Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 26

Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 26
INNLENT um viö ekki nema 10 til 12 tonna bát, sem meira að segja er til á staðnum. — Kaupfélagið okkar, Kaupfélag Norð- ur—Þingeyinga, stendur mjögilla þessa dag- ana, en ég hef tröllatrú á því að úr því muni rætast. Til að svo megi verða þurfa ákveðnar breytingar að koma til. Sjálf sé ég ntargar færar leiðir fyrir mér varðandi slíkt. Það mætti auka hagræðinguna við reksturinn verulega cf KEA, Kaupfélag Þingeyinga og kaupfélagið okkar sameinuðust um birgða- hald. vöruinnkaup og þess háttar. Menn liafa einnig talað unt að stokka rekstur fé- lagsins upp á þann hátt að einstaklingar og fyrirtæki taki að sér ákveðna rekstrarþætti. Þessi hugmynd þarf ekki að þýða að kaupfé- lagið þurrkist út, því það gæti verið eignarað- ili að þessum smærri fyrirtækjum. — Síðastliðið sumar vorum við svo lán- söm að finna 95 gráðu heitt vatn sem bara bullar upp úr borholunni í Sandinum fyrir botni Öxarfjarðar. Krafturinn á vatninu er það mikill að hann nægir til að hita upp ein 800 hús. Fyrir okkur felast gríðarlegir mögu- leikar á að nýta þessa auðlind. Ég sé ekki fyrir mér að við getum á næstunni byggt okk- ur hitaveitu. því slíkt er mjög kostnaðar- samt. Hinsvegar geta margskonar fyrirtæki nýtt sér þessa orku, t.d. til ylræktar eða kreppappírsframleiðslu. Og að sjálfssögðu mætti byggja einhvers konar hcilsubrunn í tengslum við ferðamannaþjónustuna. Enn sem komið er þetta algjörlega ónýtt auðlind. Hún er hinsvegar til staðar þarna og við bindum miklar vonir við hana. — Á undanförnum árum var nokkuð um að fólk flytti frá Presthólahreppi. Á milli áranna 1986 til 1987 fækkaði t.d. íbúunum um 11 manns í hreppnum. Þessi þróun virðist hafa snúist við á þessu ári því nýverið til- kynntu sjö aðilar flutning til hreppsins. Ég hugsa að skýringin sé að fólk er byrjað að sækjast eftir kyrrðinni og fegurðinni í sveit- inni. — Okkur vantar hcilmikið húsnæði fyrir það fólk sem hefur verið að flytjast til okkar. Við vonumst til að geta farið fljótlega út í að byggja tvær kaupleiguíbúðir. Við erum búin að fá vilyrði fyrir lánsveitingu frá Húsnæðis- málastofnun Ríkisins. Það er vel inn í mynd- inni að við göngum í Búsetafyrirkomulagið því það hentar sveitarfélagi á borð við okkar mjög vel. — Öxfirðingar eru að rnínu mati alveg sérstaklega félagslega þroskað fólk. Það eru starfandi ein 15 félög á svæðinu. Kvenfélagið Stjarnan er mjög öflugt félag hér, leikfélag er starfandi, og ýmsir klúbbar aðrir, náms- skeiðahöld eru tíð og þannig mætti lengi telja. Það vantar ekkert á í félagslífinu hérna. Á Kópaskeri er rnikið rætt um stjórn- mál en varðandi sveitarstjórnarmálin er ekki tekist flokkspólitískt á unt hlutina. Við ger- um okkur grein fyrir því að ef við ætlum að endurreisa atvinnulífið þá verðum við öll að takast í hendur, hvar í flokki sem við stönd- um. —Miðað við það efnahagsástand sem við búum við má segja að það hafi verið var- hugavert af okkur að fara út í kostnaðarsam- ar breytingar á sláturhúsinu og skipinu, því að vaxtakostnaðurinn var fyrirsjáanlega mjög hár. En það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá. Ég get ekki séð að við getum kennt öðrum en okkur sjálfum um hvernig fór. Islendingar verða að taka mið að að- stæðum og haga sér í samræmi við það. Ef við erum ekki sátt við aðstæðurnar getum við beitt okkur fyrir breytingum og reynt að hafa áhrif. En það tekur allt sinn tíma. — Ég efast ekkert urn að stjórnmála- mennirnir vilji okkur vel og geri sitt ítrasta til að korna lagi á hlutina. Mér finnst það barna- skapur að skella skuldinni á þingmenn eða stjórnvöld, því við berum öll ábyrgð á því hvernig málum er háttað í þjóðfélaginu í dag. — Mér finnst við á Kópaskeri vera í mjög góðu sambandi við þingmenn kjördæmisins og það er reynsla mín að þer séu viðræðu- góðir. Ég er sannfærð um að þeir séu allir að vilja gerðir til að gera sitt besta við að liðs- inna okkur, en spurningin er bara hvað þeir geta. Kerfið er þungt í vöfum og eflaust tek- ur einhvern tíma að koma breytingum í gegn. — Ég kvíði ekki framtíðinni því við eigum svo miklar auðlindir hérna við Öxarfjörðinn, bæði á landi og í sjónum. Það er öruggt mál að okkur tekst að sigrast á vandanum, sagði bjartsýniskonan Ingunn St. Svavarsdóttir, oddviti Presthólahrepps að lokum í samtali sínu við Þjóðlíf. Kristján Ari. Kópasker nánast gjaldþrota Atvinnulíf á Kópaskeri er í laniasessi og sveit- arfélagið er nánast gjaldþrota. Engu að síður skilar Kópaskcr miklum verðmætum í þjóð- arhúið og margvíslcgir atvinnumöguleikar eru fyrir hendi á svæðinu. Kópasker er tæplega 200 manna bær sem stendur við Öxarfjörð. I öllum hrepnum, Presthólahreppi, búa 284 ntanns. Landbún- aður er aðal atvinnugrein og hafa um 100 manns beina afkomu af henni. Kaupfélag Norður — Þingeyinga er stærsti vinnuveit- andi á staðnum. Önnur helstu fyrirtækin eru fiskvinnslufyrirtækið Útnes, sem er nýtt af nálinni og rækjuvinnslan Sæblik, sem nýver- ið var gerð gjaldþrota. Hjá Sæblik unnu 20% alls vinnuaflsins á staðnum og rnunar unt minna. Fyrirtækið gerði út rækjubátinn Árna á Bakka sem er um 140 tonna bátur. Þótt kaldhæðnislegt sé þá báturinn nefndur eftir fyrsta ábúandanum á Kópaskeri. Það var liinn hái fjármagnskostnaður við bátinn sem átti mcstann þátt í erfiðleikum fyrirtæk- isins. Eins og skiljanlcgt er fylgdi rnikið at- vinnuleysi í kjölfar rekstrarstöðvunar rækju- vinnslunnar. Sérstaklega bitnaði atvinnu- leysið á konum sem unnu hjá fyrirtækinu, en þær höfðu margar unnið þar allt frá stofnun fyrirtækisins fyrir 16 árum —. Sveitarfélagið hefur orðið fyrir þungurn búsifjum og mun verða fyrir umtalsverðu áfalli á næstunni. Það tapar miklum pening- um, svo miklum að sveitarfélagið getur jafn- vel ekki staðið undir því. Enn hafa gjald- þrotaskipti ekki átt sér stað en ljóst er að Presthólahreppur átti 6.4 milónir króna í fyrirtækinu og stóð í ábyrgð fyrir 18 mill- jónum í bátnum. Útgerðin skuldaði auk þess hreppnum 3 milljónir í gjöld. — Kaupfélagið á í umtalsverðum rekstr- arerfiðleikum þessa dagana, sér í lagi vegna kostnaðarsamra umbóta og breytinga á slát- urhúsi staðarins. Kostnaðurinn vegna þessa, hefur reynst kaupfélaginu það þungur að sl. haust treysti það sér ekki sjálft til að standa fyrir slátrun. Félagið leigði því réttinn til KEA. Á þessari stundu er með öllu óljóst hvort eða hvenær Kaupfélagið getur tékið slátrunina yfir. — Atvinnuástandið á Kópaskeri er því svart þessa dagana og spurning hvort úr ræt- ist í náinni framtíð. Atvinnutryggingasjóður hefur synjað rækjuvinnslunni um aðstoð og svo virðist að það vetrarmyrkur sem nú um- lykur Prcsthólahrepp ntuni ekki hopa fyrir þeini rísandi sól í íslenskum efnahagsmálum sem stjórnvöld hafa boðað. Mun byggðin leggjast niður eða er einhver von? „Ef skellurinn verður mikill fyrir sveitar- félagið þá þurfum við á náinni samvinnu við Byggðastofnun og Félagsmálaráðuneytið að halda. Hvernig úr spilast vitum við náttúru- lega ekki. Ég ætla mér að tala við félagsmála- ráðhcrra, forstjóra Byggðastofnunar og þingmenn og við hjálpumst öll í sameiningu við að finna lausn sem hentar. Það er öruggt mál“, sagði Ingunn St. Svavarsdóttir oddviti Presthólahrepps í samtali við Þjóðlíf. Víst er að oddvitinn í Presthólahreppi hefur ekki gefist upp og tjaldar allri þeirri bjartsýni sem til er í viðtali við Þjóðlíf. KAA/óg 26

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.