Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Side 20

Víkurfréttir - 03.11.2011, Side 20
20 FIMMTudagurInn 3. nÓVEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Eitt er að segja og annað að framkvæma. Stjórnmála- menn eru oft á tíðum gagnrýndir fyrir að lofa öllu fögru fyrir kosn- ingar og standa s í ðan ek k i v i ð neitt. Það á ekki við um fulltrúa Framsóknar í bæjarstjórn Reykja- nesbæjar. Kristinn Þór Jakobsson hefur unnið ötullega að því að uppfylla þau kosningaloforð sem framboðið lagði fram í stefnuskrá sinni vorið 2010 en áherslan var lögð á aukið íbúalýðræði. Okkur þykir ekki nóg að kjósa fulltrúa á fjögurra ára fresti. Við viljum meira aðhald og opnara kerfi. Íbúalýðræði-hvernig þá? Við erum svo lánsöm að búa við fulltrúalýðræði á Íslandi. Með at- kvæði okkar getum við haft áhrif á hverjir stjórna samfélaginu sem við búum í. Við kjósum okkur full- trúa sem á að tala máli okkar. Sum mál eru þess eðlis að vil teljum að íbúar eigi að geta komið að ákvarð- anatöku í sérstökum kosningum. Aukið íbúalýðræði er rauði þráð- urinn í stefnu Framsóknar. Okk- ar hugmynd er að íbúar geti farið fram á kosningar, þ.e. ef a.m.k.30% kosningabærra íbúa skrifa undir lista. Við viljum einnig að íbúar geti komið málum á dagskrá bæj- arstjórnar og að reglulega yrðu opnir bæjarstjórnarfundir þar sem íbúar gætu haft málfrelsi. Unga fólkið veit hvað það vill Hluti af tillögupakka Framsóknar var stofnun Ungmennaráðs (UNG- ÍR). Tilgangur ráðsins er að veita ungmennum farveg til að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Ráðið verður skipað 13 einstaklingum úr ólík- um áttum og 13 varamönnum. Þau funda reglulega og leggja fram til- lögur sem síðan koma til afgreiðslu hjá bæjarstjórn og bæjarráði. Með þessu móti teljum við að rödd unga fólksins okkar fái meiri hljóm- grunn og þjónustan í samfélaginu endurspegli þeirra áherslur. Hlutverk bæjarbúa Góð stjórnun í bæjarmálum er ekki bara á ábyrgð bæjarstjórn- armanna og bæjarstjóra. Við gefum þessum aðilum vald með atkvæði okkar og við eigum að gera kröfur og veita aðhald. Við eigum ekki að láta kjörna fulltrúum bauka af- skiptalausa í sínu horni í fjögur ár, og tauta svo bara við matarborðið hvað þessi og hinn gerði eða gerði ekki. Bæjarfulltrúar vilja og þurfa að fá endurgjöf frá bæjarbúum. Við gerum oft ráð fyrir að þeir viti hitt og þetta, af því að við vitum það sjálf, svo er ekki. Það er lítið mál að hringja eða skrifa tölvupóst, nú eða senda skilaboð á Facebook. Boð- leiðir í dag eru stuttar og hraðar, notum þær í þessu samhengi. Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Það sem einum þykir í lagi þykir öðrum ekki í lagi. Þegar við settum saman stefnuskrána okkar þá könn- uðum við hvort einhverjar reglur væru til um siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Reykjanesbæjar. Þær voru ekki til þannig að við lögðum í vinnu við að búa til tillögur að siðreglum. Í þeim eru m.a. greinar um trúnað, stöðuveitingar, gjafir o.fl. Þær hafa nú verið lagðar fram í bæjarráði, sem og lýðræðistil- lögurnar okkar eftir endurskoðun lýðræðisnefndar Reykjanesbæjar. Það er skemmst frá því að segja að mikil jákvæðni og samstaða hefur ríkt í bæjarráði gagnvart öllum til- lögum Framsóknar og nefndin sem tók þær til endurskoðunar á heiður skilinn fyrir gott starf. Gerum gott samfélag betra og vinnum saman! Silja Dögg Gunnarsdóttir, varabæjarfulltrúi Fram- sóknar í Reykjanesbæ. Sagan kennir okkur mörg dæmi um það hvernig hug- myndafræði, póli- tísk eða trúarleg, vex fólki yfir höf- uð. Tengslin við raunveruleikann dofna. Samkennd með öðru fólki og kjörum þess víkur fyrir nauðsyn þess að breiða út fagnaðarerind- ið. Staðreyndir eru svo teygðar til eftir þörfum, því að tilgang- urinn helgar alltaf meðalið. Þessi veikleiki virðist liggja í mannlegu eðli. Umræða um nauðsyn tafarlausrar atvinnusköpunar er brennandi heit þessa dagana. Þung orð falla. Fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins segir að ríkisstjórnin hafi stöðvað fjárfestingar í atvinnulífi á hugmyndafræðilegum forsendum, sérstaklega í sjávarútvegi og stór- iðju. Getur það verið? Að minnsta kosti má fullyrða að hugmynda- fræði, sem stangast á við þarfir al- mennings fyrir að brauðfæða sig og koma börnum sínum til manns, endurspeglar sambandsleysi við þjóðina og elur á vonleysi hennar sem ekki er á bætandi eftir hrunið. Það hlýtur að vera skylda okkar sem búum í þessu landi að skapa heimilunum tekjur, ekki síður en að tryggja tekjur sveitarfélaga og ríkisins. Við blasir að hér þarf að búa til þúsundir nýrra starfa með mannsæmandi launum. Þúsund- ir starfa fyrir þá sem hafa þegar misst vinnuna. Þúsundir starfa handa unga fólkinu sem kemur inn á vinnumarkaðinn á næstu árum. Störf af slíkri stærðargráðu eru hins vegar ekki gripin upp af götunni í því kreppuástandi sem nú ríkir. Þessa samfélagslegu ábyrgð hljóta stjórnmálamenn að verða að axla. Hljóta að þurfa að bregðast við neyðarópi ört stækkandi hóps fólks sem berst við sára fátækt og horfir upp á heimili sín liðast í sundur, ekki síst hér á Suðurnesjum þar sem ástandið er bágast. Hér nægir ekki að lækka húsnæðislán. Traust tekjuöflun er það sem öllu máli skiptir til að fólkið öðlist trúna á framtíðina á ný. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja snýst um þá staðreynd að hags- munir þeirra og samfélagsins fara saman. Sérstaklega á þetta við um öflug fyrirtæki á borð við Lands- virkjun sem er í eigu almennings í landinu. Landsvirkjun gegnir hér lykilhlutverki enda ljóst að nýting orkuauðlinda er skynsamlegasta og fljótvirkasta leiðin út úr kreppunni. Og auðvitað á að taka ástandið í samfélaginu með í reikninginn þegar hagkvæmni framkvæmda er metin í bráð og lengd. Við okkur blasir stóra atvinnu- tækifærið hér á SV-horninu, álver í Helguvík. Þar vantar aðeins dreng- skap ríkisstjórnarinnar til að fram- fylgja þegar gerðum fjárfesting- arsamningi og pólitískt hugrekki ráðherra til að styðja við bakið á Landsvirkjun við gerð orkusölu- samnings sem kemur öllum hlut- aðeigandi til góða. Þegar þessi framkvæmd fer á skrið skapast ekki aðeins þúsundir starfa, hliðaráhrif í samfélaginu verða einnig marg- vísleg og jákvæð. Stjórnvöld hafa þungt hlass að draga í efnahagsmálum. Þau verða að átta sig á því að fólkið í landinu vill leggjast á árar með þeim til að koma landinu út úr kreppunni sem fyrst, en til þess þarf fólk að hafa atvinnu og halda reisn. Þess vegna lýsa Jón og Gunna eftir hugrekki ráðamanna til að horfast í augu við raunveruleikann og nýta þau tækifæri sem við blasa. Gunnar Þórarinsson, viðskiptafræðingur og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Á bæjarstjórnarfundi 26. októ-ber 2011 hafnaði meirihluti L- og H-lista ósk E-lista um borg- arafund í Sveitar- félaginu Vogum fyrrihluta nóv- emb er m án a ð ar 2011. E-listinn sem nýlega sagði sig frá meirihlutasamstarfi í sveitar- félaginu reyndi á bæjarstjórn- arfundi 26. október að gera þessa baráttu H-listans tortryggilega með því að gagnrýna harðlega höfn- un á tillögu þeirra um íbúafund í nóvember. H-listinn hefur verið í forystu með að auka íbúalýðræði í sveitar- félaginu síðustu ár. Barátta listans fyrir því að ákvörðun íbúafundar séu virtar og barátta fyrir íbúa- kosningu sýnir vel þá áherslu sem H-listinn leggur á íbúalýðræði. Það sem ekki kemur fram í fund- argerð bæjarstjórnar né máli odd- vita E-listans er að á fundinum kom fram ríkur vilji H-listans fyr- ir íbúafundum. Á fundinum kom fram að í september var haldinn íbúafundur í sveitarfélaginu og að einnig sé gert ráð fyrir íbúafundi í desember. Það er því algerlega til- efnislaust fyrir nýjan minnihluta að ætla að við þorum ekki að tala við kjósendur. Að mínu mati þjónar sá fund- ur sem E-listinn óskaði eftir ekki hagsmunum íbúa í Sveitarfélaginu Vogum. Að mínu mati er tillagan tilraun stjórnmálaafls til að efna til pólitískra kappræðna milli stjórn- málaafla sem að mínu mati er ekki sveitarfélaginu til framdráttar. Ef bæjarstjórn berst beiðni sem sýn- ir fram á raunverulegan áhuga almennra borgara í sveitarfélaginu á upplýsingum um pólitíska stefnu þá mun ekki standa á mér að koma til móts við þá ósk með því að flýta þeim íbúafundi sem fyrirhugaður er í desember. Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum Á fundi formanna stéttarfélaga innan ASÍ, sem haldinn var miðvikudag- inn 26. október sl. spurði undir- ritaður forstjóra Landsvirkjunar, sem hélt þar fyr- irlestur 3. spurn- inga varðandi álver í Helguvík. Spurningarnar voru eftirfarandi: 1. Hvers er óskað af Landsvirkjun varðandi orkusölu til Helguvíkur? 2. Hver væri hugsanlegur afhend- ingartími þeirrar orku? 3. Hvort ég hefði skilið það rétt að ekki væri búið að fjármagna álverið í Helguvík? Svör forstjóra Landsvirkjunar vöktu vægast sagt furðu mína og annarra fundarmanna þar sem ekkert var annað út úr þeim að lesa en að það myndu líða mörg ár þar til að við myndum sjá álver rísa í Helguvík. Svörin við spurningum mínum voru í grófum dráttum þessi. 1. Að óskað væri eftir 150 MW frá Landsvirkjun. Sú orka væri hins vegar ekki til. Búið væri að nýta alla þá orku sem virkja mætti á suður- hluta landsins og ekki yrðu veittar heimildir fyrir frekari virkjunum fyrr en að rammaáætlun lægi fyrir. 2. Gera mætti ráð fyrir að það tæki Landsvirkjun 5 – 6 ár að afhenda umbeðna orku. 3. Forstjóri Landsvirkjunar staðfesti það á þessum fundi formanna ASÍ að fjármögnun Helguvíkur lægi ekki fyrir. Það væru 5 aðilar sem kæmu að þessu verki þ.e Norður- ál, HS Orka, Landsvirkjun, OR og Landsnet. Allir þessir aðilar þyrftu að fjármagna sinn hluta fram- kvæmdarinnar og enginn þeirra myndi skrifa undir skuldbindandi samning fyrr en að allir þræðir hefðu verið hnýttir. Fjármögnun þessarar framkvæmdar færi að mestu leyti fram erlendis og stað- an á erlendum fjármálamörkuðum gæfi ekki tilefni til bjartsýni. Forstjórinn upplýsti fundinn um að það hefði tekið Landsvirkjun hálft ár að fjármagna Búðarháls- virkjun og það hefði ekki gengið þrautalaust. Sú fjármögnun (25 milljarðar) væri þó tífalt minni en Helguvíkurverkefnið. Við Suðurnesjamenn höfum verið að gera okkur vonir um að með Helguvíkurverkefninu næðum við að snúa af braut stöðnunar, hefja hér uppbyggingu og fjölga störfum svo að um munaði. En ræða for- stjóra Landsvirkjunar á umrædd- um fundi gefur því miður ekki til- efni til neinnar bjartsýni. Ef að þetta er staðan held ég að nauðsynlegt sé að fara að leita nýrra snaga til þess að hengja hatta sína á. Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmanna- félags Suðurnesja Gunna og Jón lýsa eftir hugrekki Íbúalýðræði í Vogum Er álver í Helguvík tálsýn? Hættu þessu tauti og vertu með Lögreglan á Suðurnesjum vill koma því á framfæri við gangandi vegfarendur að nú er tími endurskinsmerkja runninn upp. Mikilvægt er að gangandi og hlaupandi vegfarendur verði sér úti um endurskinsmerki ef þeir bera þau ekki nú þegar. Eru foreldrar sérstaklega hvattir til að sjá til þess að börn þeirra noti endurskins- merki þannig að þau sjáist vel í skammdeginu. Mikilvægt er að töskur, sem skyggja á endurskinsmerki yfirhafna séu einnig með endurskini. Endurskinsmerki þurfa að vera vel sýnileg ökumönn- um, rétt staðsett í hæð ökuljósa og er fjöldi þeirra aldrei of mikill. Einnig er hjólreiðafólk hvatt til að nota endurskinsmerki og sjá til þess að ljósabúnaður hjólanna sé í lagi. Sjáumst! Endurskins- merki eru ljós í myrkri

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.