Þjóðlíf - 01.04.1990, Qupperneq 28

Þjóðlíf - 01.04.1990, Qupperneq 28
MENNING ÍSLENSK SKÁLD- KONA í KANADA Sigurður A. Magnússon segir frá og spjallar við Kristjönu Gunnarsdóttur, sem er meðal kunnustu rithöfunda í Kanada egar haft er í huga að í Kanada búa ríflega 25 milljónir manna af ýmsum uppruna — eða allmiklu fleiri en saman- lagðir íbúar Norðurlanda — þá er það kannski ekki ómerkari frétt en margt af því sem hérlendis er talið fréttnæmt, að meðal kunnustu rithöfunda þar í landi um þessar mundir er kona að nafni Kristjana Gunnars, sem ólst upp á íslandi og fluttist til Amríku sextán ára gömul ásamt for- eldrum sínum, dr. Gunnari Böðvarssyni og Tove konu hans. Síðasta áratug hafa bækur frá hennar hendi komið í stríðum straumi og hlotið einróma lof jafnt gagn- rýnenda sem almennra lesenda. Meðal þeirra eru sjö ljóðabækur, smásagnasafn, skáldsaga og þýðingar á ljóðum Stephans G. Stephanssonar. Aukþess hefur hún ritstýrt úrvali vesturíslenskra smásagna, Unexpected Fictions (1989), og ritgerða- safni um kanadísku skáldkonuna Margar- et Laurence. Hún hefur einnig verið mik- ilvirkur bókmenntagagnrýnandi fyrir ým- is kanadísk tímarit. Skáldsaga Kristjönu, The Prowler (1989), er ein fimm skáldsagna sem til- nefndar hafa verið til virðulegra bók- menntaverðlauna á vegum tímaritsins Booksin Canada, og hún er sömuleiðis ein fimm skáldsagna sem tilnefndar hafa verið til æðstu bókmenntaverðlauna í Mani- toba-fylki og ein þriggja skáldsagna sem tilnefndar hafa verið til samskonar verð- launa í Alberta-fylki. Skýringin á því að tvö fylki velja sömu bók er sú, að Krist- jana á lögheimili í Winnipeg, en hefur undanfarið ár starfað við háskólann í Ed- monton, höfuðborg Alberta-fylkis. Nokkrar af bókum Kristjönu eru fast kennsluefni við háskóla víðsvegar um Kanada, þeirra á meðal áðurnefnd skáld- saga, smásagnasafnið The Axe’s Edge (1983), ljóðabókin Wake-Pick Poems (1981) og þýðingarnar á verkum Stephans G. Stephanssonar, Selected Prose & Poet- ry (1988). Þetta er í fyrsta sinn sem verk Stephans G. eru kennd við kanadíska há- skóla. erill Kristjönu til frægðar og frama er um margt óvenjulegur og því ekki úr vegi að rekja hann stuttlega fyrir lesendur Þjóðlífs. Hún fæddist í Reykjavík 19. mars 1948, en fluttist sjö ára gömul til Kaliforníu með foreldrum sínum. Faðir hennar hafði um árabil unnið fyrir Hita- veitu Reykjavíkur og stofnað ásamt öðr- um fyrirtækið Vermi h.f. Hafði hann á starfsferli sínum viðað að sér miklu efni sem hann hugðist nota til doktorsritgerð- ar. Var ætlunin að hann yrði eitt ár við California Institute of Technology, en það tók hann þegar til kom tvö ár að semja doktorsritgerðina. Kristjana hafði verið við nám í Isaksskóla frá fimm ára aldri og gengið framúrskarandi vel, en þegar hún settist í barnaskóla í Pasadena sjö ára göm- ul kunni hún ekki stakt orð í ensku. Var hún því látin sækja einkau'ma í ensku dag- lega, en var frá öndverðu í uppreisn gegn hinu nýja umhverfi og gekk illa að læra málið, þóttist ekkert skilja. Hinsvegar voru leiksystkinin dugleg að kenna henni, þannig að hún náði brátt valdi á einfaldri ensku sem nægði henni til að stunda nám- ið. Allir voru henni góðir og hún kunni bærilega við hitann. Mesta ánægju hafði hún af margbreytilegu skordýralífi um- hverfisins. Undir lokin fluttist fjölskyldan til Hollywood þarsem telpan kynntist æv- intýraheimi draumafabrikkunnar. Níu ára gömul kom Kristjana aftur til heimalandsins. Þá var faðir hennar búinn að eyða aleigunni og húsnæðisekla í Reykjavík tilfinnanleg. Fyrst í stað fann fjölskyldan athvarf í kjallaraherbergi inn- af þvottahúsi við Njálsgötuna og þóttu telpunni umskiptin frá Kalíforníu ævin- týraleg, þó hún muni fátt frá þessu myrka skeiði. Hún var einn vetur í Austurbæjar- skólanum, þótti hann vera stór, grár og ljótur, en leið eftir atvikum vel. Síðan var flutt í góða íbúð á annarri hæð að Þórsgötu 7A, og birti þá heldur yfir tilverunni. Á hæðinni fyrir neðan bjuggu gömul hjón sem tóku hana í nokkurskonar fóstur, urðu ígildi afa og ömmu, sem var henni ný reynsla, því föðurforeldrarnir voru löngu látnir, en móðurforeldrarnir búsettir í Danmörku. (Þess má geta innan sviga, að amma Kristjönu var Guðrún Þorsteins- dóttir Thorsteinsson, náfrænka Muggs, en afi hennar Böðvar sonur Kristjáns dómstjóra og ráðherra Jónssonar frá Gautlöndum). Eftir ár á Þórsgötunni var flutt í Kópa- vog þarsem dr.Gunnar festi loks kaup á litlu húsi, Hófgerði 3. Húsinu fylgdi lóð sem var móður Kristjönu mikið fagnaðar- efni þareð hún var annáluð garðyrkju- kona. Þar varð til lítill sælureitur með trjá- gróðri og blómum, enda var fjölskyldan um kyrrt þartil haldið var í annað sinn til Vesturheims 1964. Kristjana varð ósvik- inn Kópavogsbúi, þekkti hvern stein og hvert leiti í vesturbænum og hvert einasta sæti í strætisvagninum. Einsog siður var gætti Kristjana barna á sumrin, en vann síðar hjá niðursuðuverksmiðjunni Ora. Einnig var hún sumarparta á Löngumýri í Skagafirði þarsem henni leið vel, enda var strákur á næsta bæ sem átti skjóttan hest og gaf henni helminginn í honum, svo hún fékk að fara á bak þegar hana lysti. Hún stundaði sund í Varmahlíð, sótti kirkju í Víðimýri, þarsem þröngt var setinn bekk- urinn, og fékk að skoða Glaumbæ þarsem lyktin vakti henni óþægilega grafarkennd. Það er sú íslensk lykt sem henni þykir enn ónotalegust. I „raunverulega" sveit komst hún aldrei, en Löngumýrardvölin var í námunda við þá reynslu. Afþví Kristjana kunni dönsku og ensku var henni sleppt við fyrsta bekk Gagn- fræðaskólans í Kópavogi, sem varð til þess að hún skildist við gamla vinahópinn og varð félagi eldri unglinga í öðrum bekk. Henni gekk vel í námi, en landsprófið fór í handaskolum, afþví nú var hún orðin 28 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.