Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 71

Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 71
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Eftir Kristján Björnsson cand. theol. Kosninga- baráttan í kirkjunni Um 150 kjörmenn velja nýjan biskup á næsta ári: Fimm guðfræðingar koma til greina í upphafi kosningabaráttu. Fimm guðfræðingar hafa undanfarna mánuði öðrum fremur verið nefndir til leiks vegna bikskupsskipta í Þjóðkirkjunni á næsta ári. Fjórir þeirra hafa gefið kost á sér opinberlega og lýst því yfir að þeir vilji ekki neita mönnum um að nefna nafn sitt í biskupskjörinu. Sá er einna lengst hefur verið orðaður við embættið er Ólafur Skúlason, sóknar- prestur við Bústaðakirkju, dómprófastur í Reykja- vík og vígslubiskup Skálholtsstiftis. Annar er Heimir Steinsson, sókn- arprestur á Þingvöllum og |)jóðgarðsvörð- ur, en hann var eins og Ólafur, einnig orðaður við cmbættið við síðasta biskups- val. Nýir fram- bjóðendur eru Sigurður Sig- urðsson, sókn- arprestur á Self- ossi og formaður Prestafélags ís- lands, cn hann er jafnframt yngstur biskupsefnanna, og Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur Landsspítalans. Sá fimmti er dr. Björn Björnsson, prófessor í siðfræði við guðfræðideild Háskóla íslands. Dr. Björn hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér í embættið. I raun þurfa þó ekki aðrir að gefa kost á sér til framboðs en þeir sem verða í einu af þremur efstu sætunum í fyrri umferð. Gott dæmi um eðli kosninganna er að finna í nýlegri yfirlýsingu sr. Sigurðar Hauks Guðmundssonar, þar sem hann gerir góðlát- legt grín að fréttum af biskupskjöri og segist ekki gefa kost á sér. Þess má geta að hann lætur af störfum á næsta ári vegna aldurs. Nú hefur komið fram tillaga í stjórn Prestafélags íslands um að fram fari prófkjör til að skýra betur línurnar fyrir kjörið og að efstu menn í því prófkjöri eigi jafnframt að koma fram opinberlega til að svara ákveðnum spurningum um biskupsembættið og skipulag kirkjunnar. Ólafur Skúlason — veikari staða en áður Staða mála og fylgi hefur riðlast nokkuð síðan í síðasta biskupskjöri og er erfitt að segja til um fylgi rnanna eins og Ólafs Skúla- sonar, þrátt fyrir þá staðreynd að hann hlaut 71

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.