Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.11.2011, Page 29

Víkurfréttir - 03.11.2011, Page 29
29VÍKURFRÉTTIR • FIMMTudagurInn 3. nÓVeMber 2011 Hinn knái verslunarmaður í Sport- búð Óskars fékk veiðidelluna þegar hann hætti í fótboltanum en hann lék í mörg ár með Keflvíkingum og þótti snjall bakvörður. „Stangveiðin er geysi skemmtileg, útiveran í ís- lenskri náttúru, félagsskapurinn og veiðimennskan,“ segir Óskar þegar við spyrjum hann út í veiði- áhugann. Óskar hefur á tuttugu og fimm árum veitt marga laxa og sjóbirtinga en hann getur státað af því að hafa veitt tvo tuttugu pund- ara í Hallanda en Stangveiðifélag Keflavíkur var lengi með veiðileyfi þar. Fyrstu fiskana veiddi Óskar í Iðu fyrir mörgum árum síðan. En meira um flottu haustveiðina hjá Óskari. Hann fór með þremur félögum sínum, þeim Guðmundi Hreinssyni, Sigurjóni Héðinssyni og Guðjóni Ívarssyni, í Grenlæk, svæði 4 sem nefnist Flóðið, en áin er á Suðausturlandi eins og margar ár sem félagið býður upp á. „Í Grenlæk gerast ævintýrin,“ segir Óskar en dagana 18.-20 sept. sl. veiddu þeir félagar 28 bjarta sjóbirtinga, 3-6 punda, grálúsuga fiska. Þeir lentu í ágætu veðri en þó vel blautu og það var rigningin sem hjálpaði veru- lega til í þessari miklu veiði. „Ég myndi ráðleggja fólki að tryggja sér veiði í Grenlæknum. Hún kostar ekki nema 6-13 þús. kr. daginn og er hverrar krónu virði. Auðvitað er það mikill bónus þegar maður lendir í svona miklu fjöri eins og gerðist hjá okkur núna. Það er veitt á 4 stangir frá 7. maí til 20. okt. svo veiðitíminn er langur. Í Grenlæk er hægt að fá urriða og stórar bleikjur á sumrin en sjóbirting á haustin. Aðstæður eru fínar og gott veiðihús með heitum potti“. Fiskarnir komu flestir á spún en einnig á flugu hjá fjórmenningunum. Hjónatúr í Reykjunni Helgina á eftir fór Óskar með Ás- dísi konu sinni í Reykjadalsána sem þau hafa lokað síðustu tólf árin. Með þeim var Óskar sonur þeirra sem hefur erft veiðigenin. Þau gerðu sér lítið fyrir og fengu 23 laxa á tveimur dögum á maðk og flugu. Rigning hafði ekki náð í Reykholtsdalinn allan septem- ber fyrr en sportfólkið úr Keflavík mætti á staðinn og það var eins og við manninn mælt. Þrátt fyrir litað vatn í rigningunni runnu laxarnir á færið hjá fjölskyldunni og Óskar segir að Reykjadalsáin sé ein af hans uppáhaldsám. Tveggja stanga, gríðarlega skemmtileg á. Þarna eru aðstæður fínar, gott veiðihús með heitum potti en veiðin var misjöfn fram eftir veiðisumri vegna þurrka eins og víða annars staðar. Lokatúrinn hjá Óskar var síðan í Grenlækinn sem hann fær aldrei Óskar Færseth, varaFor- maður stangveiðiFélags keFlavíkur gerði það gott í haustveiðinni: Veiðigyðjan Var með Varaformanninum -sem fékk með félögum sínum yfir 80 fiska í þremur túrum nóg af enda skemmtilegur staður. Dagana 14.-16. okt. fór hann með Óskari yngri og Guðmundi Hreins- syni og þeir gerðu sér lítið fyrir og mokuðu upp 31 sjóbirtingi, 3-6 punda eins og í fyrri túrnum. „Það var mikið af fiski í ánni eftir rign- ingar. Þarna geta veiðimenn lent í ævintýrum eins og við gerðum þarna og þá er auðvitað geysilega gaman,“ segir Óskar. Gott veiðiár hjá SVFK Eftir þrjá hausttúra var aflinn sem sagt yfir áttatíu fiskar og viðmæl- andi okkar segist vera í veiði til að veiða en ekki til að sleppa en vill að öðru leyti ekki ræða það. Varaformaðurinn í SVFK segir að rekstur félagsins hafi gengið mjög vel á árinu og sala veiðileyfa verið mjög góð og nánast allt hafi selst. Framundan hjá félaginu sé flutningur á veiðihúsum sem voru við Heiðarvatn en þau verða flutt norður í land, að Vesturhópsvatni í Húnavatnssýslunni, rétt hjá Víði- dalsá. Þar verði stefnt að uppbygg- ingu nýs skemmtilegs fjölskyldu- veiðistaðar hjá SVFK. Í Stangveiðifélagi Keflavíkur eru á fjórða hundrað félagar sem standa þétt að baki starfsemi þess. Stefna SVFK sé að bjóða ódýr en góð veiðileyfi og það hafi tekist sem sést best á viðbrögðum félaga. Auk fyrrnefndra áa og veiðisvæða býður félagið veiðileyfi í Geirlandsá (en við sögðum frá vel heppnuðum túr þangað í haust í síðasta blaði), Fossálum og Jónskvísl en þessar ár eru á Suðausturlandi en einnig í Hrollleifsdalsá í Skagafirði. Hrollan hefur verið mjög vinsæl en það er einn af fjölmörgum skemmtilegum fjölskyldustöðum hjá SVFK. Veiði hefur verið góð í öllum þessum ám undanfarin ár og segir varafor- maðurinn að áfram verði boðið upp á leyfi í þessum ám á næsta ári. „það er óhætt að segja að veiðigyðjan hafi verið með mér í haust,“ sagði Óskar Færseth, varaformaður stangveiði- félags keflavíkur og veiðimaður í aldarfjórðung. hann gerði það gott í þremur veiðitúrum en samtals veiddu hann og félagar hans yfir 80 sjóbirtinga og laxa. Fallegir birtingar úr Grenlæknum. Frúin, Ásdís Guðbrandsdóttir þreytir lax í Reykjadalsá. Óskar yngri og Guð- mundur Hreinsson með væna birtina úr Grenlæk. Hjónin með laxa úr Reykjunni en þar komu þeir nánast upp á færibandi. vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.