Þjóðlíf - 01.04.1990, Qupperneq 27
Hamingju-
drykkur úr brjósti
Hvers vegna eru kornabörn
svo friðsæl eftir að hafa feng-
ið brjóstamjólk? Svarið við
þessari spurningu felst m.a. í
rannsóknum sænskra lækna
við Lillehagen spítala. í mjólk
tíu kvenna fundu þeir efni
sem líkist benzodiazepani en
það er í róandi lyfjum eins og
Valíum. Þannig tekur korna-
barn, sem drekkur 60 millilítra
af móðurmjólk á dag, um
0.002 milligrömm af diazep-
ani. Læknarnir telja að efnið
sé framleitt í brjóstunum sjálf-
um — í blóðprufum mæðr-
anna kom þetta efni aldrei
fram. Þar með var jafnframt
útilokað að konurnar hefðu
tekið róandi lyf sjálfar og það
kæmi þannig fram í brjósta-
mjólkinni. Þetta róandi efni hefur
einnig fundist í litlum mæli í kúa-
mjólk... (Spiegel—óg)
Kommarnir í
kláminu
Leiðtogi kommúnista í Aust-
ur-Þýskalandi, hinn 77 ára
gamli Erich Honnecker, var
augljóslega dyggur áhang-
andi vestrænnar klámbylgju.
Við könnun á sumarhöll hans
við Libbesicke See fundu lög-
reglumenn yfir eitt hundrað
myndbönd með titlum eins og
„Lady Diamond" og „Black
Manuela". „Svarta þokkadís-
in“ og þess háttar efni virtust
hafa glatt gamla manninn í
ellinni. Af sumum myndunum
höfðu valdhafar pantað fleiri
eintök en eitt. Þannig átti
Honnecker þrjú eintök af
myndinni: „Bíddu, þartil orðið
er dimmt“... (Spiegel—óg)
Mandela fær
Benz
Frelsishetjan í Suður-Afríku,
hinn rúmlega sjötugi Nelson
Mandela, fær vandaðan
Mercedes Benz að gjöf. Þetta
höfðu hörundsdökkir verka-
menn í Benz verksmiðjunum í
Suður-Afríku þegar ákveðið í
febrúarmánuði þegar Mand-
ela var látinn laus. Yfirstjórn
Benz í Þýskalandi hefur nú
samþykkt þessa gjöf, sem
verður greidd með yfirvinnu
verkamannanna, en forstjór-
arnir gefa allt efni. Þeir eru
mjög ánægðir með þessa
ákvörðun, ekki síst vegna
þess að á fyrstu vikunum eftir
frelsisgjöfina sást Mandela
nær eingöngu notast við bíla
frá aðalkeppinautum Benz,
- BMW...
(Spiegel—óg)
litlu, um tveimur hundraðs-
hlutum, en engu að síður kom
þessi niðurstaða á óvart. Vin-
sældir þekktra borgara í Sov-
étríkjunum voru kannaðar
með lista margra nafna, þar á
meðal Stalíns og ellefu stjórn-
málamanna samtímans.
Þátttakendur í könnuninni
áttu að gefa þessum mönn-
um einkunnir, hæst 5 og
lægst 1. í þriðja sæti lenti Gor-
batsjof (3.87) og fast á hæla
honum í fjórða sæti var lýð-
ræðisróttæklingurinn Sobtsj-
ak þingmaðurfyrir Leníngrad.
Jósef Stalín var næst óvin-
sælastur með 2.13 í einkunn,
en neðsta sætið vermdi aftur-
haldsseggurinn Ligatsjoff,
2.03. Þessi skoðanakönnun
var framkvæmd í gegnum
síma og túlkar aðeins viðhorf í
Moskvu. Höfuðborgin er eini
staðurinn, þar sem símar eru
nógu margir og dreifðir til að
borgin sé tekin gild í skoðana-
könnunum. Annars staðar
eru ekki nógu margir símar til
að slíkar kannanir séu viður-
kenndar...
(Spiegel—óg)
Michelle Pfeiffer, hin 31 árs gamla kvikmyndastjama, hefur Ijóstrað
upp um sérkennilega fortíð sína. Hún varfangin af trúarofstækishópi og
bjó við „stöðugan hei!aþvott“ og þurfti að láta ógrynni fjár af hendi í
söfnuðinn. En að eigin sögn hafði þátttaka í ofstækissöfnuðinum góð
áhrif á hana. „Egþurfti einhvern eða eitthvað til að stjórna mér, þetta
var þó skárra heldur en eiturlyf eða æsandi karlmenn“, sem höfðu
heillað leikkonuna áður en hún gekk til liðs við söfnuðinn. Nú er
Pfeiffer einungis háð keðjureykingum og hóflausri kaffidrykkju og seg-
ir: „Fallegt fólk er alltaf íhættu“.
Jerry Hall, 33 ára fyrirsæta, er sambýliskona Mick Jaggers í Rolling
Stones. Nýverið réðst hún gegn fordómum um mann sinn og kvað
Jagger t.d. vera trúaðan, en hann hefur verið talinn guðleysingi vegna
söngtexta eins og „Sympathy for the Devil“. JerryHallkvað Jaggerfara
með henni íkirkju. Hann væri heldur enginn vinstrisinni eins og haldið
væri fram, og því til sannindamerkis kvað hún Jagger myndi kjósa
Thatcher efhann ætti kost á því. Þau Jagger og Hall hafa búið saman í
13 ár og eiga tvö börn.
Meira dáður
en Lenín
Eðlisfræðingurinn og andófs-
maðurinn Andrei Sakarov er
meira í metum meðal al-
mennings í Sovétríkjunum
heldur en Lenín ef marka má
niðurstöður kannana frá
Lem'n er enn vinsæll.
rannsóknarmiðstöð í
Moskvu. Það munar að vísu
ÞJÓÐLÍF 27