Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 15
VILDIEKKIVERÐA
SKÓSVEINN KARPOVS
— Boris Gulko tekinn tali — Eg var stimplaður
andófsmaður. Atti erfitt uppdráttar sem gyðingur í
Sovétríkjunum. — Sakar Karpov um að hafa
gengið erinda stjórnvalda gegn sér
ÁSKELL ÖRN KÁRASON:
Börðust betur en fíestir landar þeirra; Sovét-
mennirnir Mikhaíl Gúrevits (með gleraugun)
og VasilíIvantjúk voru stigahæstu þátttakend-
urí Stórveldaslagnum.
ágætum, tefldu enda jafnan við mun stiga-
hærri andstæðinga. Frammistaða Agde-
steins var vitaskuld frábær, en hann fékk
flesta vinninga fyrstaborðsmanna og barð-
ist ávallt til síðasta manns eins og hann á
vanda til. Bestum árangri í sveitinni náði
Jóhann Hjartarson, vann þrjár skákir og
gerði þrjú jafntefli. Hann virðist nú óðum
vera að komast í sitt gamla form. Margeir
stóð sig með prýði á 3. borði, vann Nunn
hinn enska m.a. sannfærandi og gerði tvö
jafntefli við Sovétmeistarann Vaganjan.
Þá var árangur Karls ágætur, hann var
langstigalægstur þátttakenda, slapp tap-
laus frá viðureignum sínum. Helgi átti við
ramman reip að draga á 2. borði og var
ekki sérlega farsæll. Hann tefldi af öryggi í
nokkrum skákum, en fór illa í báðum
skákum sínum gegn Englendingnum
Speelman. Á sama hátt gerði sá gamli
tímahraksrefur Walter Browne Jóni L.
skráveifur á 6. borði, kom sér tvisvar í
geigvænlegt tímahrak með verri stöðu, en
náði í bæði skiptin að snúa á Jón.
Slagurinn þótti takast í alla staði vel;
taflmennskan var óvenju frískleg og
spennan í algleymingi eins og áður er sagt.
Nú er bara að vona að stórveldin haldi
áfram að slást á þessum vettvangi með
fulltingi okkar Islendinga. Aftur eftir tvö
ár?
Lokaniðurstaða:
Sovétríkin .............. 31.5 u
England....................... 31
Bandaríkin ................... 30
Norðurlönd.................. 27.5
Við fyrstu sýn virðist þetta vera gam-
all maður; hefur misst nánast allt
hárið, hvítt það litla sem eftir er. Hann
brosir gjarnan en hæglátt fas hans sting-
ur í stúf við þá blaðskellandi hávaðasemi
sem gjarnan fylgir amerískum skák-
mönnum. Það leynir sér þó ekki að und-
ir hógværu yfírborðinu býr festa og ein-
urð. Þessa eiginleika hefur hann stælt í
áralangri baráttu við kerfið í Sovét. Nú
er hafið nýtt líf í nýju landi; þrátt fyrir
hvíta hárið er hann ekki nema rúmlega
fertugur. Við tökum tal saman á stund
milli stríða í Stórveldaslagnum þar sem
hann teflir á fyrsta borði í sveit Banda-
ríkjanna.
Nú varst þú meðal fremstu skák-
manna Sovétríkjanna á síðasta áratug,
Sovétmeistari 1977 og í ólympíuliðinu
1978. Naust þú ekki forréttinda?
— í raun varð aðstaða mín erfiðari
eftir því sem ég náði lengra í skákinni.
Ég var þegar á þessum árum stimplaður
andófsmaður, enda fór ég ekki leynt
með andúð mína á vissum þáttum
stjórnarfarsins. Sérstaklega var það litið
alvarlegum augum að ég neitaði að skrifa
undir yfirlýsingu gegn Viktori Kortsnoj
eftir að hann flúði land 1976. Það var
skákyfirvöldum greinilega mikill þyrnir
í augum að stórmeistari í fremstu röð
skyldi neita að beygja sig undir vald
þeirra í einu og öllu og þau reyndu af
öllum mætti að leggja stein í götu mína.
Embættismenn skáksambandsins réðu
því alfarið hverjir fóru á mót erlendis;
ráðskuðust með skákmenn eins og bú-
fénað. Mér var gert ljóst að ég væri alger-
lega upp á náð þessara manna kominn,
fékk lítið að tefla og var aldrei sendur á
mót utan Sovétríkjanna. Það var ekki til
að bæta aðstöðu mína að ég er af gyð-
ingaættum.
Sættir þú ofsóknum vegna þjóðernis
þíns?
— í Sovétríkjunum er þjóðerni alltaf
skráð í persónuskilríki og þess þarf að
geta í öllum umsóknum um starf og
nám. Á þessum tíma áttu gyðingar mjög
erfitt uppdráttar, m.a. fengu skákmenn
af gyðingaættum að jafnaði færri tæki-
færi en aðrir. Gyðingum var haldið frá
bestu skólunum og eftir að ég lauk námi
(Gulko er sálfræðingur að mennt), átti
ég mjög erfitt með að fá starf.
Hvenær tókst þú ákvörðun um að
yfirgefa Sovétríkin?
— Það var árið 1979, þá sótti ég um
brottfararleyfi. Aðstaða mín batnaði svo
sannarlega ekki við það. Ég fékk nánast
ekkert að tefla opinberlega og enga
möguleika til að sjá fjölskyldu minni far-
borða. Vitaskuld tók ég áhættu með því
að sækja um leyfið en ég taldi að þar sem
aðstaða mín var þegar orðin mjög erfið
myndu tvö eða þrjú ár til viðbótar ekki
skipta svo miklu máli. Þau urðu reyndar
sjö, hin glötuðu ár æfi minnar. Skák-
sambandið kom þarna auðvitað við sögu
og mér er kunnugt um að Karpov, þá-
verandi heimsmeistari, hafði áhrif á
ákvarðanir í mínu máli.
Á hvern hátt?
— Hann gekk erinda stjórnvalda eins
og endranær. Einn manna hans hafði
samband við mig og bauð mér að ég
fengi að tefla í fleiri mótum ef ég drægi
umsókn mína til baka. Ég var mjög að-
þrengdur á þessum tíma og var í hungur-
verkfalli til að leggja áherslu á kröfur
mínar. Ég vissi að ef ég tæki boði Kar-
povs yrði ég háður honum og skósvein-
um hans eftirleiðis, ófrelsi mitt yrði því
engu minna en áður.
Hafði þér ekki komið í hug að flýja
land?
— Við Sovétborgarar fengum aldrei
að ferðast með fjölskyldur okkar og ég
hefði því orðið að skiljast við konu mína
og son. Eins og ástandið var á þessum
árum gat ég ekki vænst þess að sjá þau
aftur ef ég gerðist „liðhlaupi“, auk þess
ÞJÓÐLÍF 15