Þjóðlíf - 01.04.1990, Page 14

Þjóðlíf - 01.04.1990, Page 14
Þungur róður en þokkalegur afli; Jóhann Hjartarson ogjón L. Árnason tilbúniríslaginn gegn Englendingum. íbaksýn glittir íMargeir Pétursson og Helga Ólafsson. Stórveldaslagurinn MORÐU SIGUR — Sovétmenn mörðu sigur eftir œsispennandi lokaumferð ÁSKELL ÖRN KÁRASON Það fór eins og okkur hafði grunað að hér mættust stálin stinn. Keppni var æsi- spennandi og rígurinn milli stórveldanna lá í loftinu. Minnstu munaði að þau stór- tíðindi ættu sér stað að forystuþjóðin mikla yrði að lúta í lægra haldi fyrir þeim engilsaxnesku. Norðurlandasveitin skar sig nokkuð úr; í ljós kom eins og spáð hafði verið að markmið hennar yrði að forðast neðsta sætið. Það tókst að vísu ekki en sveitinni óx ásmegin eftir því sem á leið og þegar upp var staðið var árang- urinn prýðilegur. ovétmenn komu á óvart með að skilja marga af sínum bestu mönnum eftir heima; hafa e.t.v. talið sigurinn vísan. Stillt upp á margnefndan „pappír“ var Sovétsveitin þó tvímælalaust sú öflugasta. En baráttuandinn var ekki með í för hjá öllum; einkum var árangurinn slakur á neðri borðum (teflt var á 10 borðum, tvö- föld umferð). Þar sem styrkur Sovét- manna liggur ekki síst í gífurlegri breidd, kom þetta verulega á óvart. Bandaríkja- menn og Englendingar komu hingað með úrval sinna bestu manna og tefldu fast til sigurs. Framganga hinna síðarnefndu var einkum athyglisverð; þeir börðust af miklum krafti og þótt stóru nöfnin sem fóru fyrir sveitinni næðu sér ekki á flug höluðu ungu mennirnir á neðstu borðun- um inn ófáa vinninga. Keppnin var óhemju jöfn og mjög mjóu munaði í öllum viðureignum ef önnur um- ferðin er undanskilin. Þá unnu Sovét- menn Englendinga 6.5-3.5 og bandaríska sveitin malaði þá norrænu 7.53.5. Mikil- vægi þessara úrslita blasa við þegar loka- niðurstaðan er skoðuð. Lokaumferð stórveldaslagsins var ein sú mest spennandi sem undirritaður hefur orðið vitni að. Þegar 17 skákum af 20 var lokið gátu enn þrjár af fjórum sveitum unnið keppnina. Þeir sem enn sátu við voru þeir Hodgson og Hellers í viðureign Englendinga og Norðurlandabúa — þeir tefldu tvísýnt endatafl. I viðureign risa- veldanna tveggja þreyttu þeir Júsúpov og Gulko taflið á 1. borði og virtist sá síðar- nefndi hafa betri færi í flókinni stöðu. Á 3. borði tefldu Armeninn Vaganjan og Brooklyn-strákurinn Fedorowicz og hall- aði á Armenann. Staðan var þá sú að Eng- lendingar höfðu 30.5 v. og einni skák ólokið, Sovétmenn 30 og tvær skákir eftir eins og Bandaríkjamenn sem höfðu 29.5 v. Sekúndurnar tifuðu og smátt og smátt tók myndin að skýrast. Hodgson var á góðri leið með að leika skák sinni niður í tap en náði jafntefli að lokum. Júsúpov hafði tekist að snúa á Gulko og átti örlítið betri færi í endatafli en staða Vaganjans virtist enn töpuð. Mestar líkur voru því á sigri Englendinga, en síðustu 10 mínút- urnar réðu úrslitum; Júsúpov fann snjalla vinningsleið og Vaganjan þvældi andstæð- ingi sínum út í stöðu þar sem hann varð að sætta sig við þrátefli. „Sensasjónin" datt niður dauð, stórtíðindin urðu að engu. Menn heyrðust tauta að alltaf kæmu þessir fjárans Rússar niður standandi, hvernig sem hlutirnir veltust! ðeins um Norðurlandasveitina: Þar vantaði sárlega Ulf Andersson og dönsku stórmeistarana tvo, Hansen og Larsen. Flestir liðsmenn stóðu sig þó með 14 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.