn- ingu rennt inn um rifu á kant- inum á gegnsæjum kassa. Hver teikning verður þannig að þrí- víðum hlut sem er ýmist stillt upp á gólfi eða hengdur á vegg. Með nafnagiftinni, Slíður, má lesa framsetninguna sem svo að Margrét hafi slíðrað verkin um sinn, að þau séu í hvíld að loknum átökum. Teikningarnar vega salt í togstreitu á milli umhverfisins og sjálfs sín og eru nú slíðraðar í nokkurs konar vopnahléi. Þótt Margrét kunni í heiti sýningarinnar að gefa til kynna átök listarinnar við að fanga umhverfi sitt vísar hugtakið slíður einnig til hvíldar og verndar enda notað um himnu sem hjúpar ný- græðing. Teikningarnar eru unnar af mikilli varfærni og alúð og veitir ekki af skjóli í umgjörð sýn- ingarkassanna. Margrét H. Blöndal er fædd árið 1970 í Reykjavík. Hún lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og að auki í Mason Gross School of Arts í Rutgers háskólanum í New Jersey í Bandaríkjunum þaðan sem hún útskrifaðist árið 1997. Hún hefur undanfarin ár haldið einka- sýningar í Listasafni Reykjavíkur, Fort Worth Contemporary Arts í Texas í Bandaríkjunum, Mother´s Tankstation í Dublin á Írlandi og í galleríi Nicolas Krupp í Basel í Sviss. Margrét átti verk á hinni al- þjóðlegu stórsýningu Manifasta 7 á Ítalíu árið 2008 og var tilnefnd til Sjónlistaverðlaunanna sama ár. Þess má geta að Margrét sýnir Slíður (the heart is a lonley hunter) á 6. Momentum tvíæringnum í Moss í Noregi í sumar. Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22, í Reykjanesbæ. Opið um helgar frá kl. 2-5 og eftir samkomulagi í síma; 662 8785 www.sudsudvestur.is ›› Menningarlífið á Suðurnesjum: Ný sýning opnar í Suðsuðvestur Slíður (the heart is a lonely hunter) Margrét H. Blöndal sýnir í Suðsuðvestur Föstudagurinn 20. maí 18:30 Garðakórinn, kór aldraðra úr Garðabæ, heldur stutta tónleika í Útskálakirkju. Kórinn er á ferðinni um Suðurnes og heimsækir Útskála í tilefni afmælisins. Laugardagur 21. maí - Útskáladagurinn 09:30 Rútuferð frá Útskálum að Keflavíkurkirkju og Hvalsneskirkju. 10:00 Gönguferð fré Hvalsneskirju að Útskálakirkju. Leiðsögumaður Reynir Sveinsson. 10:00 Gönguferð fré Hvalsneskirju að Útskálakirkju. Leiðsögumaður Sr. Sigfús B. Ingvason 12:30 - 13:00 Göngumenn koma að Útskálum. Vöfflukaffi í Útskálahúsinu. 12:00 - 17:00 Myndasýning í Útskálahúsinu . Málverk, ljósmyndir og videó af Útskálum frá ólíkum tíma eftir ýmsa listamenn. Ýmsir munir einnig til sýnis. Sunnudagur 22. maí - Afmælishátíðin 11:00 Messa í Útskálakirkju. Útvarpað á Rás 1 Félagar úr kórnum Útskála- og Hvalsnessókna syngja. Barnakór Garðs syngur undir stjórn Vitor Hugo Euginio, trompetleikur Áki Ásgeirsson, organisti og kórstjóri er Steinar Guðmundsson. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt Hr. Karli Sigurbjörnssyni biskubi Íslands. Sr. Gunnar Kristjánsson prófastur les ritningarlestra. 12:00 Veitingar og fjölskylduvæn hátíðardagskrá í Miðgarði, sal Gerðaskóla. Meðal dagskráliða er sýning 4. bekkinga á söngleiknum Síðustu dagar Jesú í leikstjórn Önnu Elísabetar Gestsdóttur og Erlu Ásmundsdóttur. Tónlistaratriði verður frá tónlistarskólanum. Barnakór Garðs syngur og sr. Gunnar Kristjánsson og hr. Karl Sigurbjörnsson flytja ávarp. Kynnir er Jón Hjálmarsson. 10:00 - 11:00 og 14:00 - 17:00 myndasýning opin í Útskálahúsinu. Útskálakirkja fagnar 150 ára afmæli um þessar mundir og verður tímamótanna minnst um helgina með dagskrá bæði laugardag og sunnudag. Biskup Íslands mun þjóna fyrir altari á sunnudag í Útskálakirkju, auk þess sem boðið verður til afmælishátíðar í Miðgarði. Á laugardag er hins vegar Útskáladagurinn og þá verður m.a. boðið upp á vöfflur að Útskálum. Dagskrá helgarinnar er hér að neðan. Nánar verður fjallað um afmæli Útskálakirkju í næsta blaði og birt viðtal við séra Sigurð Grétar Sigurðsson Útskálaprest.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.