Þjóðlíf - 01.12.1988, Síða 16

Þjóðlíf - 01.12.1988, Síða 16
INNLENT útgerð, og sú hlið útflutnings sem snýr að pappírum og þess háttar á að vera í höndum þeirra sem best kunna. Kannski er lykillinn að árangri í útflutningi fiskafurða hreinn að- skilnaður veiða og vinnslu. — Við íslendingar erum færastir allra í heiminum að frysta og salta fisk. En við kunnum sáralítið fyrir okkur í ferskfisk- vinnslu og þar eru möguleikarnir gífurlegir, ekki sfst á Suðurnesjum. Og erlendi markað- urinn fyrir ferskan fisk bíður eftir okkur. Hann hrópar á okkur. Telur þú ekki hættu á að aukin áhersla á unninn ferskfiskútnutningi þrengi kost fryst- ingarinnar? — Við komum alltaf að þessu lykilatriði; frjálsri sölu á öllum fiski sem veiddur er við ísland. Þegar við seljum allan fiskinn á mörkuðunum hér heima mun hagkvæmnin sitja í fyrirrúmi. Sá fiskur sem heppilegur er til vinnslu og útflutnings á ferskfiskmarkaði fer þangað og sá fiskur sem ekki er til annars nýtur en geymslu fer í frystingu eða salt. Þetta verður alltaf keyrt saman. En auðvitað verðurn við að tryggja Evrópmarkaði okkar með niðurfellingu tolla og betri flutningum þangað, sem og til Bandaríkjanna. Spurn- ingin er bara sú, hvenær augu fleiri manna opnast fyrir nauðsyn hugarfarsbreytingar- innar. Við erum í rauninni alltaf að spyrja söniu spurningarinnar — hvernig geta Islendingar grætt meira á fiskvinnslunni? — Við getum gert það með meiri gæða- stýringu á aflanum, þannig að frystihúsin vinni úr fjögurra til fimm daga gömlum fiski, en nýrri fiskur, kominn á land, verði seldur til útlanda; við þurfum að markaðssetja sem mest af lítt unnum og pökkuðum fiski. ísland á að verða markaður þar sem kaup og sala á fiski fari fram, en ekki útflytjandi á óseldu hráefni þannig að erlendir aðilar geti prang- að um verðið niður úr öllu valdi. í dag er það þannig að fiskurinn er að hluta til unnninn erlendis og því er varan í raun komin í beina samkeppni við frystinguna hérna heima. Þetta er vont mál — við eigum að selja og græða á fisknum hérna heima. — Ég er ekkert hræddur við að útlending- ar komi hingað og kaupi fisk unninn eða óunninn. Menn verða að horfast í augu við að öllum útflutningsatvinnuvegum fylgja út- lendingar og því fleiri þeim mun betra. Hverjir halda menn að borði fiskinn? Og kaupi? Útlendingar, og það er ekkert heil- brigðara en þeir komi og skoði vöruna sem þeir ætla að kaupa. Þú er þá bjartsýnn á framtíö íslenskrar fiskvinnslu? — Ef ég segði eitthvað annað, væri ég að halda því fram að íslenskt þjóðfélag ætti enga framtíð fyrir sér, en ég er bæði bjartsýnn og hress, sagði Logi Þormóðsson að lokum. óg/kaa Bjartsýni á Bandaríkjamarkaði Verð á íslenskri þorskblokk er talið hækka upp úr áramótum og þegar eru Islendingar vestan hafs farnir að tala um að birt hafi til á matvælamarkaðnum. í nóvember hækkaði þorskblokk um 10 sent í verði og verð á ýsu fór einnig hækkandi. Þeir sem kunnugir eru Bandaríkjamarkaði benda á, að þurrkarnir á árinu hafi leitt til þess að bændur hafi skorið niður nautpening sinn. til að draga úr fóðurkostnaði. Þar með kom mikið umframmagn birgða af nauta- kjöti á markað í Bandaríkjunum og verð á því lækkaði. Verðlækkun á íslenskum fiski hélst í hendur við lækkun á kjöti og öðrum matvælum af þessum ástæðum þar vestra. Eftir því sem liðið hefur á veturinn hefur meira jafnvægi komist á markaðinn og um- frambirgðir kjötsins eru senn upp etnar. Þá fer verðið á kjöti og fiski hækkandi, ekki síst vegna þess að vaxandi eftirspurn er meðal neytenda eftir „hvítu kjöti“, -kjöti af fugli og fiski. Síðustu misseri hefur neytendum verið boðið upp á Alaskaufsa og -þorsk, sem þykir bæði lakari og er mun ódýrari en íslenskur fiskur. Þessi samkeppni hafði um hríð áhrif til verðlækkunar á íslenskum þorski, en margir telja að gæðamunurinn sé það mikill, að neytendur vilji fremur borga meira fyrir íslenskan fisk. Áróður fyrir heilsusamlegu fæði er mikill í Bandaríkjunum og hefur íslenskur fiskur jafnan notið góðs af því. Þegar lyfjafyrirtæki settu lýsi á markað fyrir tveimur árum, var lögð áhersla á að hér væri um náttúrulega afurð úr sjó að ræða og hafði þessi áróður fyrir lýsi jafnframt góð áhrif á sölu á íslensk- um fiski. Slíkur jákvæður áróður fyrir nátt- úrulegri fæðu hefur jafnan skilað íslenskum sölufyrirtækjum í matvælaiðnaði árangri. Af þessum ástæðum eru margir mjög bjartsýnir um þróun næstu mánaða á Banda- ríkjamarkaði. þó svo að hvalveiðar íslend- inga og fall á bandaríkjadollar gætu spillt fyrir á markaðnum. - óg Viljum fækka fiskiskipum —Við erum sífellt að leita leiða til að fækka fiskiskipum, segir Már Elísson forstjóri Fiskveiöasjóös í samtali við Þjóðlíf: Hver er stefna Fiskveiðasjóðs varðandi uppbyggingu og endurnýjun fiskiskipaflot- ans? — Á árunum 1982 til 1986 var nær ekk- ert veitt til nýsmíða eða innflutnings fiski- skipa. Þá opnuðum við dyrnar aftur, en með þá með þeim ströngum skilyrðum að skip kæmi á móti skipi. Við erum sífellt að leita leiða til að fækka fiskiskipum. Við höfunt vissulega verið ásakaðir fyrir að hafa opnað hliðin á ný, en því er til að svara að bátaflotinn okkar er kominn vel á þrít- ugsaldurinn. Telurðu æskilegt að þessi endurnýjun veiðiflotans ætti að beinast inn á braut sjó- frystingar? — Fiskveiðasjóður hefur ekki beinlínis viljað hvetja til frystingar um borð í skipun- um og ekki lánað fyrir slíkum útbúnaði í skip. Á þann hátt værum við nefnilega að keppa við sjálfa okkur. Við eigum umtals- vert fjármagn í frystihúsunum í landi og við teljum eðlilegt að þessi þróun gangi rólega fyrir sig. — Eg hygg að markaðarnir komi í aukn- um ntæli til með að sækjast eftir sjófrystum fiski, til dæmis þá vilja Japanir varla nokk- uð annað, og ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi sjófrysti fiskur afskaplega góð- ur. Stóru sölusamtökin okkar í Bandaríkj- unum hafa upp á síðkastið lagt mikla rækt við að koma Bandaríkjamönnum upp á bragðið með sjófrysta fiskinn og nokkuð hefur áunnist í þeim efnurn. Menn eru alla- vega bjartsýnir á að þetta takist. — Þróunin verður sjálfsagt sú að skipin stækki þannig að það verði hægt að stunda fjölbreyttari framieiðslu í frystingu um borð í þeirn. Við hjá Fiskveiðasjóði álítum hinsvegar að það verði að fara hægt í þetta, því við verðum að gefa okkur góðan tíma í að undirbúa markaðina og taka mið af þessu í fiskvinnslunni í landi. — Við höfum verið að velta þessum hlutum mikið fyrir okkur að undanförnu. Við höfum t.d. ekkert á móti því að lána til kaupa á stærri skipum ef tvö eða fleiri göm- ul skip koma á móti. Þetta hefur verið á borðinu hjá okkur lengi og við höfum frek- ar kvatt til þessa heldur en hitt. — Persónulega tel ég rétt að það yrði ekki lagst gegn þeim möguleika að öflug fyrirtæki létu smíða stórt veiði- og vinns- luskip með fjölbreyttari vinnsluaðferðum heldur en í þeim skipum sem fyrir eru. Það eru alltaf einhverjir aðilar með þreifingar { gangi í þessu máli, en þær ganga þó of hægt að mínu mati, sagði Már Elísson að lokum í samtali sínu við Þjóðlíf. KA.A 16

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.