Þjóðlíf - 01.12.1988, Síða 75

Þjóðlíf - 01.12.1988, Síða 75
BÍLAR Bensín- umræðan í jólaboðum — blý eða ekki blý? Jól og áramót eru framundan. Þá lendir margur í því að sitja boð hjá fjölskyldu, vin- um eða kunningjum. Gæti ekki komið sér vel að fitja nú upp á nýju umræðuefni eða að slá um sig með alþýðufróðleik? Hér er hugmynd að slíku og hefjum þá lesturinn. Grundvallarreglan um virkni nútíma bíl- hreyfla er sú sama og gilti um brunahreyfil- inn sem Nikulás Otto smíðaði fyrir rúmlega eitthundrað árum og kenndur er við hann í heiðursskyni og nefnist því ottohreyfill. Ottohreyfill er semsagt hreyfill sem gengur fyrir léttfljótandi eldsneyti, t.d. bensíni, sem kveikt er í með rafneista, í díselhreyfli kvikn- ar hinsvegar í eldsneytinu vegna hitans sem myndast við samþjöppun lofts í strokkum hreyfilsins. Stærsti vandinn við framleiðslu otto- hreyfla (bensínhreyfla), hvernig kreista má úr þeim sem mest afl, hefur ekki verið vegna tæknilegra örðugleika við smíði þeirra, held- ur miklu fremur það að olíuiðnaðurinn hefur ekki getað lagt til bensín sem þyldi þann þrýsting sem ríkir í strokkum hreyfilsins. Ef Blýlaust bensín er á boðstólum, en það gætir tregðu hjá viðskiptavinum. þrýstingurinn, og þar með hitinn í strokkn- um, verður of mikill þá kviknar í eldsneytinu áður en rafneistinn kemur á kertin (hegðar sér eins og dísel) og einnig verður hraði brunans inni í strokknum alltof mikill. Brunahraðinn í strokknum má ekki verða meiri en 25-30 metrar á sekúndu ef mögulegt á að vera að nýta orkuna af útþenslu brenn- andi gassins. Semsagt: bruni, en ekki spreng- ing eins og margur virðist halda. Ein helsta almenna krafan til bensíns er að hreyfillinn „banki“ ekki af þess völdum. (Bank eða högg sem heyrast sérstaklega þegar hreyfillinn erfiðar). Bankið flokka 75

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.